Fleiri fréttir

Snæfellingar unnu Powerade bikarinn

Snæfellingar fögnuðu í dag sigri í Powerade bikarnum í karlaflokki með sigri á KR 72-65 í miklum baráttuleik í Laugardalshöll. Snæfell lenti undir 2-0 í leiknum en hafði undirtökin eftir það og vann verðskuldaðan sigur.

Keflavíkurstúlkur deildarbikarmeistarar

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sigur í Powerade bikarnum í körfubolta í dag þegar þær lögðu lið Hauka í úrslitaleik 95-80. Haukaliðið vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð, en Keflvíkingar sáu til þess að þær endurtaka það ekki í ár.

Spilað til úrslita í dag

Úrslitaleikir Powerade-bikarsins í körfubolta fara fram í Laugardalshöllinni í dag. Klukkan 14.00 mætast Haukar og Keflavík í kvennaflokki og klukkan 16.00 spila karlalið KR og Snæfells til úrslita.

Haukar í úrslitin

Haukar komust í kvöld í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna með sigur á Val í undanúrslitum.

Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14.

Ársmiðar uppseldir hjá Boston

Mikil spenna ríkir nú í Boston eftir að lið Celtics fékk til sín stjörnuleikmennina Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem ársmiðar eru uppseldir hjá félaginu síðan liðið flutti úr gamla Boston-garðinum.

Hardaway vinnur með samkynhneigðum

Körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vinnur nú hörðum höndum að því að bæta fyrir skandalinn sinn fyrir sjö mánuðum þegar hann lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hann hataði homma.

Snæfell og KR leika til úrslita

Það verða SNæfell og KR sem leika til úrslita í Powerade bikarnum í körfubolta. Snæfell lagði Njarðvík nokkuð örugglega í kvöld 85-79 þar sem liðið hafði forystu nánast allan leikinn.

Snæfell leiðir í hálfleik

Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík 44-36 í hálfleik í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Hólmarar hafa verið yfir allan hálfleikinn og leiddu 29-20 eftir fyrsta leikhlutann.

KR í úrslit

KR-ingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í Poweradebikarnum í körfubolta með sannfærandi sigri á Skallagrími 95-70 í Laugardalshöllinni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Snæfell og Njarðvík, en sá leikur hefst klukkan 21.

KR hefur yfir í hálfleik

KR-ingar hafa yfir 45-36 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til leikhlés í undanúrslitaviðureign liðanna í Powerade bikarnum í körfubolta. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og strax að honum loknum eigast við Njarðvík og Snæfell.

Friðrik Stefánsson á leið í hjartaaðgerð

Landsliðsmiðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík getur ekki spilað með liðinu á næstunni, en hann þarf að fara í hjartaaðgerð í næstu viku. Friðrik varð fyrst var við að ekki væri allt með felldu þegar hann féll í yfirlið í leik fyrir tveimur árum.

Keflavík vann KR

Nú er ljóst hvaða fjögur lið komust í undanúrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir að Keflavík vann KR í kvöld.

Shawn Marion vill fara frá Phoenix

Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix Suns í NBA deildinni hefur farið fram á að verða skipt frá félaginu. Hann segist vera orðinn dauðleiður á sífelldum orðrómum um að honum verði skipt í burtu og segir tíma til kominn að breyta til eftir 8 ár í eyðimörkinni.

Haukastúlkur unnu öruggan sigur

Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í Poweradebikarkeppni kvenna þegar Haukastúlkur mættu Snæfelli. Haukaliðið varð meistari á síðasta ári og reyndist talsvert sterkara í þessum leik.

Mikil pressa í Njarðvík

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur skrifað undir samning við Njarðvík og leikur með liðinu í vetur. Hörður hefur leikið með Fjölni undanfarin ár og hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að spila með þeim grænu.

KR og Njarðvík í undanúrslitin

Í gærkvöld varð ljóst hvaða lið leika í undanúrslitum Powerade bikarsins í körfubolta karla. KR lagði Hamar 94-79 og mætir Skallagrími í undanúrslitum og Njarðvíkingar lögðu ÍR 87-80 og mæta því Snæfelli í undanúrslitum. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið.

ÍR og Hamar áfram

Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum í Powerade bikarnum í körfubolta. ÍR-ingar lögðu Fjölni 81-78 í Seljaskóla og Hamar lagði Tindastól í Hveragerði 94-78.

