Fleiri fréttir Sinisa Kekic í Víking Sinisa Valdimar Kekic skrifaði í dag undir eins árs samning við Víking. Kekic lék með Þrótti á síðustu leiktíð eftir að hann fór frá liði Grindavíkur, þar sem hann lenti upp á kant við þjálfara liðsins. Kekic er 37 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður í efstu deild hérlendis í rúman áratug. 19.2.2007 21:24 Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00 Lilleström burstaði KR Norska liðið Lilleström var ekki í vandræðum með KR á æfingamótinu í La Manga á Spáni og sigraði 5-0 eftir að hafa verið yfir 2-0 í hálfleik. Áður hafði KR tapað 1-0 fyrir Valerenga í fyrsta leik sínum á mótinu. 14.2.2007 14:46 Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars. 13.2.2007 12:53 Kristjáni meinað að tjá sig um mengunina Þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur leitaði sér læknisaðstoðar eftir að hafa fengið sýkingu í augu vegna svifryks í Reykjaneshöll. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hyggjast leysa svifryksvandann með ryksugu, en þjálfaranum var bannað að veita viðtal vegna málsins. 7.2.2007 19:47 Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49 Góð afkoma hjá KSÍ Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is. 2.2.2007 15:25 Sjá næstu 50 fréttir
Sinisa Kekic í Víking Sinisa Valdimar Kekic skrifaði í dag undir eins árs samning við Víking. Kekic lék með Þrótti á síðustu leiktíð eftir að hann fór frá liði Grindavíkur, þar sem hann lenti upp á kant við þjálfara liðsins. Kekic er 37 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður í efstu deild hérlendis í rúman áratug. 19.2.2007 21:24
Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00
Lilleström burstaði KR Norska liðið Lilleström var ekki í vandræðum með KR á æfingamótinu í La Manga á Spáni og sigraði 5-0 eftir að hafa verið yfir 2-0 í hálfleik. Áður hafði KR tapað 1-0 fyrir Valerenga í fyrsta leik sínum á mótinu. 14.2.2007 14:46
Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni Það verða Víkingur og Fylkir en ekki Valur og Fylkir sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu eftir að Fram tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik sínum gegn Víkingi í lokaleik sínum í riðlakeppninni. Fram vann leikinn 2-1 en Hjálmar Þórarinsson var ekki orðinn löglegur og því vann Víkingur leikinn 3-0. Víkingur fór þar með upp fyrir Val í riðlinum og leikur til úrslita þann 1. mars. 13.2.2007 12:53
Kristjáni meinað að tjá sig um mengunina Þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur leitaði sér læknisaðstoðar eftir að hafa fengið sýkingu í augu vegna svifryks í Reykjaneshöll. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hyggjast leysa svifryksvandann með ryksugu, en þjálfaranum var bannað að veita viðtal vegna málsins. 7.2.2007 19:47
Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49
Góð afkoma hjá KSÍ Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is. 2.2.2007 15:25