Fleiri fréttir Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld. 8.9.2007 11:30 Blikar lögðu Keflvíkinga Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga. 7.9.2007 14:39 Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir. 7.9.2007 13:47 Allan Houston 90% viss um að snúa aftur Skotbakvörðurinn Allan Houston segist nú vera 90-95% viss um að taka skóna fram á ný í NBA deildinni í vetur. Houston er bókaður á lokaðar æfingar hjá nokkrum óuppgefnum liðum á næstu dögum og segist vera búinn að ná sér að fullu af hnémeiðslum sem neyddu hann til að hætta að spila fyrir tveimur árum. Hann er 36 ára gamall og hefur verið orðaður hvað sterkast við Dallas og Cleveland. 6.9.2007 14:41 Reykjanesmótið í körfu hefst í dag Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15. 6.9.2007 14:35 Gasol aðvarar félaga sína Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84. 6.9.2007 12:02 Versti árangur Serba í 60 ár Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð. 6.9.2007 11:35 Sigurður: Breiddin í hópnum er mikil "Leikstíll okkar er auðveldari að eiga við á upphafsmínútum leiksins, en þegar líða tekur á er eins gott að mótherjinn sé tilbúinn að spila á móti svona vörn í 40 mínútur. Það var virkilega gaman að sjá samheldnina í hópnum í varnarleiknum og hvað menn voru duglegir að finna þann sem var heitur í sókninni," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Austurríkismönnum í gærkvöld. 6.9.2007 10:22 Kom ekki annað til greina en að klára með sigri "Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum. 6.9.2007 10:04 Glæsilegur sigur Íslands á Austurríki Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Austurríki í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var í Laugardalshöll. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa en hitnaði síðan hratt og vann á endanum 91-77. 5.9.2007 20:45 Milliriðlarnir orðnir ljósir Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu. 5.9.2007 22:35 Shaquille O´Neal skilur við konu sína Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur sótt um skilnað við konu sína Shaunie, en þau hafa verið gift í tæp fimm ár. Saman eiga þau fimm börn og hætt er við að lögmenn þeirra hafi nóg að gera á næstunni því O´Neal rakar inn um 1,3 milljörðum króna í árslaun og þá eru aðeins talin laun hans hjá Heat. Hús þeirra hjóna hefur verið sett á sölu í Miami og kostar það litla tvo milljarða króna. 5.9.2007 12:25 Ætla að ljúka keppni með stæl Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. 5.9.2007 11:03 Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum. 5.9.2007 09:27 Austurríkismenn leiða í hálfleik Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn. 5.9.2007 19:56 Heimamenn á sigurbraut Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst. 4.9.2007 21:24 Grikkir unnu Serba naumlega Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið. 4.9.2007 20:51 Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin. 3.9.2007 21:28 Rússar lögðu Serba Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig. 3.9.2007 19:23 Viðtal við Boris Diaw Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið. 3.9.2007 18:45 Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. 3.9.2007 12:36 Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. 3.9.2007 08:00 Bandaríska körfuboltaliðið á leið til Peking Bandarísku NBA-stjörnurnar voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Peking sem fram fara næsta sumar. Bandaríkjamenn rúlluðu yfir Púertó Ríkó, 135-91, og tryggðu sér með því farseðilinn til Peking en þess má geta að Púertó Ríkó lagði Bandaríkin á Ólympíuleikunum í Aþenu í eftirminnilegum leik. 3.9.2007 07:00 Sigur í Lúxemborg Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36. 3.9.2007 04:30 A-deildin úr sögunni hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. 2.9.2007 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld. 8.9.2007 11:30
Blikar lögðu Keflvíkinga Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga. 7.9.2007 14:39
Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir. 7.9.2007 13:47
Allan Houston 90% viss um að snúa aftur Skotbakvörðurinn Allan Houston segist nú vera 90-95% viss um að taka skóna fram á ný í NBA deildinni í vetur. Houston er bókaður á lokaðar æfingar hjá nokkrum óuppgefnum liðum á næstu dögum og segist vera búinn að ná sér að fullu af hnémeiðslum sem neyddu hann til að hætta að spila fyrir tveimur árum. Hann er 36 ára gamall og hefur verið orðaður hvað sterkast við Dallas og Cleveland. 6.9.2007 14:41
Reykjanesmótið í körfu hefst í dag Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15. 6.9.2007 14:35
Gasol aðvarar félaga sína Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84. 6.9.2007 12:02
Versti árangur Serba í 60 ár Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð. 6.9.2007 11:35
Sigurður: Breiddin í hópnum er mikil "Leikstíll okkar er auðveldari að eiga við á upphafsmínútum leiksins, en þegar líða tekur á er eins gott að mótherjinn sé tilbúinn að spila á móti svona vörn í 40 mínútur. Það var virkilega gaman að sjá samheldnina í hópnum í varnarleiknum og hvað menn voru duglegir að finna þann sem var heitur í sókninni," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Austurríkismönnum í gærkvöld. 6.9.2007 10:22
Kom ekki annað til greina en að klára með sigri "Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum. 6.9.2007 10:04
Glæsilegur sigur Íslands á Austurríki Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Austurríki í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var í Laugardalshöll. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa en hitnaði síðan hratt og vann á endanum 91-77. 5.9.2007 20:45
Milliriðlarnir orðnir ljósir Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu. 5.9.2007 22:35
Shaquille O´Neal skilur við konu sína Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur sótt um skilnað við konu sína Shaunie, en þau hafa verið gift í tæp fimm ár. Saman eiga þau fimm börn og hætt er við að lögmenn þeirra hafi nóg að gera á næstunni því O´Neal rakar inn um 1,3 milljörðum króna í árslaun og þá eru aðeins talin laun hans hjá Heat. Hús þeirra hjóna hefur verið sett á sölu í Miami og kostar það litla tvo milljarða króna. 5.9.2007 12:25
Ætla að ljúka keppni með stæl Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. 5.9.2007 11:03
Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum. 5.9.2007 09:27
Austurríkismenn leiða í hálfleik Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn. 5.9.2007 19:56
Heimamenn á sigurbraut Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst. 4.9.2007 21:24
Grikkir unnu Serba naumlega Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið. 4.9.2007 20:51
Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin. 3.9.2007 21:28
Rússar lögðu Serba Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig. 3.9.2007 19:23
Viðtal við Boris Diaw Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið. 3.9.2007 18:45
Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. 3.9.2007 12:36
Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni. 3.9.2007 08:00
Bandaríska körfuboltaliðið á leið til Peking Bandarísku NBA-stjörnurnar voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Peking sem fram fara næsta sumar. Bandaríkjamenn rúlluðu yfir Púertó Ríkó, 135-91, og tryggðu sér með því farseðilinn til Peking en þess má geta að Púertó Ríkó lagði Bandaríkin á Ólympíuleikunum í Aþenu í eftirminnilegum leik. 3.9.2007 07:00
Sigur í Lúxemborg Karlalandsliðið gerði góða ferð til Lúxemborgar um helgina þar sem heimamenn voru lagðir með 89 stigum gegn 73. Góður sigur hjá íslenska liðinu sem var undir í leikhléi, 49-36. 3.9.2007 04:30
A-deildin úr sögunni hjá stelpunum Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. 2.9.2007 09:30