Fleiri fréttir

Metin féllu í Madison Square Garden

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chris Duhon sló félagsmetið hjá New York þegar hann gaf 22 stoðsendingar í ótrúlegum 138-125 sigri liðsins á Golden State.

Toppliðin héldu sínu striki

Topplið Hauka og Hamars unnu leiki sína í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá.

Charles Barkley er vitleysingur

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers brást illa við ummælum Charles Barkley í sinn garð í sjónvarpsþætti á dögunum.

Dwyane Wade skaut Phoenix í kaf

Fjöldi áhugaverðra leikja fór fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dwyane Wade var maður kvöldsins þegar hann skoraði 43 stig fyrir Miami í 107-92 útisigri á Phoenix.

Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt

Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt.

Treysti honum ekki fyrir hundinum mínum

Brottför bakvarðarins Stephon Marbury frá New York Knicks virðist nú óumflýjanleg ef marka má viðtal sem tekið var við kappann í New York Post.

New Orleans vann fjórða leikinn í röð

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann fimmta leikinn í röð þegar liðið skellti Denver á útivelli 105-101.

Iverson fær háa sekt fyrir að skrópa á æfingu

Ferill Allen Iverson hjá Detroit Pistons í NBA deildinni hefur ekki byrjað sérlega vel. Kappinn skrópaði á æfingu í dag og verður fyrir vikið gert að greiða háa sekt að sögn þjálfarans Michael Curry.

Ágúst valdi átta nýliða í æfingahópinn

Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta hefur valið 30 manna æfingahóp sem koma mun saman milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir æfingaplan og komandi verkefni liðsins.

Cleveland setti félagsmet

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann áttunda heimaleikinn í röð með sigri á Oklahoma City 117-82 og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins.

Haukar unnu toppslaginn

Haukar unnu Keflavík í toppslag Iceland Express deildar kvenna, 80-77, en þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

James olli ekki vonbrigðum í New York

LeBron James fékk höfðinglegar móttökur í nótt þegar hann mætti í Madison Square Garden með liði sínu Cleveland til að spila við heimamenn í New York Knicks.

KR tryggði sér sigur í síðasta leikhluta

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. KR vann Grindavík í spennandi leik í DHL-höllinni 68-56. KR-stúlkur tryggðu sér sigurinn í fjórða leikhluta.

Jordan rekinn frá Washington

Eddie Jordan var í dag rekinn úr starfi sem þjálfari Washington Wizards í NBA deildinni. Hann er annar þjálfarinn á tveimur dögum sem er látinn taka pokann sinn í deildinni.

McDyess ætlar að semja aftur við Detroit

Framherjinn Antonio McDyess hefur ákveðið að ganga aftur í raðir Detroit Pistons þó honum hafi verið skipt frá félaginu til Denver fyrir þremur vikum.

Minnesota burstaði Detroit

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Minnesota vann fyrsta útisigur sinn á leiktíðinni þegar það vann óvæntan stórsigur á Detroit 106-80.

KR tekur á móti Grindavík

Áttunda umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld með hörkuleik í DHL Höllinni þar sem KR tekur á móti Grindavík.

NBA í nótt: Tólfta tap Oklahoma

Oklahoma City Thunder tapaði í nótt sínum tólfta leik af þrettán á tímabilinu eftir að félagið rak þjálfara liðsins fyrr um daginn.

Fyrsti þjálfarinn látinn fjúka

Í dag var fyrsta þjálfarnum í NBA-deildinni sagt upp störfum á tímabilinu. PJ Carlesimo, þjálfari Oklahoma City Thunder, var látinn taka poka sinn eftir skelfilega byrjun liðsins á tímabilinu.

KR vann stórsigur á Fjölni

Lokaleikur 7. umferðar í Iceland Express deild kvenna fór fram í kvöld er KR vann stóran sigur á Fjölni, 80-47, á heimavelli.

Zach Randolph skipt frá New York til LA Clippers

Það hefur verið mikið að gera á skrifstofunni hjá New York Knicks í kvöld og ef marka má heimildir ESPN er félagið nú að leggja lokahönd á önnur stór leikmannaskipti.

Úrvalsdeildarliðin áfram í bikarnum

Nokkrir leikir fóru fram í Subway bikarnum í körfubolta í kvöld. Úrvalsdeildarliðin Stjarnan, Tindastóll og Skallagrímur unnu sína leiki og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitunum.

NBA: Sigrar hjá Boston og Lakers

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Detroit Pistons 98-80 og þá hélt Los Angeles Lakers sigurgöngu sinni áfram með 105-92 útisigri gegn Phoenix Suns.

Snæfell-KR í beinni á netinu

Sex leikir fara fram í 32-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta í kvöld. Til stendur að leikur Snæfells og KR verði sýndur beint á KR-TV.

NBA: Denver á sigurbraut

Chauncey Billups er að skila sínu hjá Denver Nuggets. Síðan hann kom til liðsins hefur liðið unnið sjö af átta leikjum sínum, nú síðast gegn San Antonio Spurs í nótt.

Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005.

Svona eiga toppslagir að vera

"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna.

Reynslan hjá Kristrúnu kom þarna í ljós

"Það er alltaf svekkjandi að tapa en kannski er það enn meira svekkjandi að tapa svona þegar maður er kominn inn í framlengingu í hausnum. Þetta var slagurinn um toppinn og hugsanlega höfðu Haukarnir þetta á reynslunni," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars eftir þriggja stiga tap fyrir Haukum í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Haukar höfðu betur í toppslagnum

Haukastúlkur skutust í kvöld á toppinn í Iceland Express deild kvenna með sigri á Hamri 76-73 í uppgjöri toppliðanna á Ásvöllum.

James útilokar ekki að fara frá Cleveland

Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni segist ekki geta lofað því að hann muni semja við lið sitt á ný árið 2010 þegar samningur hans rennur út.

Hamar hefur aldrei unnið Hauka

Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld.

Boston vann án Garnett

Kevin Garnett tók út leikbann er Boston vann sigur á New York á útivelli í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru tíu leikir fram.

KKÍ mun skoða þetta mál

Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir í samtali við Vísi að sambandið muni bregðast við fullyrðingum Damon Bailey.

Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar

„Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.

Yfirlýsingar að vænta frá Grindavík

Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þau ummæli sem Damon Bailey hafði við Vísi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir