Fleiri fréttir

Lið ársins í enska boltanum

Strákarnir á goal.com hafa ekki bara tekið saman vonbrigðalið tímabilsins í enska boltanum því þeir hafa einnig val lið ársins.

Vonbrigðalið ársins í enska boltanum

Fréttamenn vefsíðunnar goal.com hafa valið vonbrigðalið ársins í enska boltanum. Liðið er ekki skipað þeim leikmönnum sem eru lélegastir heldur þeim sem hafa valdið mestum vonbrigðum í vetur.

Held að Redknapp sé að gera grín að mér

Rússinn Roman Pavlyuchenko er væntanlega á förum frá Tottenham í janúar. Hann hjálpaði til við flutninginn í dag er hann sakaði stjórann, Harry Redknapp, um að gera grín að sér.

O´Shea lengur frá en talið var í fyrstu

Óttast er að Írinn stóri, John O´Shea, verði frá næstu tvo mánuði vegna meiðsla á læri. Hann meiddist í frægum landsleik Íra og Frakka og er ekki væntanlegur strax á völlinn.

Mancini á eftir Maicon?

Man. City er orðað við enn einn leikmann Inter frá Ítalíu í dag. Að þessu sinni er City sagt hafa áhuga á brasilíska bakverðinum Maicon.

Diaby framlengir við Arsenal

Miðjumaðurinn Abou Diaby hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal. Frakkinn er að spila sinn besta bolta síðan hann kom til félagsins í vetur og er orðinn hluti af langtímamarkmiðum Arsene Wenger.

Rooney ætlar að bæta metið sitt

Wayne Rooney segir að það myndi koma sér mikið á óvart ef hann myndi ekki bæta markamet sitt á núverandi leiktíð.

Bellamy: Það eru bara stuðningsmennirnir sem sýna hollustu

Craig Bellamy er enn sár yfir brottvikningu Mark Hughes en ætlar samt að láta hagsmuni Manchester City ráða för og gera sitt besta til þess að hjálpa félaginu í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Bellamy segist ætla að gera sitt besta fyrir stuðningsmenn City.

Aftur vann United 5-0

Manchester United vann 5-0 sigur á Wigan og það í annað skiptið á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Fabregas: Það var rétt hjá Wenger að setja mig inn á

Cesc Fabregas meiddist aftan í læri um leið og hann skoraði annað mark sitt á 24 mínútum eftir að hafa komið inn á sem varmaður í 3-0 sigri á Aston Villa um síðustu helgi. Hann sér ekkert eftir því að hafa komið inn á þrátt fyrir að vera ekki búinn að ná sér hundrað prósent.

Gunnar Heiðar skrifaði undir í dag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði loksins undir samning við enska B-deildarfélagið Reading og verður hann því í láni hjá félaginu til loka tímabilsins.

Juventus hefur augastað á bæði Benitez og Mascherano

Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á því að næla í bæði stjórann Rafael Benitez og argentínska miðjumanninn Javier Mascherano frá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool en þetta kemur fram í ítalska íþróttablaðinu Corriere Dello Sport.

Ferguson spáir endurkomu Mourinho í enska boltann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, spáir þvi að Jose Mourinho muni snúa aftur í enska boltann um síðar. Þetta verður seint kallaður mikill spádómur enda er Mourinho nýbúinn að lýsa því yfir að hann ætli að koma aftur í enska boltann síðar.

Wenger hrifinn af Bellamy

Fjölmiðlar í Englandi vörpuðu því fram að Arsenal væri mjög óvænt að spá í að reyna að fá Craig Bellamy til félagsins. Umræðan kom upp í kjölfar þess að Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes hjá City.

Bolton búið að reka Gary Megson

Gary Megson var í dag rekinn sem stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Bolton en ekkert hefur gengið hjá Grétari Rafni Steinssyni og félögum á þessu tímabili. Bolton missti niður 2-0 forustu á móti Hull í gær og situr nú í 18. sæti deildarinnar.

Kjær vildi ekki fara til Man. City

Daninn eftirsótti, Simon Kjær hjá Palermo, hefur neitað því að fara til Man. City en enska félagið var til í að greiða 18 milljónir punda fyrir þennan sterka varnarmann.