Sjö lið í IE-deild kvenna

Nú er ljóst að aðens sjö lið munu leika í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur, en keppni þar hefst þann 13. október næstkomandi. Leikin verður fjórföld umferð eða 24 leikir á lið.

Sektaður fyrir að setja ÓL fatlaðra

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston Rockets gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja milljón króna sekt frá félaginu þar sem hann mun missa af fyrstu tveimur dögum liðsins í æfingabúðum sem hefjast þann fyrsta næsta mánaðar.

Þór og Skallagrímur áfram

Þór frá Akureyri og Skallagrímur í Borgarnesi tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Borgnesingar lögðu Stjörnuna naumlega á heimavelli 87-84 eftir framlengdan leik og Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga suður með sjó 90-80.

Jasikevicius látinn fara frá Warriors

Golden State Warriors keypti Litháann Sarunas Jasikevicius út úr samningi sínum í dag og er hann því laus allra mála. Bakvörðurinn knái lék vel með landsliði sínu á Evrópumótinu á Spáni á dögunum, en var aldrei í náðinni hjá Indiana eða Golden State í NBA deildinni.

Pippen fetar í fótspor Loga

Körfuknattleiksmaðurinn Scottie Pippen hefur náð samkomulagi við fyrrum félaga Loga Gunnarssonar í ToPo í Finnlandi og mun spila tvo leiki með liðinu í vetur. Pippen varð á sínum tíma sexfaldur NBA meistari með Chicago Bulls og var nálægt því að snúa aftur á síðustu leiktíð. Pippen er 41 árs gamall en fyrrum félagi hans hjá Chicago, Dennis Rodman, spilaði á sínum tíma einn leik með liðinu.

Poweradebikarinn hefst í kvöld

Nú er körfuboltavertíðin hér heima að hefjast á fullu og í kvöld verða spilaðir tveir fyrstu leikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn og Skallagrímur og Stjarnan eigast við í Borgarnesi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Annað kvöld fara fram tveir leikir þar sem ÍR mætir Fjölni og Hamar tekur á móti Tindastól.

Crawford kominn með starfsleyfi á ný

NBA-dómarinn Joey Crawford hefur fengið grænt ljós á að byrja að dæma í deildinni á ný í haust, en hann var settur í bann á síðasta tímabili eftir að hafa farið gróflega yfir strikið í leik San Antonio og Dallas.

Kirilenko vill fara frá Utah

Rússneski landsliðsmaðurinn Andrei Kirilenko hefur farið þes á leit við forráðamenn Utah Jazz að verða skipt frá félaginu. Kirilenko var kjörinn verðmætasti leikmaðurinn á nýafstöðnu Evrópumóti landsliða, en átti vægast sagt ömurlegt tímabil með NBA liðinu síðasta vetur.

KR vann Reykjavíkurmeistaratitilinn

KR varð í kvöld Reykjavíkurmeistari í körfubolta með því að vinna ÍR á heimavelli sínum. KR-ingar urðu Íslandsmeistarar á síðasta tímabili og voru þeir sterkari í leiknum í kvöld og unnu 89-73.

Rússar Evrópumeistarar í körfubolta

Rússar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Spánverja í úrslitum Evrópumótsins í körfubolta sem fór einmitt fram á Spáni. Jon Robert Holden skoraði sigurkörfu leiksins þegar tvær sekúndur voru til leiksloka.

Leikir Portland teknir af sjónvarpsdagskrá

Lið Portland Trailblazers varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar ljóst varð að miðherji liðsins Greg Oden gæti ekki spilað á nýliðaárinu vegna hnéuppskurðar. Þetta kemur sér vitanlega afar illa fyrir liðið, en ekki bara innan vallar.

Stelpurnar luku keppni á sigri

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta batt í kvöld enda á sumarvertíðina hjá landsliðunum með góðum sigri á Írum í Dublin 67-62. Þetta var fyrsti útisigur liðsins í Evrópukeppni og tryggði hann því þriðja sætið í riðlinum á eftir Hollendingum og Norðmönnum. Helena Sverrisdóttir skoraði 33 stig og hirti 12 fráköst fyrir íslenska liðið.

Rússar og Spánverjar leika til úrslita á EM í körfu

Það verða Rússar og Spánverjar sem leika til úrslita á Evrópumóti landsliða í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Rússar unnu glæstan sigur á Litháum í undanúrslitum 86-74. Rússarnir höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins og leika nú til úrslita á Evrópumóti í fyrsta sinn síðan árið 1993.

