Körfubolti

Slóvenía vann Þýskaland örugglega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Slóvenía vann Þýskaland.
Slóvenía vann Þýskaland.

Næstsíðasta umferðin í milliriðli B á Evrópumótinu í körfubolta fór fram í kvöld. Ítalía, Litháen og Slóvenía unnu sína leiki. Þjóðverjar töpuðu þriðja leiknum í röð og þurfa þeir að vinna Ítalíu í lokaumferð riðilsins til að komast í úrslitakeppnina.

Þjóðverjar þurftu að játa sig sigraða gegn Slóveníu 47-77. Matjas Smodis skoraði 22 stig fyrir Slóvena sem unnu þarna sinn fimmta sigur í röð. Litháar unnu einnig sinn fimmta sigur í röð þegar þeir lögðu Frakka 88-73. Ramunas Siskauskas skoraði nítján stig fyrir Litháen.

Þá vann Ítalía sigur á Tyrklandi eftir framlengdan leik 84-75.

Úrslit kvöldsins

Ítalía - Tyrkland 84-75

Litháen - Frakkland 88-73

Þýskaland - Slóvenía 47-77

Staðan í milliriðli B

Slóvenía - 8 stig

Litháen - 8 stig

Frakkland - 6 stig

Ítalía - 5 stig

Þýskaland - 5 stig

Tyrkland - 4 stig

Þess má geta að lokaumferðin í hinum milliriðlinum fer fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×