Körfubolti

Keflavíkurstúlkur deildarbikarmeistarar

Keflavíkurstúlkur eru strax komnar með bikar í safnið
Keflavíkurstúlkur eru strax komnar með bikar í safnið Mynd/Valli

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sigur í Powerade bikarnum í körfubolta í dag þegar þær lögðu lið Hauka í úrslitaleik 95-80. Haukaliðið vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð, en Keflvíkingar sáu til þess að þær endurtaka það ekki í ár.

Miklar sveiflur voru í úrslitaleiknum í dag þar sem fyrsti leikhlutinn var eign Hauka en Keflavík tók öll völd í öðrum leikhlutanum. Staðan 48-44 í hálfleik fyrir Keflavík. Í síðari hálfleiknum misstu Haukar svo Kieru Harding meidda af velli og segja má að það hafi sett strik í reikninginn hjá Hafnarfjarðarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×