Fleiri fréttir

PSG byrjaði tímabilið á sigri

Stórveldið Paris Saint-Germain byrjaði tímabilið með 2-1 útisigri gegn Troyes í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Jón Daði ekki í hóp í fyrsta leik Millwall

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall sem gerði 1-1 jafntefli við Queens Park Rangers í Lundúnaslag á Loftus Road í fyrstu umferð Championship-deildarinnar á Englandi í dag.

Unnu sinn fyrsta leik síðan í júní

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem komst aftur á sigurbraut með 3-0 sigri á Kolbton í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 10. umferð deildarinnar hófst í dag og þar með seinni helmingur tíu liða deildarinnar í Noregi.

Átti ekki að vera í Tókýó en tryggði Brössum gullið

Brasilía er Ólympíumeistari karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Spáni í úrslitum eftir framlengdan leik. Malcom, sem kom inn á sem varamaður fyrir framlenginguna, var hetja þeirra brasilísku sem verja titil sinn frá því í Ríó fyrir fimm árum.

Spilar Grealish sinn fyrsta leik í dag?

Breskir fjölmiðlar segja vel mögulegt að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, muni gefa Jack Grealish sitt fyrsta tækifæri með Englandsmeisturunum í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Manchester City mætir Leicester City klukkan 16:15 í dag.

Messi langt kominn í viðræðum við PSG

Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku.

Borga tæpar 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn

Argentínumaðurinn Cristian Romero skrifaði í dag undir hjá enska knattspyrnuliðinu Tottenham um að leika með félaginu næstu árin, en lengd samnings hans var ekki gefin upp. Romero er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

Fjörugt jafntefli í fyrsta leik tímabilsins

Bournemouth og West Bromwich Albion komu tímabilinu af stað í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Liðin skildu jöfn, 2-2, er þau mættust á Vitality-vellinum í Bournemouth á suðurströnd Englands.

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum

Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Midtjylland vann góðan sigur án Mikaels

Mikael Anderson er enn fjarri góðu gamni eftir kórónuveirusmit og var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 4-1 sigur á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sterkur sigur Stefáns og félaga í Silkeborg

Silkeborg vann 4-1 sigur á Viborg í fyrsta leik fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta í Danmörku. Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborgara.

Kane sárnar umfjöllunin: Hef aldrei neitað að æfa

Harry Kane, framherji og fyrirliði Tottenham Hotspur á Englandi, sendi frá sér tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann segist mæta til æfinga hjá félaginu á morgun. Honum sárni spurningar um fagmannleika sinn.

Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta

Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær.

Fram og Grótta með sigra í Lengjudeildinni

Fram og Grótta unnu góða sigra í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Framarar unnu 2-0 heimasigur gegn tíu leikmönnum Fjölnis og Grótta vann 2-1 þegar að Selfyssingar kíktu í heimsókn.

Manchester City staðfestir komu Grealish

Manchester City hefur staðfest komu Jack Grealish frá Aston Villa. Þessi 25 ára Englendingur er því orðinn dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir