Fleiri fréttir

Falla Skagamenn í kvöld?

Þetta er sannkallaður fallbaráttumiðvikudagur því fjögur neðstu liðin í Pepsi-deild karla mætast innbyrðis í kvöld.

San Siro-stúkan verður tóm á næsta heimaleik Inter

Internazionale má ekki hafa neina áhorfendur í norðurstúkunni á næsta heimaleik liðsins í ítölsku deildinni sem verður á móti Fiorentina 26. september næstkomandi. Ítalska knattspyrnusambandið refsaði félaginu í dag fyrir hegðun stuðningsmanna þess á dögunum.

Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United

Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford.

Pepsi-mörkin: Ástandið á Hásteinsvellinum

Hörður Magnússon fór yfir málin í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi með sérfræðingunum Tómasi Inga Tómassyni og Reyni Leóssyni en til umræðu voru fjórir leikir í 20. umferð sem fóru fram í gær. Þeir félagar ræddu meðal annars ástandið á Hásteinsvellinum í gær þar sem að ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni með marki á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United

Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United.

Þjálfari Barcelona missti föður sinn

Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, missti föður sinn á dögunum en Argentínumaðurinn verður samt á bekknum þegar Barcelona tekur á móti Ajax í Meistaradeildinni á morgun.

Pepsi-mörkin: Glæsimörk KR-inga og öll hin mörkin í gær

Fjórir leikir fóru fram í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og að venju voru öll mörk kvöldsins sýnd í Uppgjörinu í lok Pepsi-markanna en í þættinum fór Hörður Magnússon yfir leikina ásamt sérfræðingum sínum.

Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.

Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Manchester City

Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. City-liðinu tókst ekki að vinna í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni undanfarin tvö ár og sat í bæði skiptin eftir í riðlakeppninni.

Rooney áfram í stuði með nýju höfuðhlífina

Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.

Ekki verra að kveðja Kötu með sigri

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, valdi Katrínu Jónsdóttur í fyrsta landsliðshópinn sinn sem var tilkynntur í dag en það bjuggust kannski flestir við því að Kata væri búin að spila sinn síðasta landsleik.

Árangri Íslands má líkja við kraftaverk

Pistlahöfundur hjá Telegraph í Belfast fjallar náið um velgengni íslenska landsliðsins á síðu blaðsins í gær en hann telur það vera kraftaverk hversu vel íslenska liðinu gengur í undankeppninni HM.

Þjálfarateymi Freys tilbúið - Elísabet er nýr njósnari liðsins

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari kvennalandsliðsins, er búinn að setja saman teymið sitt sem mun vera með honum í verkefnum kvennalandsliðsins. Heimir Hallgrímsson mun verða aðstoðarþjálfari hans í fyrsta leik og sú eina sem heldur "sæti" sínu frá þjálfarateymi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er liðstjórinn Margrét Ákadóttir.

Enes hættir með Aftureldingu

Enes Cogic hættir sem aðalþjálfari Aftureldingar og mun hann hætta með liðið að tímabilinu loknu.

Brynjar Björn í hóp með David Beckham og Xabi Alonso

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður KR, skoraði ótrúlegt mark gegn Fylkismönnum í gær þegar liðið bar sigur úr býtum 4-1 en leikmaðurinn setti boltann yfir Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkis, frá miðju.

Tek ekki þátt í svona viðskiptum

"Ég hef aldrei verið tengdur svona viðskiptaháttum á mínum ferli sem umboðsmaður,“ segir Magnús Agnar Magnússon, íslenskur umboðsmaður, en einn af hans skjólstæðingum er Rúnar Már Sigurjónsson sem Valur seldi frá félaginu í sumar.

,,Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val"

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu, Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, um að taka hlut af sölu leikmanna frá Hlíðarendaliðinu.

Jón Rúnar og Lúðvík biðja Börk innilega afsökunar

Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formenn knattspyrnudeildar FH fóru mikinn í ásökunum í garð Barkar Edvardssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals, eftir 3-3 jafntefli liðanna í Kaplakrika í kvöld en með þessu jafntefli er nokkuð ljóst að FH verður ekki meistari í ár.

Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu

Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna.

Jonjo Shelvey: Ég vil biðja stuðningsmenn Swansea afsökunar

Jonjo Shelvey var maður kvöldsins þegar Swansea City gerði 2-2 jafntefli við hans gamla lið Liverpool í Wales í kvöld. Hann átti þátt í öllum fjórum mörkum leiksins, skoraði og lagði upp mörk Swansea og gaf síðan Liverpool tvö mörk eftir skelfilegar sendingar.

Rodgers: Vorum frábærir í 65 mínútur

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, horfði upp á sína menn tapa sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Swansea í Wales.

Frítt inn á fimmtudaginn þegar KR getur tryggt sér titilinn

KR-ingar unnu 4-1 sigur á Fylki og náðu með því fimm stiga forskoti á FH sem á sama tíma gerði 3-3 jafntefli á móti Val. Stjarnan tapaði síðan 0-1 í Eyjum og þetta þýðir að KR-ingar fá fjóra leiki til að ná í þau tvö stig sem vantar til að tryggja sér 26. Íslandsmeistaratitilinn.

Katrín hjálpaði löndum sínum hjá Malmö

Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå höfðu áhrif á baráttuna um sænska meistaratitilinn þegar þær náðu 2-2 jafntefli á móti Tyresö í kvöld. Tyresö tryggði sér stig með því að jafna leikinn ellefu mínútum fyrir leikslok.

Jonjo Shelvey í aðalhlutverki þegar Swansea tók stig af Liverpool

Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Swansea City í Wales. Gamli Liverpool-maðurinn Jonjo Shelvey var í sviðsljósinu í leiknum enda átti hann þátt í báðum mörkum hjá báðum liðum en leiknum endaði með 2-2 jafntefli.

Tvö 400 leikja tímamót hjá Liverpool í kvöld?

Augu margra verða á Liverpool í kvöld þegar eina lið ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús heimsækir Swansea í mánudagsleiknum en þetta er lokaleikur fjórðu umferðarinnar. Steven Gerrard og Liverpool geta náð ólíkum 400 leikja tímamótum og bæði Daniel Sturridge og Simon Mignolet munu reyna að fylgja eftir frábærri byrjun sinni á tímabilinu.

Di Canio fékk eina og hálfa milljón í sekt

Paolo Di Canio, knattspyrnustjóri Sunderland, fékk í dag sekt fyrir framkomu sína á leik Sunderland og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina en ítalski stjórinn endaði leikinn upp í stúku.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 | Atli Viðar tryggði FH stig

Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk og tryggði FH 3-3 jafntefli á móti Val í Kaplakrika í kvöld. FH var 1-3 undir þegar Heimir Guðjónsson sendi Atli Viðar inn á völlinn og hann bjargaði stigi um leið og hann bætti við markamet félagsins.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Fylkir 4-1

KR-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 4-1 sigur á Fylki á KR-vellinum í kvöld. KR-ingar skoruðu falleg mörk í kvöld þar af gerði Brynjar Björn Gunnarsson eitt þeirra frá miðju.

Sjá næstu 50 fréttir