Fleiri fréttir

Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram

Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21.

Sandra skoraði 14 í naumum sigri Álaborgar

Sandra Erlingsdóttir átti sannkallaðan stórleik í liði EH Álaborgar er liðið vann tveggja marka útisigur gegn DHG Óðinsvé í dönsku B-deildinni í handbolta í dag, 32-30.

Um­fjöllun og við­töl: Valur - ÍBV 29-23 | Lygi­leg frammi­staða Lovísu

Nýkrýndir bikarmeistarar Vals unnu góðan sex marka sigur á ÍBV en Valskonur höfðu einnig betur er liðin mættust í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins fyrir rúmri viku. Lokatölur á Hlíðarenda í dag 29-23. Segja má að Lovísa Thompson hafi stolið senunni í dag en hún skoraði alls 15 mörk. 

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

„Liðið hefur þroskast gríðarlega“

Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar.

„Stríð er það versta sem til er“

Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

Darri fer til Parísar eftir tímabilið

Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry.

Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni

Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum.

Sjá næstu 50 fréttir