Fleiri fréttir

Aron Pálmarsson spilar aftur með FH

Stórskyttan Aron Pálmarsson mun klæðast FH-treyjunni á nýjan leik á föstudagskvöld þegar Íslandsmeistararnir mæta U-19 ára landsliði Íslands í æfingaleik. Leikurinn verður einnig kveðjuleikur Ólafs Guðmundssonar með FH en hann heldur á næstunni til Danmerkur þar sem hann mun spila með AG Kaupmannahöfn.

Valur semur við þrjá í handboltanum

Handknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga sína við Orra Frey Gíslason og Sturlu Ásgeirsson. Þá gekk markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson til liðs við félagið frá FH.

Einar Ingi samdi við Mors Thy

Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson leikur í Danmörku næsta vetur en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors Thy. Hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Nordhorn.

FH gæti mætt Þýskalandsmeisturunum

Fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að vinna sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar bíður liðsins spennandi riðill í keppninni þar sem meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg eru í riðlinum. Það er því að miklu að keppa fyrir FH-inga.

Bielecki og Lijewski koma ekki til AGK

Danska Ekstra Bladet greinir frá því í dag að pólsku skytturnar Karol Bielecki og Krysztof Lijewski muni ekki ganga í raðir danska ofurliðsins AGK í sumar.

FH mætir Haslum í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Björgvin Páll í liði ársins

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn í lið ársins í svissnesku úrvalsdeildinni af vefsíðunni handballworld.com. Hann kom einnig til greina sem handknattleiksmaður ársins.

Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid

Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar.

Andri Stefan samdi við Val

Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í dag þegar miðjumaðurinn öflugi, Andri Stefán, skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Andersson kominn til AG

Svíinn Magnus Andersson, fyrrum landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur verið ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá AG Kaupmannahöfn.

Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni

Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik.

Mors Thy vill fá Einar Inga í sínar raðir

Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir er að öllum líkindum á leið til Danmerkur en þau léku bæði með þýskum liðum síðasta vetur. Þau komu frá Danmörku í gær þar sem Einar Ingi var í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy sem hefur gert Einari Inga samningstilboð. Einar Ingi tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri svo gott sem búinn að ná saman við danska liðið en þó væru enn lausir endar.

Sigurbergur samdi við Basel

Sigurbergur Sveinsson, fyrrum leikmaður Hauka, er genginn til liðs við svissneska félagið RTV 1879 Basel og gerði hann eins árs samning við félagið.

Fram fær liðstyrk í handboltanum

Ægir Hrafn Jónsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Ægir Hrafn sem lék með Gróttu á síðasta tímabili var valinn besti varnarmaður 1. deildar síðasta vetur.

Sebastian Alexanderson í Fram

Markvörðurinn Sebastian Alexanderson hefur samið við handknattleiksdeild Fram um að leika með karlaliði félagsins á komandi leiktíð. Sebastian, sem verður 42 ára í haust, hefur undanfarin ár þjálfað og leikið með Selfossi.

Handboltasérfræðingur Dana: Danir öryggir í undanúrslitin

Bent Nyegaard, fyrrum þjálfari ÍR og Fram og helsti handboltasérfræðingur Dana segir að danska landsliðið hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í riðla á EM í Serbíu í dag. Danir lentu í riðli með Serbum, Slóvökum og Pólverjum og sleppa við Frakka, Spánverja og Króata í milliriðlinum.

Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt

Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena.

Ísland í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu

Ísland verður með Króatíu, Noregi og Slóveníu í D-riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Leikir Íslands fara fram í borginni Vrsac í austurhluta Serbíu.

Tomas Svensson til Rhein-Neckar Löwen

Sænski markvörðurinn Tomas Svensson hefur gengið frá samningi við þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen. Svensson er ráðinn sem markmannsþjálfari en mun leysa Goran Stojanovic af fyrri hluta næsta tímabils.

Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku

Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við.

Björgvin Þór á leið til þýska liðsins Rheinland

Björgvin Þór Hólmgeirsson sem leikið hefur með Haukum í N1 deild karla í handbolta undanfarin tvö ár hefur ákveðið að ganga til liðs við þýska liðið Rheinland sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor.

Strákarnir okkar í sumarfrí með stæl - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu á næsta ári með því rassskella Austurríkismenn í Laugardalshöllinni í gær. Strákarnir okkar unnu fimmtán marka sigur og tryggði sér annað sætið í riðlinum.

