Fleiri fréttir

Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann.

Svona er bara staðan á Njarðvík í dag

"Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48.

KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn

KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað.

NBA í nótt: Loksins vann Dallas

Dallas batt enda á fimm leikja taphrinu er liðið vann sigur á New York í nótt, 124-114, þar sem Dirk Nowitzky skoraði 39 stig fyrir Dallas.

Bárum of mikla virðingu fyrir þeim

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks segir að hans menn hafi skort smá trú á sjálfa sig í fyrri hálfleiknum í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Grindavík í Iceland Express deildinni.

Hef ekki áhyggjur á meðan við vinnum

"Ég er kátur með góðan sigur og fína vörn, en sóknarleikurinn hjá okkur er í lægð þessa dagana," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir sigur á Breiðablik í kvöld.

Öruggt hjá Grindavík í Smáranum

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar héldu sínu striki í toppbaráttunni þegar þeir lögðu Blika 79-61 í Smáranum.

Góð byrjun hjá Brynjari

Brynjar Þór Björnsson fór vel af stað með liði sínu Francis Marion í bandaríska háskólaboltanum í gær og jafnaði skólamet í fyrsta leiknum sínum.

Detroit færði Lakers fyrsta tapið

LA Lakers varð í nótt síðasta liðið til að tapa leik í NBA deildinni í vetur þegar liðið lá fyrir Detroit Pistons á heimavelli 106-95.

Tindastóll í þriðja sætið

Tindastóll kom sér í kvöld í þriðja sæti Iceland Express deildar karla með sigri á Skallagrími á heimavelli, 92-67.

Steve Nash í bann fyrir áflog (myndband)

Þrír leikmenn úr NBA deildinni í körfubolta voru í kvöld dæmdir í leikbann vegna átaka sem brutust út í leik Phoenix Suns og Houston Rockets aðfaranótt fimmtudags.

Marbury keyptur út hjá Knicks?

Dagblaðið New York Post greinir frá því í dag að leikstjórnandinn Stephon Marbury hafi átt fund með forseta félagsins þar sem lögð hafi verið drög að því að rifta samningi hans við félagið.

NBA veisla á Stöð 2 Sport í vetur

Stöð 2 Sport mun gera NBA körfuboltanum betri skil en nokkru sinni áður í vetur. Boðið verður upp á fleiri beinar útsendingar bæði frá deildakeppni og úrslitakeppni og þá verður þátturinn NBA Action tekinn til sýninga á ný.

Cleveland vann sjötta leikinn í röð

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann sjötta leikinn í röð þegar liðið skellti Denver á heimavelli 110-99.

Naumur sigur Grindavíkur á Keflavík

Grindavík vann í kvöld eins stigs sigur á Keflavík eftir að hafa verið með mikla forystu í byrjun leiksins. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld.

Troðkóngurinn vill verja titilinn

Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic segist ólmur vilja verja titil sinn sem troðkóngur NBA deildarinnar um stjörnuhelgina í febrúar.

Toppslagur í Grindavík í kvöld

Sjöunda umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum, sem allir hefjast klukkan 19:15.

Fannar í banni gegn KR í kvöld

Fannar Helgason þarf að taka út leikbann í kvöld þegar Stjarnan fær KR í heimsókn í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn

Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli.

Fyrsta tap Hamars

Hamar tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í Iceland Express deild kvenna er liðið tapaði fyrir Keflavík á heimavelli, 90-76.

Hinrich frá í þrjá mánuði

Bakvörðurinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls mun ekki geta leikið með liði sínu næstu þrjá mánuðina. Hinrich var með rifin liðbönd í þumalfingri og hefur gengist undir uppskurð vegna þessa.

Bakvörður skrifar undir hjá Skallagrími

Skallagrímsmenn hafa fengið liðsstyrk í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðið hefur náð samningi við bakvörðinn Miroslav Andonov. Sá er 25 ára gamall bakvörður með króatískt vegabréf og er væntanlegur hingað til lands á föstudag eða laugardag.

Lakers og Atlanta enn taplaus

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers og Atlanta Hawks fögnuðu bæði sigri í nótt og eru einu taplausu liðin í deildinni með sex sigra.

Stjörnuleikir KKÍ verða á Ásvöllum

Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að hinir árlegu stjörnuleikir fari fram fyrir jól að þessu sinni og verður hann haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði þann 13. desember.

Skallagrímur skoðar króatískan bakvörð

Úrvalsdeildarfélagið Skallagrímur keppist nú við að styrkja körfuboltalið sitt í átökunum í Iceland Express deildinni, enda situr það á botni deildarinnar án sigurs.

McDyess látinn fara frá Denver

Framherjinn Antonio McDyess hefur verið leystur undan samningi hjá Denver Nuggets eftir að hann var sendur þangað með Chauncey Billups frá Detroit í skiptum fyrir Allen Iverson á dögunum.

Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki

KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni.

Anthony tapaði hárinu í veðmáli

Það vakti athygli í byrjun tímabils í NBA deildinni að framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets hafði látið klippa sig.

LA Lakers vann stórsigur á Houston

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Liðin sem léku til úrslita í sumar, Boston og LA Lakers, unnu bæði sannfærandi sigra á sterkum mótherjum sínum.

Beljanski aftur til landsins

Igor Beljanski hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms en hann mun einnig spila með liðinu. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu.

María Ben stigahæst hjá Lady Broncs

María Ben Erlingsdóttir byrjar vel í bandaríska háskólaboltanum því hún var stigahæst í fyrsta leik University of Texas-Pan American (UTPA) í nótt þegar hún skoraði 10 stig í 54-58 tapi fyrir Texas A&M-Kingsville.

Helena tryggði TCU sigur í fyrsta leik tímabilsins

Helena Sverrisdóttir byrjaði tímabilið vel í bandaríska háskólaboltanum en hún var stigahæst með tólf stig í 56-55 sigri Texas Christian University (TCU) á Oklahoma City í fyrsta leik tímabilsins í nótt.

NBA í nótt: Fjórði sigur Orlando í röð

Orlando Magic vann í nótt sinn fjórða sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Washington, 106-81. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt.

Tony Parker frá í 2-4 vikur

San Antonio hefur ekki byrjað eins illa í NBA deildinni í meira en tíu ár og ekki vænkaðist hagur liðsins í gær þegar það tapaði fyrir Miami í fyrsta skipti í tólf ár.

Þúsundasti sigur Sloan með Jazz

Jerry Sloan þjálfari Utah Jazz stýrði liði sínu til sigurs í þúsundasta skipti á ferlinum þegar það lagði Oklahoma Thunder í nótt.

Náðum aldrei að koma tuðrunni inn í teig

"Við vorum alveg arfaslakir á löngum köflum í seinni hálfleik og við verðum að fara að koma einhverju flæði í þennan sóknarleik okkar," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells í samtali við Vísi eftir nauman sigur hans manna á Breiðablik í kvöld.

Snæfell lagði Blika í framlengdum leik

Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann sinn fyrsta sigur í vetur þegar liði skellti Tindastól á heimavelli 90-71.

Sjá næstu 50 fréttir