Fleiri fréttir

Sú sigursælasta í sögunni látin: „Yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu“
Fyrrum atvinnukylfingurinn Kathy Whitworth er látin 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar.

Aldrei jafn hátt verðlaunafé á Evrópumótaröð kvenna í golfi
Keppendur á Evrópumótaröð kvenna í golfi munu keppast um hæsta verðlaunafé á mótaröðinni frá upphafi á næsta ári.

Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Investec South African mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun.

Guðmundur Ágúst úr leik
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Joburg Open-mótinu í golfi sem nú fer fram í Suður-Afríku. Slæmur fyrsti hringur kostaði Guðmund Ágúst en þó hann hafi leikið betur á öðrum hring þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins.

Tiger fékk tveggja milljarða PGA bónus þrátt fyrir að spila lítið sem ekkert í ár
Tiger Woods hefur ekki spilað mikið golf á síðustu árum en hann hefur samt mestu jákvæðu áhrifin á áhuga fólks á PGA-mótaröðinni að mati forráðamanna hennar. Hann var því aftur efstur þegar það átti að útdeila bónus fyrir árið í ár.

Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi.

„Ég lifði mig alla leið inn í þetta og veit hvað þetta er ljúft“
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði þeim frábæra árangri í gær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki, DP World Tour.

Guðmundur annar í sögunni til að ná inn á Evrópumótaröðina
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GKG, náði frábærum áfanga á Spáni í dag þegar hann tryggði sig inn á Evrópumótaröðina í golfi eftir sex daga lokaúrtökumót.