Fleiri fréttir

Davíð Snær frá Lecce til FH

Samkvæmt heimildum Vísis er Davíð Snær Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, við það að ganga til liðs við FH í Bestu deild karla í fótbolta. Davíð Snær hefur leikið með Lecce á Ítalíu það sem af er ári.

ÍBV fær Svía í vörnina

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við sænsku knattspyrnukonuna Jessiku Pedersen sem mun því spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

„Þetta var drullu erfiður leikur“

„Ég er mjög sáttur við að fá þrjú stig og við baráttuna í liðinu, en ég er ekkert í skýjunum með spilamennskuna,” sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík

Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær.

Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig

„Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld.

Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg of­boðs­lega vel á Dal­vík”

Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins.

Valur með tak á KR fyrir stór­­leik kvöldsins

Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsmenn hafa unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna. KR vann leik liðanna á Hlíðarenda í upphafi tímabils 2020 en Valur endaði sem Íslandsmeistari það ár.

Fantasy leikur Bestu-deildarinnar kominn í loftið

Þyrstir Fantasy-spilarar get nú farið að stilla upp liði sínu úr Bestu-deildinni í fótbolta. Þó þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax því stigin byrja ekki að telja fyrr en í fjórðu umferð.

Sjá næstu 50 fréttir