Fleiri fréttir

Endur­tók magnað af­rek frá 2013 nema nú sem þjálfari

Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins.

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

KV fylgir Þrótti Vogum upp í Lengju­deildina

KV tryggði sér í dag sæti í Lengjudeild karla í fótbolta á næstu leiktíð þökk sé 2-0 sigri á Þrótti Vogum. KV hefur nú farið upp um tvær deildir á tveimur árum. 

Arnór Borg að ganga til liðs við Víking

Arnór Borg Guðjohnsen er við það að ganga í raðir við Víking R. frá Fylki. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn.

„Svart ský yfir Hlíðarenda“

Valsmenn töpuðu fjórða leiknum í röð og misstu um leið möguleikann á því að vinna titil á þessu sumri þegar Hlíðarendaliðið féll út úr Mjólkurbikarnum á móti Lengjudeildarliði Vestra. Mjólkurbikarmörkin ræddu Valsliðið.

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Fór til London í skoðun og að­gerð vegna þrá­látra meiðsla

Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í fótbolta, hefur loks fengið úr því skorið hvað er að hrjá hann. Eftir að hafa verið meira og minna meiddur í nær allt sumar hefur komið í ljós að hann er með nárakviðslit.

Sjáðu bragðgóða markasúpu sumarsins

Snilldarvippur, þrumuskot og snyrtilegar afgreiðslur eru meðal þess sem sjá má í syrpu með mörgum af bestu mörkunum úr Pepsi Max-deild kvenna árið 2021.

Stefnan er að fara út

Þór/KA og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Lokaumferðin var kláruð í dag og höfðu norðankonur ekki upp á mikið að spila en gátu þó með hagstæðum úrslitum farið upp um eitt til tvö sæti. Keflavík var nánast sloppið við fall og tryggði það endanlega með stigi í dag.

Tindastóll þarf hálfgert kraftaverk

Keppni í Pepsi Max-deild kvenna lýkur í dag með þremur leikjum. Valur fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan á föstudaginn og Fylkir fellur en það skýrist í dag hvaða lið fer niður með Fylkiskonum.

Umfjöllun og viðtöl: Skagamenn enn á lífi í deildinni eftir sigur á Leikni

Skagamenn fengu Leiknir R. í heimsókn á Akranes í dag í botnbaráttuslag þar sem ÍA þurfti nauðsynlega á þremur stigum að halda til þess að auka möguleika sína á því að bjarga sér frá falli. Leiknir með 22 stig fyrir leikinn og ansi mikið þarf að gerast svo þeir fari niður í Lengjudeildina að ári.

Sjá næstu 50 fréttir