Golf

Aldrei jafn hátt verðlaunafé á Evrópumótaröð kvenna í golfi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hin sænska Linn Grant vann sér inn mest allra í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni á tímabilinu.
Hin sænska Linn Grant vann sér inn mest allra í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni á tímabilinu. Yoshimasa Nakano/Getty Images

Keppendur á Evrópumótaröð kvenna í golfi munu keppast um hæsta verðlaunafé á mótaröðinni frá upphafi á næsta ári.

Samtals munu keppendur keppast um 35 milljónir evra á 30 mótum á Evrópumótaröð kvenna árið 2023, en það samsvarar tæplega fimm og hálfum milljarði íslenskra króna. Það er einnir rúmlega tíu milljónum evra meira en heildarverðlaunaféð sem keppt var um í ár.

Mótaröðin fer fram í 21 landi á næsta ári, en stærsta mót ársins, Solheim-bikarinn, fer fram í september á Spáni. Lokamót tímabilsins verður svo Andalucia Costa del Sol Open de Espana í nóvember.

„Aukið verðlaunafé gefur fyrirmyndunum okkar enn betra tækifæri til að sýna sig,“ sagði Alexandra Armas, yfirmaður Evrópumótaraðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×