Fleiri fréttir

Avram Grant ráðinn stjóri Portsmouth

Portsmouth hefur staðfest að Avram Grant hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri liðsins og að hann muni taka við starfinu strax á morgun.

Song búinn að skrifa undir samning til ársins 2014

Alexandre Song er í framtíðarplönum Arsene Wenger hjá Arsenal því þessi 22 ára Kamerúnmaður skrifaði í gær undir nýjan langtímasamning sem heldur honum hjá Lundúnafélaginu til ársins 2014. Song hefur verið fastamaður hjá Arsenal á þessu tímabili og byrjað inn á í 18 af 23 leikjum liðsins.

Reading vonast til þess að semja við Gunnar Heiðar

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er búinn að vera á reynslu hjá enska b-deildarfélaginu Reading undanfarna daga skoraði bæði mörk varaliðs félagsins í 2-1 sigri liðsins gegn Bristol Rovers í vináttuleik sem var spilaður fyrir luktum dyrum í dag.

Bolton komið í janúar-kapphlaupið um Benjani

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Bolton nýjasta félagið til að bætast í aðdáendahóp framherjans Benjani Mwaruwari hjá Manchester City en leikmaðurinn hefur lítið fengið að spreyta sig eftir komu þeirra Emmanuel Adebayor, Carlos Tevez og Roque Santa Cruz til félagsins í sumar.

Arsenal sterklega orðað við Agbonlahor

Samkvæmt heimildum Daily Star er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal enn að fylgjast náið með Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa en leikmaðurinn var fyrst orðaður við Lundúnafélagið sumarið 2007.

Wes Brown vill ekki fara frá United

Wes Brown segist ekki vilja fara frá Manchester United þó svo að hann hafi lítið fengið að spila með liðinu að undanförnu.

Ferguson orðaður við Portsmouth

Darren Ferguson, fyrrum stjóri Peterborough, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth en Paul Hart var rekinn frá félaginu í gær.

Redknapp myndi ráða Grant

Harry Redknapp myndi ráða Avram Grant sem knattspyrnustjóra Portsmouth ef hann myndi einhverju ráða um það.

Benitez verður ekki rekinn

Christian Purslow, framkvæmdarstjóri Liverpool, sagði eftir leik liðsins gegn Debrecen í Meistaradeild Evrópu í gær að ekki kæmi til greina að reka Rafa Benitez frá félaginu.

Neville þarf í aðgerð

Phil Neville þarf að gangast undir aðgerð á hné sem gerir það að verkum að hann verður frá í enn lengri tíma.

Wiley mun ekki lögsækja Ferguson

Alan Wiley knattspyrnudómari mun ekki lögsækja Alex Ferguson knattspyrnustjóra vegna ummæla hans eftir leik í ensku úrvalsdeildinni.

Behrami verður ekki seldur

Gianluca Nani, yfirmaður íþróttamála hjá West Ham, segir að ekki komi til greina að selja Valon Behrami í janúar næstkomandi en hann hefur verið orðaður við Juventus á Ítalíu.

Pavlyuchenko bíður eftir að heyra frá Roma

Umboðsmaður Roman Pavlyuchenko segir að ef ítalska félagið Roma hafi áhuga á að fá hann til liðs við félagið verði það að koma sér í samband við annað hvort sig eða Tottenham.

Allardyce fer í hjartaaðgerð á föstudaginn

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, mun fara í hjartaaðgerð á föstudaginn næstkomandi en félagið vonast til að hann verði aftur orðinn vinnufær snemma í næstu viku.

Wenger vorkennir Liverpool

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist bera mikla samkennd með Liverpool vegna ófara síðarnefnda liðsins í haust.

Woodgate óttast að missa af HM

Jonathan Woodgate reiknar ekki með því að hann eigi mikla möguleika á að komast á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar með enska landlsiðinu.

Bent mögulega frá í þrjár vikur

Darren Bent verður mögulega frá í þrjár vikur en hann fór í læknisrannsókn í gær þar sem óttast er að hann hafi meiðst á vöðva aftan á læri.

Gylfi fær nýjan samning hjá Reading

Gylfi Þór Sigurðsson mun líklega skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við enska B-deildarfélagið Reading nú síðar í vikunni.

Yossi notaði legköku úr manneskju

Yossi Benayoun hefur greint frá því að legkakan sem var notuð þegar hann fór til Serbíu í óhefðbundna meðverð vegna meiðsla sinna hafi verið úr manneskju en ekki hesti.

Babel íhugar að fara frá Liverpool í janúar

Ryan Babel segir að hann vilji fara frá Liverpool í janúar ef honum tekst ekki í millitíðinni að tryggja sér sess í framtíðaráætlunum Rafa Benitez, knattspyrnustjóra.

Arsene Wenger óskar Tottenham til hamingju

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur óskaði erkifjendunum í Tottenham til hamingju með 9-1 sigur liðsins á Wigan á sunnudaginn. Jermain Defoe skoraði fimm mörk í leiknum og Aaron Lennon var með eitt mark og þrjár stoðsendingar.

Kevin Nolan skaut Newcastle aftur á toppinn

Newcastle er komið aftur á topp ensku b-deildarinnar eftir 1-0 útisigur á Preston í kvöld. Newcastle hefur tveggja stiga forskot á West Brom sem komst tímabundið í toppsætið um helgina. Þetta var fjórði sigur Newcastle-liðsins í röð og liðið er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar og Gylfi Þór í liði helgarinnar

Tveir íslenskir leikmenn voru valdir í lið vikunnar í ensku B-deildinni en valið var tilkynnt á heimasíðu deildarinnar í kvöld. Þetta eru þeir Heiðar Helguson hjá Watford og Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading.

Wigan-leikmennirnir endurgreiða stuðningsmönnum sínum

Mario Melchiot, fyrirliði Wigan, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða stuðningsmönnum sínum fyrir miðann sem þeir keyptu á 9-1 tapleikinn á móti Tottenham í gær. Þetta var stærsta tap félagsins í 31 ár en átta af mörkum Spurs komu í seinni hálfleik.

Gerrard: Við getum bjargað tímabilinu

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, segir að enn sé tími til að bjarga tímabilinu en liðið hefur nú unnið aðeins einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum.

Mér var líka bolað í burtu

Kolo Toure segir að sér hafi, rétt eins og Emmanuel Adebayor, verið bolað í burtu frá Arsenal þar sem honum hafi sinnast við leikmann hjá félaginu.

Ég sný fljótt aftur

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, á von á því að hann verði ekki lengi frá vegna hjartaaðgerðarinnar sem hann þarf senn að gangast undir.

Redknapp: Þetta var ótrúlegt afrek hjá Defoe

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham var eðlilega í skýjunum með 9-1 sigur sinna manna gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Redknapp hrósaði sérstaklega framherjanum Jermain Defoe sem gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk.

Hermann lék allan leikinn í tapi Portsmouth

Stoke vann 1-0 sigur gegn Portsmouth í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan var markalaus í hálfleik en Kevin-Prince Boateng misnotaði vítaspyrnu fyrir Portsmouth snemma leiks.

Tottenham slátraði Wigan - Defoe með fimm mörk

Tottenham vann ótrúlegan 9-1 sigur gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag en staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Tottenham. Jermain Defoe skoraði fimm mörk fyrir Tottenham í leiknum en þrjú þeirra komu á sjö mínútna kafla snemma í síðari hálfleiknum.

Sjá næstu 50 fréttir