Fleiri fréttir Aron Pálmarsson spilar aftur með FH Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn. 29.6.2011 23:00 Valur semur við þrjá í handboltanum Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH. 29.6.2011 21:45 Einar Ingi samdi við Mors Thy Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson leikur í Danmörku næsta vetur en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors Thy. Hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Nordhorn. 28.6.2011 11:54 FH gæti mætt Þýskalandsmeisturunum Fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að vinna sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar bíður liðsins spennandi riðill í keppninni þar sem meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg eru í riðlinum. Það er því að miklu að keppa fyrir FH-inga. 28.6.2011 10:28 Bielecki og Lijewski koma ekki til AGK Danska Ekstra Bladet greinir frá því í dag að pólsku skytturnar Karol Bielecki og Krysztof Lijewski muni ekki ganga í raðir danska ofurliðsins AGK í sumar. 27.6.2011 17:00 FH mætir Haslum í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 27.6.2011 15:16 Björgvin Páll í liði ársins Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins. 25.6.2011 16:45 Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar. 24.6.2011 15:43 Andri Stefan samdi við Val Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar miðjumaðurinn öflugi, Andri Stefán, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. 23.6.2011 19:01 Andersson kominn til AG Svíinn Magnus Andersson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá AG Kaupmannahöfn. 23.6.2011 12:15 Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. 23.6.2011 07:30 Mors Thy vill fá Einar Inga í sínar raðir Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir er að öllum líkindum á leið til Danmerkur en þau léku bæði með þýskum liðum síðasta vetur. Þau komu frá Danmörku í gær þar sem Einar Ingi var í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy sem hefur gert Einari Inga samningstilboð. Einar Ingi tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri svo gott sem búinn að ná saman við danska liðið en þó væru enn lausir endar. 23.6.2011 06:45 Sigurbergur samdi við Basel Sigurbergur Sveinsson, fyrrum leikmaður Hauka, er genginn til liðs við svissneska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið. 22.6.2011 16:45 Fram fær liðstyrk í handboltanum Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur. 16.6.2011 16:45 Sebastian Alexanderson í Fram Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. 16.6.2011 09:15 Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. 15.6.2011 22:57 Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum. 15.6.2011 19:15 Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena. 15.6.2011 18:15 Björgvin Páll: Líst ágætlega á riðilinn Björgvini Páli Gústavssyni markverði íslenska landsliðsins í handknattleik líst ágætlega á riðil Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik. 15.6.2011 11:30 Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu. 15.6.2011 10:08 Tomas Svensson til Rhein-Neckar Löwen Sænski markvörðurinn Tomas Svensson hefur gengið frá samningi við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen. Svensson er ráðinn sem markmannsþjálfari en mun leysa Goran Stojanovic af fyrri hluta næsta tímabils. 14.6.2011 17:30 Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við. 14.6.2011 07:00 Aron búinn að vera flottur í Höllinni á þessu ári Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er búinn að spila mjög vel í þeim fjórum leikjum sem íslenska karlalandsliðið hefur spilað í Laugardalshöllinni á þessu ári. 13.6.2011 22:45 Ísland í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM 2012 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verðu í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Serbíu daganna 15.-29. janúar 2012. 13.6.2011 16:45 Björgvin Þór á leið til þýska liðsins Rheinland Björgvin Þór Hólmgeirsson sem leikið hefur með Haukum í N1 deild karla í handbolta undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska liðið Rheinland sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor. 13.6.2011 13:52 Löngu og ströngu tímabili hjá Gumma lauk með stórsigri - myndir Það hefur verið nóg að gera hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara íslenska handboltalandsliðsins á þessu tímabili því auk þess að þjálfa íslenska landsliðið þá hefur hann staðið í ströngu með þýska liðinu Rhein Neckar Löwen. 