Spánverjar í úrslit á EM

Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í körfubolta þegar liðið lagði Grikki 82-77 í undanúrslitum. Pau Gasol og Javier Navarro skoruðu 23 stig fyrir Spán og Jose Calderon 18, en Vasileios Spanoulis var langbestur í liði Grikkja með 24 stig og 5 stoðsendingar. Spánverjar mæta Rússum eða Litháum í úrslitum á morgun.

Króatar og Þjóðverjar í undankeppni ÓL 2008

Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér í dag keppnisrétt í undankeppni Ólympíuleikanna í körfubolta þegar liðin unnu leiki sína í keppninni um 5-8. sætið á EM á Spáni. Króatar lögðu Frakka 86-69 og Slóvenar klúðruðu öðrum leik sínum í röð á lokasprettinum þegar þeir lágu 69-65 fyrir Þjóðverjum.

Spenna á Spáni

Litháen og Grikkland komust í kvöld í undanúrslitin á Evrópumótinu í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins en með þeim lauk átta liða úrslitum keppninnar.

Nelson verður áfram með Warriors

Hinn þrautreyndi þjálfari Don Nelson hefur nú loksins náð samkomulagi við Golden State Warriors um að stýra því að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar í Kaliforníu greindu frá því í dag að Nelson fái umtalsverða launahækkun á síðustu tveimur árunum af gamla samningnum.

Harris framlengir við Dallas

Leikstjórnandinn Devin Harris hjá Dallas Mavericks hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagð og fær í laun um 42 dollara á samningstímanum eða um 2,7 milljarða króna. Harris er 24 ára gamall og hefur með þessu verið ráðinn sem leikstjórnandi framtíðarinnar hjá Dallas. Hann skoraði rúm 10 stig að meðaltali í leik með Dallas á síðustu leiktíð.

Greg Oden úr leik hjá Portland

NBA lið Portland Trailblazers varð fyrir gríðarlegu áfalli í dag þegar í ljós kom að nýliði liðsins Greg Oden þarf að fara í stóran hnéuppskurð og spilar því líklega ekkert með liðinu í vetur. Oden var valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og bundu forráðamenn Portland miklar vonir við piltinn.

Rússland og Spánn í undanúrslit

Fyrri tveir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta fóru fram í kvöld. Rússar eru komnir í undanúrslit á stórmóti í fyrsta sinn í tíu ár eftir sigur á Frakklandi. Þá komust heimamenn í Spáni áfram í undanúrslit með sigri á Þýskalandi.

Þýskaland komst áfram

Keppni í milliriðlum á Evrópumótinu í körfubolta er lokið og ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum. Lokaumferðin í milliriðli B fór fram í kvöld en Þjóðverjar náðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina með því að leggja Ítalíu 67-58.

Auðvelt hjá ÍR og KR

Tveir leikir fóru fram á Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöldi og voru þeir ekki sérlega spennandi. KR-ingar völtuðu yfir Fjölni á útivelli 111-72 og ÍR vann sannfærandi sigur á Val 91-61 í Seljaskóla.

Portúgal og Ísrael úr leik

Í kvöld lauk keppni í milliriðli A á Evrópumótinu í körfubolta. Spánn, Rússland og Grikkland unnu sína leiki og eru allar þjóðirnar komnar áfram ásamt landsliði Króatíu.

Greg Oden þarf í aðgerð á hné

Miðherjinn Greg Oden sem Portland Trailblazers valdi fyrstan í nýliðavalinu í NBA í sumar, þarf að gangast undir aðgerð á hné í vikunni. Oden hefur fundið til í hnénu í sumar og eftir rannsókn komu í ljós nokkrar brjóskskemmdir sem laga þarf með aðgerð. Aðgerðin verður framkvæmd í vikunni en ekki er hægt að segja til um hvenær hann verður orðinn klár í slaginn fyrr en eftir aðgerðina.

Slóvenía vann Þýskaland örugglega

Næstsíðasta umferðin í milliriðli B á Evrópumótinu í körfubolta fór fram í kvöld. Ítalía, Litháen og Slóvenía unnu sína leiki. Þjóðverjar töpuðu þriðja leiknum í röð og þurfa þeir að vinna Ítalíu í lokaumferð riðilsins til að komast í úrslitakeppnina.

Sjá næstu 50 fréttir