Fleiri fréttir

Leiknir vann í Njarðvík og fór aftur á toppinn

Leiknismenn komust aftur á topp 1. deildar karla með 1-0 útisigri í Njarðvík í kvöld. Það var Vigfús Arnar Jósepsson sem skoraði sigurmarkið og kom sínum mönnum í toppsætið.

Kjartan Henry: Þetta fer í reynslubankann

„Þetta var bara einbeitingarleysi í upphafi seinni hálfleiks," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir að liðið steinlá 0-3 fyrir Karpaty í Evrópukeppninni í kvöld.

Umfjöllun: Takk, búið, bless KR

KR-ingar eiga einn leik eftir í Evrópukeppninni þetta árið. Þeir töpuðu 0-3 fyrir úkraínska liðinu Karpaty Lviv í fyrri viðureign liðanna og ljóst að markmið þeirra fyrir seinni leikinn ytra verður bara að reyna að komast frá verkefninu með sæmd.

Blikar töpuðu 1-0 á móti Motherwell í Skotlandi

Breiðablik tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti skoska liðinu Motherwell í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Sigurmark Motherwell kom eftir rúmlega klukkutíma leik. Þetta var fyrsti Evrópuleikurinn í sögu Breiðabliks.

Haukar sömdu við Skotann

Haukar hafa samið við skotann Jamie Mcunnie sem hefur verið á reynslu hjá liðinu undanfarna daga. Hann verður hjá liðinu út tímabilið.

Andri segir ekkert til um hvort Skotinn hafi samið

"Fæst orð bera minnsta ábyrgð," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, sposkur aðspurður hvort Haukar væru búnir að semja við skoska leikmanninn Jamie Mcunnie. Andri gat ekki sagt hvort búið væri að bjóða honum samning eða ekki.

Þórsarar tóku toppsætið af Víkingum - þrjú lið efst með 22 stig

Þórsarar eru komnir í efsta sæti 1. deildar karla eftir úrslit kvöldsins í 1. deild karla í fótbolta. Víkingar misstu toppsætið eftir 0-2 tap á móti HK í Kópavogi en Þórsurum nægði 1-1 jafntefli við Fjarðabyggð á Eskifirði til að komast í toppsætið.

Mateja Zver fagnaði verðlaununum með tvennu á móti Grindavík

Þór/KA minnkaði forskot Vals á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með 5-0 sigri á Grindavík á Akureyri í kvöld. Mateja Zver skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp það þriðja en hún var í gær kosin besti leikmaður fyrri umferðarinnar af þjálfurum í deildinni.

FH-ingar töpuðu 5-1 fyrir BATE í Hvíta-Rússlandi

FH-ingar töpuðu illa fyrir BATE Borisov í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en leikið var í Borisov í Hvíta-Rússlandi í dag. BATE-liðið vann leikinn 5-1 og er komið með annan fótinn inn í næstu umferð.

Ísland hækkar á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur stórt stökk á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er komið í 79. sæti af 207 þjóðum á listanum og hækkar sig um ellefu sæti frá síðasta lista. Kína er í sætinu á undan Íslandi og Mósambík í sætinu á eftir.

Aron með þrennu og sigurmark í uppbótartíma

Fjölnismenn unnu 4-3 sigur á Leikni í 1. deild karla í kvöld og komu þar með í veg fyrir að Leiknismenn kæmust aftur á topp deildarinnar. Botnlið Gróttu vann 1-0 sigur á Njarðvík og er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fylkir skoraði fimm á móti Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það voru skoruð alls 26 mörk í þessum leikjum. Valskonur eru komnar með sjö stiga forustu á toppnum eftir 7-2 sigur á Haukum en Fylkir og Stjarnan unnu flotta sigra í kvöld, Fylkir vann 5-3 sigur á Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu 6-0.