13.6.2011 11:30 Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum. 13.6.2011 10:30 Ísland á sjöunda EM í röð eftir stórsigur á Austurríki Strákarnir okkar eru komnir á enn eitt stórmótið eftir frábæran fimmtán marka sigur á Austurríki, 44-29, í Laugardalshöllinni í dag en þetta var síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum. Ísland er því komið í úrslitakeppnina í Serbíu á næsta ári ásamt Þjóðverjum sem unnu riðilinn með því að vinna léttan sigur á Lettum fyrr í dag. Þetta verður sjöunda Evrópumótið í röð þar sem íslenska karlalandsliðið er meðal þátttakenda. 12.6.2011 17:56 Guðjón: Erum öruggir með okkur í þessari höll „Það gekk flest upp það sem við lögðum upp með í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríki og í leiðinni miða á Evrópumótið í Serbíu. 12.6.2011 20:15 Björgvin: Gaman að geta glatt þjóðina í janúar „Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012. 12.6.2011 19:14 Róbert: Alltaf jafn gaman að spila svona leiki „Tilfinningin breytist aldrei, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríkismönnum í síðasta leik riðilsins. 12.6.2011 19:06 Guðmundur: Við slóum varla feilnótu í leiknum "Liðið spilaði frábærlega á öllum sviðum hér í dag og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækinn 15 marka sigur á Austurríkismönnum. 12.6.2011 18:57 Sverre: Þeir áttu aldrei séns "Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári. 12.6.2011 18:46 Arnór: 2012 verður stórt ár „Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag. 12.6.2011 18:27 Hreiðar Levý er genginn til liðs við Nøtterøy Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Nøtterøy en samningurinn er til eins árs. 12.6.2011 17:15 Stelpurnar okkar komust á HM í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst í dag í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót þegar þær gerðu jafntefli, 24-24, gegn Úkraínu ytra í síðari umspilsleik liðanna, en íslensku stelpurnar unnu fyrri leikinn hér heima með 19 marka mun sem verður að teljast heldur gott veganesti. 12.6.2011 16:30 Komast strákarnir okkar á enn eitt stórmótið? Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verður í eldlínunni í Laugardalshöllinni nú síðdegis þegar liðið mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012. 12.6.2011 15:45 Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk. 12.6.2011 09:00 Björgvin Páll: Þurfum að ná upp vörninni okkar Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik segir vörn og hraðaupphlaup geta ráðið úrslitum í leiknum gegn Austurríki á morgun. 11.6.2011 23:30 Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári. 11.6.2011 22:30 Óli einu marki frá 1500 - Alex vantar tvö mörk í 500 Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson eiga báðir góða möguleika á að skora tímamótamörk í leiknum mikilvæga á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu sæti á EM í Serbíu en austurríska liðinu nægir jafntefli í leiknum sem hefst klukkan 16.30. 11.6.2011 09:00 Guðmundur: Austurríkismenn hafa reynst okkur erfiðir „Við getum ekki leyft okkur að spila með sama hætti gegn Austurríkismönnum og við gerðum á miðvikudaginn gegn Lettum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Fundurinn fór fram strax eftir æfingu íslenska landsliðsins. 10.6.2011 16:00 Aron var sprækur á æfingu í dag - meiri óvissa með Snorra Stein Íslenska handboltalandsliðið mætir Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar næstkomandi. Íslenska liðið leik án tveggja aðalleikstjórnenda sinna í sigrinum á Lettlandi í vikunni en landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að þeir verði með á sunnudaginn. 10.6.2011 15:30 Austurríska landsliðið mætt til Íslands - Aron líklega leikfær Ljóst er að landslið austurríkis í handknattleik ætlar sér stóra hluti í viðureign sinni gegn Íslandi á sunnudag. Landsliðið kom til landsins í gær. Algengt er að landslið mæti til leiks daginn fyrir leik en Austurríkismenn eru tímanlega á ferðinni. 10.6.2011 11:30 Danir, Norðmenn og Svíar til Serbíu Frændur okkar Danir, Norðmenn og Svíar tryggðu sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þjóðirnar unnu leiki sína í undankeppninni í gær. Íslandi dugar sigur gegn Austurríki í leik liðanna á sunnudag til þess að komast áfram. 9.6.2011 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Aron Pálmarsson spilar aftur með FH Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn. 29.6.2011 23:00
