Fleiri fréttir

Arnar með óuppsegjanlegan samning við Víkinga

Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking um að þjálfa karlalið félagsins. Arnar mun samkvæmt samningnum stýra Víkingi næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2023.

Nýir leik­menn Kór­drengja brutu sótt­kví

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af leikmönnunum þremur gengu til liðs við Lengjudeildarlið Kórdrengja frá Bretlandseyjum í gærmorgun. Leikmennirnir áttu að vera í sóttkví.

Hefja leik viku síðar

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest hvenær mót sumarsins hefjast en hefja má æfingar að nýju á morgun eftir hlé vegna samkomutakmarkanna.

Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn.

Guðjón Pétur til Eyja

Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir ÍBV frá Breiðabliki og hefur skrifað undir tveggja ára samning.

Kefla­vík semur við tvo er­lenda leik­menn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið iðinn við kolann undanfarið og sótt leikmenn fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði lið eru nýliðar í Pepsi Max-deildunum í sumar. Kvennalið Keflavíkur samdi við tvo nýja leikmenn um helgina.

Enskur framherji til Fylkis

Fylkismenn hafa bætt nýjum sóknarmanni við leikmannahóp sinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Kefla­vík semur við tvo leik­menn fyrir sumarið

Nýliðar Keflavíkur hafa samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Annar kemur frá Bandaríkjunum á meðan hinn lék með Kormák/Hvöt í 4. deildinni síðasta sumar.

Fylkir fær leik­mann á láni frá Val

Hin unga og efnilega Emma Steinsen Jónsdóttir mun leika með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hún er annar leikmaðurinn sem Fylkir sækir á skömmum tíma sem lék með Gróttu á síðustu leiktíð.

Þórður Þor­steinn aftur í raðir Skaga­manna

Þórður Þorsteinn Þórðarson, eða einfaldlega ÞÞÞ eins og hann er oft kallaður, er genginn í raðir ÍA á nýjan leik. Mun hann leika með liðinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.

FH-ingar í sóttkví vegna smits

Allir leikmenn karlaliðs FH í fótbolta eru komnir í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveirusmit.

Sigurvin aðstoðar Rúnar

Sigurvin Ólafsson mun taka við af Bjarna Guðjónssyni og aðstoða Rúnar Kristinsson með að þjálfa lið KR í Pepsi Max deild karla.

Stjarnan fær enskan vinstri bak­vörð

Stjarnan tilkynnti á Facebook-síðu sinni í dag að félagið hefði sótt enskan vinstri bakvörð að nafni Oscar Borg. Mun hann leika með Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu í sumar.

Dion Acoff semur við Grinda­vík

Vængmaðurinn Dion Acoff hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Félagið gaf frá sér tilkynningu þess efnis nú í kvöld.

Escobar í Leikni

Spænski blaðamaðurinn Guillermo Arango segir á Twitter-síðu sinni að Andrés Escobar sé genginn í raðir Leiknis.

Fólk sent í sótt­kví eftir nám­skeið hjá KSÍ um helgina

Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi.

Leik­maður Fylkis smitaður

Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn. 

Árni í Breiðablik

Árni Vilhjálmsson er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.

Ný­liðarnir fá liðs­styrk frá Venesúela

Leiknir Reykjavík hefur samið Octavio Páez um að leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Páez kemur frá Venesúela og er samkvæmt Leikni fyrsti leikmaðurinn frá téðu landi til að leika í deildinni.

KR á­fram og FH úr leik eftir jafn­tefli í dag

Einn leikur fór fram í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag. KR og FH gerðu 1-1 jafntefli á gervigrasinu í Vesturbæ Reykjavíkur. KR er þar með öruggt með sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins en FH komst ekki áfram.

Helmingur liða bíður enn keppnisleyfis

Í ár þurfa félög í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn að uppfylla kröfur í sérstöku leyfiskerfi KSÍ til að fá keppnisleyfi á komandi leiktíð, líkt og félög í efstu tveimur deildum karla. Leyfisráð samþykkti átján af 34 umsóknum um þátttökuleyfi í gær.

ÍA kom til baka gegn Gróttu

Einn leikur fór fram í Lengjubikar karla í kvöld. ÍA og Grótta gerðu 2-2 jafntefli eftir að Seltirningar komust 2-0 yfir.

Blikar sóttu sigur á Akur­eyri

Breiðablik gerði góða ferð norður er liðið mætti Þór/KA í Lengjubikar kvenna í dag. Fór það svo að Íslandsmeistararnir fóru með 2-0 sigur af hólmi.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.