Meiðsli hjá Valskonum

Topplið Vals í Pepsi-deild kvenna þarf að spjara sig án tveggja sterkra leikmanna sem verða frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Bjarni: Dramatíkin var með ólíkindum í lokin

„Jú, jú," svaraði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar þegar Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2 Sport spurði hann hvort tapið á móti Víkingi Ólafsvík í kvöld hafi verið áfall. Stjarnan tapaði þá 4-5 í vítakeppni fyrir 2. deildarliðinu.

Reynir: Betra liðið vann í kvöld

Valsmenn eru fallnir úr bikarkeppninni eftir 3-1 tap gegn erkifjendunum í Fram í kvöld. Mörk Framara komu öll á átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.

Halldór: Ætli ég setji ekki fleiri mörk í næstu leikjum

„Það er leiðinlegt að lenda í langri bið eftir sigri en við vorum svo hungraðir í dag að ekkert annað en sigur kom til greina," sagði Halldór Hermann Jónsson sem átti flottan leik þegar Fram vann Val 3-1 í bikarnum í kvöld.

Ótrúlegt sjálfsmark markmanns HK um helgina - myndband

Ögmundur Ólafsson markmaður HK vill eflaust gleyma leiknum sem hann spilaði gegn Þór á Akureyri um helgina sem fyrst. Hann byrjaði leikinn á því að skora ótrúlegasta sjálfsmark íslenska boltans í ár og það var aðeins byrjunin á hrakförum hans í leiknum.

Umfjöllun: Lánið lék við kærulausa KR-inga

KR var stálheppið að komast í undanúrslit VISA-bikars karla í kvöld. Liðið vann Þrótt 3-2 á heimavelli en fékk á sig tvö mörk undir lokin og það þriðja kom ekki þar sem Þróttarar skutu í eigin mann á línu KR-inga.

Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt

„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus,“ sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni.

Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík

„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Víkingur á toppinn - Þór skoraði sex mörk gegn HK

Tveir leikir voru í 1. deild karla í dag. Víkingur vann 2-0 sigur gegn KA á heimavelli þar sem Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörkin og þá vann Þór Akureyri sigur á HK í níu marka leik fyrir norðan, 6-3.

Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu

Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag.

Tryggvi: Verð seint valinn vinsælasti keppandinn í deildinni

Tryggvi Guðmundson ætlaði að fljúga með Keflavíkurliðinu í land eftir 2-1 sigur ÍBV á fimmtudaginn. Hann hætti þó snarlega við þar sem Keflvíkingar voru brjálaðir út í Tryggva. Ástæðan er sú að hann var viðriðinn atvik sem lauk með því að Guðjón Árni Antoníusson fékk rautt spjald áður en ÍBV tryggði sér sigur.

Kristján: Ætlaði ekki að kýla Matta

Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn FH á fimmtudag.Matthías Vilhjálmsson FH-ingur hékk þá í treyju Kristjáns sem í kjölfarið baðaði út handleggnum sem endaði í andlitinu á Matthíasi.

1. deild karla: Jafnt hjá ÍA og ÍR

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. ÍR gerði 1-1 jafntefli við ÍA og komst þar með aftur upp að hlið toppliði Leiknis og Víkinga en hefur leikið tveimur leikjum meira.

Rasmus Christiansen hjá ÍBV út næsta sumar

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen verður áfram hjá ÍBV út næsta tímabil. Christiansenhefur leikið mjög vel með liðinu í sumar en hann var í láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby.

Vítaklúður Arnars - myndband

Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri í gær til þess að tryggja Haukum sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í ár. Hann tók þá vítaspyrnu í stöðunni 2-2 en klikkaði á spyrnunni.

Þrenna Alfreðs - myndband

Blikinn Alfreð Finnbogason fór hamförum í gærkvöldi er Breiðablik valtaði yfir Stjörnunni, 4-1, á Kópavogsvelli.

Þrumufleygur Eiðs Arons - myndband

Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði eitt af mörkum ársins í gærkvöldi er hann tryggði ÍBV sigur á Keflavík.

Sjá næstu 50 fréttir