Valur semur við þrjá í handboltanum Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH. 29.6.2011 21:45
Einar Ingi samdi við Mors Thy Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson leikur í Danmörku næsta vetur en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors Thy. Hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Nordhorn. 28.6.2011 11:54
FH gæti mætt Þýskalandsmeisturunum Fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að vinna sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar bíður liðsins spennandi riðill í keppninni þar sem meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg eru í riðlinum. Það er því að miklu að keppa fyrir FH-inga. 28.6.2011 10:28
Bielecki og Lijewski koma ekki til AGK Danska Ekstra Bladet greinir frá því í dag að pólsku skytturnar Karol Bielecki og Krysztof Lijewski muni ekki ganga í raðir danska ofurliðsins AGK í sumar. 27.6.2011 17:00
FH mætir Haslum í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 27.6.2011 15:16
Björgvin Páll í liði ársins Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins. 25.6.2011 16:45
Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar. 24.6.2011 15:43
Andri Stefan samdi við Val Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar miðjumaðurinn öflugi, Andri Stefán, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. 23.6.2011 19:01
Andersson kominn til AG Svíinn Magnus Andersson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá AG Kaupmannahöfn. 23.6.2011 12:15
Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. 23.6.2011 07:30
Mors Thy vill fá Einar Inga í sínar raðir Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir er að öllum líkindum á leið til Danmerkur en þau léku bæði með þýskum liðum síðasta vetur. Þau komu frá Danmörku í gær þar sem Einar Ingi var í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy sem hefur gert Einari Inga samningstilboð. Einar Ingi tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri svo gott sem búinn að ná saman við danska liðið en þó væru enn lausir endar. 23.6.2011 06:45
Sigurbergur samdi við Basel Sigurbergur Sveinsson, fyrrum leikmaður Hauka, er genginn til liðs við svissneska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið. 22.6.2011 16:45
Fram fær liðstyrk í handboltanum Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur. 16.6.2011 16:45
Sebastian Alexanderson í Fram Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi. 16.6.2011 09:15
Þorgerður Anna Atladóttir búin að semja við Val Þorgerður Anna Atladóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals í kvennahandboltanum og mun spila með liðinu næstu tvo tímabilin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. 15.6.2011 22:57
Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum. 15.6.2011 19:15
Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena. 15.6.2011 18:15
Björgvin Páll: Líst ágætlega á riðilinn Björgvini Páli Gústavssyni markverði íslenska landsliðsins í handknattleik líst ágætlega á riðil Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik. 15.6.2011 11:30
Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu. 15.6.2011 10:08
Tomas Svensson til Rhein-Neckar Löwen Sænski markvörðurinn Tomas Svensson hefur gengið frá samningi við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen. Svensson er ráðinn sem markmannsþjálfari en mun leysa Goran Stojanovic af fyrri hluta næsta tímabils. 14.6.2011 17:30
Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við. 14.6.2011 07:00
Aron búinn að vera flottur í Höllinni á þessu ári Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er búinn að spila mjög vel í þeim fjórum leikjum sem íslenska karlalandsliðið hefur spilað í Laugardalshöllinni á þessu ári. 13.6.2011 22:45
Ísland í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM 2012 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verðu í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Serbíu daganna 15.-29. janúar 2012. 13.6.2011 16:45
Björgvin Þór á leið til þýska liðsins Rheinland Björgvin Þór Hólmgeirsson sem leikið hefur með Haukum í N1 deild karla í handbolta undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska liðið Rheinland sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor. 13.6.2011 13:52
