Fleiri fréttir

Beckham með draumamark og sparkaði í liggjandi mann

David Beckham skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Los Angeles Galaxy gegn San Jose Eartquakes í MLS-deildinni í gær. Gestirnir frá Kaliforníu komust í 3-1 og útlit fyrir að Beckham gæti gengið stoltur frá leiknum og sent skýr skilaboð til Stuart Pearce.

Del Bosque jafnaði afrek Helmut Schön

Vicente del Bosque þjálfari Spánar er fyrsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti frá því að Helmut Schön afrekaði það með Vestur-Þýskalandi á EM 1972 og HM 1976.

Guðjón: Snýst ekki um mitt egó

Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur er sannfærður um að það styttist í 100. sigur hans í efstu deild en ekki kom hann þegar lærisveinar Guðjóns steinlágu gegn KR 4-1 á KR-vellinum í dag.

Rúnar: Bjóst við meiru frá Grindavík

Rúnar Kristinsson þjálfari KR vildi ekki meina að sigurinn á Grindavík í dag hafi verið auveldur þó liðið hafi sigrað 4-1 og fengið fjölmörg færi til að skora enn fleiri mörk. Engu að síður átti hann von á betri leik frá Grindavík.

Kanoute bætist í hóp Kínafara

Kínverska úrvalsdeildin ætlar að verða vinsælt athvarf knattspyrnumanna sem komnir eru af besta aldri. Hinn 34 ára gamli Malímaður Freddie Kanoute gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Beijing Guoan á tveggja ára samningi.

Heldur sigurganga Spánar áfram

Hér á árum áður var oft talað um Spán sem næstum því lið, lið skipað frábærum leikmönnum sem aldrei vann neitt. Nú er öldin önnur því Spánn er handhafi Evrópu- og Heimsmeistaratitlanna og getur því sigrað þriðja stórmótið í röð sigri liðið Ítalíu í úrslitaleiknum.

Prandelli ánægður með Balotelli

Cesare Prandelli þjálfari Ítalíu er mjög ánægður með framgöngu framherjans uppátækjasama Mario Balotelli á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi. Þjálfarinn segir Balotelli í góðu ásigkomulagi fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni í kvöld.

Hvarflaði aldrei að Spáni að slá Ítalíu út

Spánn hefði getað slegið Ítalíu út úr Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi með því að gera 2-2 jafntefli við Króatíu í síðustu umferð C-riðils. Spánn vann leikinn 1-0 og vann þar með riðilinn og Ítalía náði öðru sætinu á kostnað Króatíu. Spánn og Ítalía mætast í úrslitaleik EM í kvöld klukkan 18:45.

Seedorf semur við Botafogo til tveggja ára

Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur skrifað undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Botafogo. Seedorf yfirgaf AC Milan á dögunum eftir tíu ára veru á Ítalíu.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 4-1

KR vann öruggan 4-1 sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Frostaskjólinu í dag. KR var mun betri aðilinn í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og hefðu hæglega getað unnið enn stærri sigur á lélegu Grindavíkurliði sem enn er án sigurs í deildinni.

Blanc hættur með franska landsliðið

Laurent Blanc mun ekki framlengja samning sinn sem landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu.Franska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í gær.

Blásið á orðróm um ofurlaunakröfur Gylfa

Gylfi Sigurðsson mun velja það lið sem hentar honum best fótboltalega séð. Frá þessu greinir enski vefmiðillinn Mirror í kvöld og vitnar í Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa.

Hope Solo með magnaða markvörslu

Bandaríski markvörðurinn Hope Solo átti tilþrif leiksins í landsleik Bandaríkjanna og Kanada vestanhafs í gærkvöldi.

Katrín skoraði í sigri á Eddu og félögum

Íslenski landsliðsmaðurinn Katrín Ómarsdóttir var á skotskónum í 4-1 útisgri Kristianstad á Örebro, liði Eddu Garðarsdóttur, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matthías skoraði og Start á toppinn

Matthías Vilhjálmsson og félagar í Start eru komnir á topp norsku b-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Ullensaker/Kisa í dag. Matthías skoraði fyrra mark Start í leiknum.

Markamaskína valdi Anzhi fram yfir Liverpool

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala heldur áfram að styrkja sig. Nú hefur Lacina Traore gengið til liðs við félagið frá Kuban Krasnodar sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar í fyrra.

Magnús Páll hetja Hauka í sigri á ÍR

Framherjinn Magnús Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á ÍR í 8. umferð 1. deildar karla en leikið var á Ásvöllum í kvöld.

Fylkir, FH og KR unnu stórsigra í bikarnum

Pepsi-deildarlið Fylkis, FH og KR áttu ekki í vandræðum með að leggja andstæðinga sína að velli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu í kvöld.

Valskonur rúlluðu yfir Hött

Bikarmeistarar Vals eru komnar í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir 7-0 sigur á 1. deildarliði Hattar frá Egilsstöðum.

Rijkaard hefur ekki áhuga á að taka við hollenska landsliðinu

Hollendingar leita nú að eftirmanni Bert van Marwijk sem hætti með hollenska landsliðið eftir ófarir liðsins á Evrópumótinu. Frank Rijkaard hefur verið orðaður við starfið en umboðsmaður hans segist skjólstæðing sinn ekki hafa áhuga á því að verða aftur þjálfari hollenska landsliðsins.

Ítalir búnir að tryggja sér sæti í Álfukeppninni 2013

Ítalska landsliðið í fótbolta tryggði sér ekki bara sæti í úrslitaleiknum á EM með sigri sínum á Þjóðverjum í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. Ítalir tryggðu sér nefnilega um leið sæti í Álfukeppninni næsta sumar.

Eintómir heimaleikir framundan hjá Eyjamönnum

Pepsi-deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir smá hlé þegar leikið var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti leikur 9. umferðar fer fram klukkan 17.00 í dag þegar Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim á Hásteinsvöll.

Þóroddur Hjaltalín fær að dæma í Evrópudeildinni

Þóroddur Hjaltalín Jr. hefur verið settur á leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA. UEFA hefur tilnefnt Þórodd sem dómara á viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Klinsmann gagnrýnir þýska landsliðið: Yfirspilaðir af Ítölum

Þjóðverjar voru mættir á EM til að verða Evrópumeistarar en urðu að sætta sig við tap í undanúrslitunum á móti Ítölum í gær. Þýskaland hefur ekki unnið titil á stórmóti síðan að Jürgen Klinsmann var fyrirliði liðsins á EM 1996. Hann var gestur BBC í útsendingunni frá leiknum í gær.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Valur 2-0

ÍBV stimplaði sig inn í toppbaráttuna í Pepsi-deild karla í kvöld með 2-0 sigri gegn Val á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta var fjórði sigurleikur ÍBV í röð og liðið var mjög sannfærandi gegn Valsmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir