Fleiri fréttir

Valur að fá danskan framherja

Danski knattspyrnukappinn, Dennis Bo Mortensen á leið til Vals. Mortensen er 26 ára framherji og er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland. Bo Mortensen hefur spilað með dönsku ungmennalandsliðunum, m.a. á móti Íslendingum. Arnar Björnsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

FH og Breiðablik á toppnum

Breiðablik er í fyrsta sæti sínum riðli Lengjubikarsins í knattspyrnu eftir sigur á Þrótti 4-1 í gær. Breiðablik hefur unnið alla 3 leiki sína og er með 9 stig. Fram og KR eru með 6 stig en liðin hafa sigrað í báðum sínum leikjum. Keflavík er einnig með 6 stig en eftir 3 leiki.

FH, KR og HK á sigurbraut

FH, KR og HK unnu öll leiki sína í Lengjubikarnum um helgina. FH vann 2-1 sigur á Val, KR vann Þrótt 2-0 og HK vann Grindavík 1-0.

Sjá næstu 50 fréttir