Johnson fór heim á hækjum

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nokkrar áhyggjur af bakverðinum Glen Johnson eftir að hann meiddist í leiknum gegn Aston Villa í gærkvöldi.

Berbatov þarf ekki að fara í aðgerð

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að Búlgarinn Dimitar Berbatov muni ekki þurfa að fara í hnéaðgerð eins og óttast var um tíma.

O'Neill: Hefðum átt að vinna

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, segir að sínir menn hefðu átt að vinna Liverpool í kvöld en að frammistaða Pepe Reina markvarðar hafi komið í veg fyrir það.

Gerrard: Um þetta snýst fótboltinn

Steven Gerrard hampaði Fernando Torres, félaga sínum hjá Liverpool, eftir 1-0 sigur liðsins á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hunt bjargaði Hull

Stephen Hunt skoraði tvívegis og bjargaði jafntefli eftir að Hull lenti 2-0 undir gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Balotelli orðaður við City

Eftir að Roberto Mancini tók við Man. City er enska félagið nú orðað við hvern leikmanninn á fætur öðrum í liði Inter sem Mancini stýrði áður.

Vermaelen: Getum plumað okkur án Cesc

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal, segir að félagið geti vel haldið áfram á beinu brautinni þó svo fyrirliðinn Cesc Fabregas verði fjarverandi vegna meiðsla.

Lampard eyddi jólunum með gömlu kærustunni

Frank Lampard og barnsmóðir hans, Elen Rivas, sömdu frið um jólin svo dætur þeirra gætu eytt jólunum með foreldrum sínum. Rivas samþykkti að koma á heimili faðir Lampards gegn því að núverandi unnusta Lampards, sjónvarpskonan Christine Bleakley, væri fjarverandi. Lampard gekkst við því.

Aquilani: Villa-leikurinn skiptir öllu

Það er afar áhugaverður leikur á dagskránni í enska boltanum í kvöld er Liverpool og Aston Villa mætast. Liverpool er fimm stigum á eftir Villa og þarf því sárlega á sigri að halda.

Eiginkona Van der Sar á spítala

Hollenski markvörðurinn hjá Man. Utd, Edwin van der Sar, er kominn í ótímabundið frí til þess að vera með eiginkonu sinni sem veiktist alvarlega um jólin.

Munum lifa af án Drogba

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, óttast ekki að Chelsea muni lenda í vandræðum þegar liðið spilar án Didier Drogba í næstu leikjum en hann er á leið í Afríkukeppnina.

Mourinho: Fann ástina frá stuðningsmönnum Chelsea

Jose Mourinho sagði að það hefði verið afar gaman að koma aftur á Stamford Bridge í gær og hann ítrekaði við komuna að hann hefði enn hug á að snúa í enska boltann á ný. Hann sagði þó ekki koma til greina að yfirgefa Inter á þessari leiktíð.

Aftur stýrði Mancini City til sigurs

Roberto Mancini byrjar vel með Manchester City en aftur vann liðið vann sinn annan leik í röð undir hans stjórn og hélt þar að auki hreinu.

Stefnt að undirskrift á miðvikudaginn

Enn hefur ekki verið gengið frá samningum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar við enska B-deildarliðið Reading en stefnt er að því að gera það á miðvikudaginn.

Man. City með Cordoba í sigtinu

Hinn nýráðni stjóri Man. City, Roberto Mancini, er þegar farinn að líta í kringum sig eftir nýjum leikmönnum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Chelsea vann á sjálfsmarki

Chelsea slapp með skrekkinn er liðið tók á móti Fulham í dag þar sem Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea, var á meðal áhorfenda.

Kári og Gylfi skoruðu

Kári Árnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru báðir á skotskónum með sínum liðum er Plymouth og Reading mættust í ensku B-deildinni í dag.

Dossena fórnað fyrir Huseklepp?

The Daily Mail greinir frá því í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ætli sér að selja bakvörðinn Andrea Dossena til Zenit St. Petersburg svo hann geti keypt norska framherjann Erik Huseklepp frá Íslendingaliðinu Brann.

Benitez ætlar að standa við loforðið

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er enn á því að það hafi verið rétt af sér að lofa því að Liverpool myndi enda í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Sjá næstu 50 fréttir