Rafíþróttir

Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Heimsmeistararnir í DWg KIA hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína nokkuð sannfærandi.
Heimsmeistararnir í DWg KIA hafa nú unnið fyrstu tvo leiki sína nokkuð sannfærandi. Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Images

Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum.

Dagurinn byrjaði á þremur leikjum sem voru nokkurn veginn fyrirfram ákveðnir. Royal Never Give Up, sem eru fulltrúar LPL í Kína, eru nú langefstir í þriggja liða A-riðli eftir tvo örugga sigra gegn Pentanet.GG og Unicorns of Love. Royal Never Give Up eru því með þrjá sigra í fyrstu þrem og í góðri stöðu í sínum riðli.

Þá var sigur heimsmeistarana í DWG KIA frá Kóreu aldrei í hættu þegar þeir mættu Gillette Infinity í C-riðli. DWG KIA tók forystuna strax frá byrjun og eru nú einir í efsta sæti C-riðils með tvo sigra í tveim leikjum.

Hinn leikur C-riðils var þó ekki jafn fyrirsjáanlegur þegar DetonatioN FocusMe frá Japan mætti fulltrúum LCS í Cloud9.

Mistök snemma leiks sáu til þess að Cloud9 voru á eftir nánast allan leikinn og náðu aldrei að brúa bilið. Cloud9 hafa nú tapað tveim fyrstu leikjum sínum, og leikur þeirra gegn Gilette Infinity í dag er nánast upp á líf og dauða fyrir LCS meistarana.

Dagurinn endaði svo á tveim leikjum í B-riðli sem virðist ætla að verða mest spennandi riðillinn í ár. MAD Lions tróna þar á toppnum eftir góðan sigur gegn Istanbul Wildcats, sem hafa litið ágætlega út þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveim leikjunum sínum.

PSG Talon vann þá nokkuð sannfærandi sigur gegn PaiN Gaming eftir að hafa tapað fyrsta leiknum sínum gegn MAD Lions á fimmtudag.

Hægt er að fylgjast með mótinu á Stöð 2 eSport, en útsending hefst klukkan 12:30 bæði í dag og á morgun.

Úrslit gærdagsins

Pentanet.GG - Royal Never Give Up

Unicorns of Love - Royal Never Give up

Gilette Infinity - DWG KIA

DetonatioN FocusMe - Cloud9

Istanbul Wildcats - MAD Lions

PaiN Gaming - PSG Talon


Tengdar fréttir

Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI

Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×