Löngu og ströngu tímabili hjá Gumma lauk með stórsigri - myndir Það hefur verið nóg að gera hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara íslenska handboltalandsliðsins á þessu tímabili því auk þess að þjálfa íslenska landsliðið þá hefur hann staðið í ströngu með þýska liðinu Rhein Neckar Löwen. 13.6.2011 11:30
Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum. 13.6.2011 10:30
Ísland á sjöunda EM í röð eftir stórsigur á Austurríki Strákarnir okkar eru komnir á enn eitt stórmótið eftir frábæran fimmtán marka sigur á Austurríki, 44-29, í Laugardalshöllinni í dag en þetta var síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum. Ísland er því komið í úrslitakeppnina í Serbíu á næsta ári ásamt Þjóðverjum sem unnu riðilinn með því að vinna léttan sigur á Lettum fyrr í dag. Þetta verður sjöunda Evrópumótið í röð þar sem íslenska karlalandsliðið er meðal þátttakenda. 12.6.2011 17:56
Guðjón: Erum öruggir með okkur í þessari höll „Það gekk flest upp það sem við lögðum upp með í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríki og í leiðinni miða á Evrópumótið í Serbíu. 12.6.2011 20:15
Björgvin: Gaman að geta glatt þjóðina í janúar „Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012. 12.6.2011 19:14
Róbert: Alltaf jafn gaman að spila svona leiki „Tilfinningin breytist aldrei, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríkismönnum í síðasta leik riðilsins. 12.6.2011 19:06
Guðmundur: Við slóum varla feilnótu í leiknum "Liðið spilaði frábærlega á öllum sviðum hér í dag og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækinn 15 marka sigur á Austurríkismönnum. 12.6.2011 18:57
Sverre: Þeir áttu aldrei séns "Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári. 12.6.2011 18:46
Arnór: 2012 verður stórt ár „Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag. 12.6.2011 18:27
Hreiðar Levý er genginn til liðs við Nøtterøy Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Nøtterøy en samningurinn er til eins árs. 12.6.2011 17:15
Stelpurnar okkar komust á HM í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst í dag í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót þegar þær gerðu jafntefli, 24-24, gegn Úkraínu ytra í síðari umspilsleik liðanna, en íslensku stelpurnar unnu fyrri leikinn hér heima með 19 marka mun sem verður að teljast heldur gott veganesti. 12.6.2011 16:30
Komast strákarnir okkar á enn eitt stórmótið? Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verður í eldlínunni í Laugardalshöllinni nú síðdegis þegar liðið mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012. 12.6.2011 15:45
Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk. 12.6.2011 09:00
Björgvin Páll: Þurfum að ná upp vörninni okkar Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik segir vörn og hraðaupphlaup geta ráðið úrslitum í leiknum gegn Austurríki á morgun. 11.6.2011 23:30
Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári. 11.6.2011 22:30
Óli einu marki frá 1500 - Alex vantar tvö mörk í 500 Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson eiga báðir góða möguleika á að skora tímamótamörk í leiknum mikilvæga á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu sæti á EM í Serbíu en austurríska liðinu nægir jafntefli í leiknum sem hefst klukkan 16.30. 11.6.2011 09:00
Guðmundur: Austurríkismenn hafa reynst okkur erfiðir „Við getum ekki leyft okkur að spila með sama hætti gegn Austurríkismönnum og við gerðum á miðvikudaginn gegn Lettum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Fundurinn fór fram strax eftir æfingu íslenska landsliðsins. 10.6.2011 16:00
Aron var sprækur á æfingu í dag - meiri óvissa með Snorra Stein Íslenska handboltalandsliðið mætir Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar næstkomandi. Íslenska liðið leik án tveggja aðalleikstjórnenda sinna í sigrinum á Lettlandi í vikunni en landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að þeir verði með á sunnudaginn. 10.6.2011 15:30
Austurríska landsliðið mætt til Íslands - Aron líklega leikfær Ljóst er að landslið austurríkis í handknattleik ætlar sér stóra hluti í viðureign sinni gegn Íslandi á sunnudag. Landsliðið kom til landsins í gær. Algengt er að landslið mæti til leiks daginn fyrir leik en Austurríkismenn eru tímanlega á ferðinni. 10.6.2011 11:30
Danir, Norðmenn og Svíar til Serbíu Frændur okkar Danir, Norðmenn og Svíar tryggðu sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þjóðirnar unnu leiki sína í undankeppninni í gær. Íslandi dugar sigur gegn Austurríki í leik liðanna á sunnudag til þess að komast áfram. 9.6.2011 11:00