Ísland á sjöunda EM í röð eftir stórsigur á Austurríki

Strákarnir okkar eru komnir á enn eitt stórmótið eftir frábæran fimmtán marka sigur á Austurríki, 44-29, í Laugardalshöllinni í dag en þetta var síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum. Ísland er því komið í úrslitakeppnina í Serbíu á næsta ári ásamt Þjóðverjum sem unnu riðilinn með því að vinna léttan sigur á Lettum fyrr í dag. Þetta verður sjöunda Evrópumótið í röð þar sem íslenska karlalandsliðið er meðal þátttakenda.

Guðjón: Erum öruggir með okkur í þessari höll

„Það gekk flest upp það sem við lögðum upp með í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríki og í leiðinni miða á Evrópumótið í Serbíu.

Björgvin: Gaman að geta glatt þjóðina í janúar

„Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012.

Róbert: Alltaf jafn gaman að spila svona leiki

„Tilfinningin breytist aldrei, þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Róbert Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir 15 marka stórsigur gegn Austurríkismönnum í síðasta leik riðilsins.

Guðmundur: Við slóum varla feilnótu í leiknum

"Liðið spilaði frábærlega á öllum sviðum hér í dag og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, eftir frækinn 15 marka sigur á Austurríkismönnum.

Sverre: Þeir áttu aldrei séns

"Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik,“ sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.

Arnór: 2012 verður stórt ár

„Við erum auðvita alveg himinlifandi,“ sagði Arnór Atlason, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 15 marka sigur gegn Austurríkismönnum í Laugardalshöll í dag.

Stelpurnar okkar komust á HM í fyrsta sinn

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst í dag í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót þegar þær gerðu jafntefli, 24-24, gegn Úkraínu ytra í síðari umspilsleik liðanna, en íslensku stelpurnar unnu fyrri leikinn hér heima með 19 marka mun sem verður að teljast heldur gott veganesti.

Komast strákarnir okkar á enn eitt stórmótið?

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verður í eldlínunni í Laugardalshöllinni nú síðdegis þegar liðið mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012.

Norðmenn og Tékkar tryggðu sér sæti á EM í Serbíu

Norðmenn tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta á næsta ári með öruggum 31-25 sigri á heimavelli gegn Grikkjum í gær. Robert Hedin þjálfari norska karlalandsliðsins leyfði ungum og lítt reyndum landsliðsmönnum að spreyta sig í leiknum þar sem að Norðmenn voru búnir að tryggja sig inn á mótið. Andre Lindboe var markahæstur í liði Noregs með 9 mörk.

Aron: Áhorfendur skipta miklu máli fyrir okkur

Aron Pálmarsson leikstjórnandi og stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta vonast eftir góðum stuðningi frá áhorfendum gegn Austurríki í Laugardalshöllinni á morgun. Aðeins sigur tryggir íslenska liðinu farseðil á EM í Serbíu í janúar á næsta ári.

Óli einu marki frá 1500 - Alex vantar tvö mörk í 500

Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson eiga báðir góða möguleika á að skora tímamótamörk í leiknum mikilvæga á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu sæti á EM í Serbíu en austurríska liðinu nægir jafntefli í leiknum sem hefst klukkan 16.30.

Guðmundur: Austurríkismenn hafa reynst okkur erfiðir

„Við getum ekki leyft okkur að spila með sama hætti gegn Austurríkismönnum og við gerðum á miðvikudaginn gegn Lettum," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Safamýrinni í dag. Fundurinn fór fram strax eftir æfingu íslenska landsliðsins.

Aron var sprækur á æfingu í dag - meiri óvissa með Snorra Stein

Íslenska handboltalandsliðið mætir Austurríkismönnum í Laugardalshöllinni í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar næstkomandi. Íslenska liðið leik án tveggja aðalleikstjórnenda sinna í sigrinum á Lettlandi í vikunni en landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að þeir verði með á sunnudaginn.

Austurríska landsliðið mætt til Íslands - Aron líklega leikfær

Ljóst er að landslið austurríkis í handknattleik ætlar sér stóra hluti í viðureign sinni gegn Íslandi á sunnudag. Landsliðið kom til landsins í gær. Algengt er að landslið mæti til leiks daginn fyrir leik en Austurríkismenn eru tímanlega á ferðinni.

Danir, Norðmenn og Svíar til Serbíu

Frændur okkar Danir, Norðmenn og Svíar tryggðu sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik. Þjóðirnar unnu leiki sína í undankeppninni í gær. Íslandi dugar sigur gegn Austurríki í leik liðanna á sunnudag til þess að komast áfram.

Sjá næstu 50 fréttir