Fleiri fréttir

Caulker fékk nýjan samning

Steven Caulker skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham og verður því áfram liðsfélagi Gylfa Þór Sigurðssonar.

Iniesta gefur lítið fyrir ummæli Mourinho

Andres Iniesta, besti leikmaður EM í knattspyrnu, gaf lítið fyrir ummæli sem voru látin fall eftir jafntefli Spánar og Ítalíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Ferguson: Enn mikil óvissa um Fletcher

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkennir að enn sé óvíst hvenær Darren Fletcher geti byrjað að spila með liðinu á nýjan leik.

El Hadji Diouf á leið til Sádí-Arabíu

Góðar líkur eru á því að El Hadji Diouf muni ganga til liðs við félag í Sádí-Arabíu eftir að síðasta lið hans, Doncaster, féll úr ensku B-deildinni í vor.

Rodgers: Peningarnir skiptu Gylfa máli

Brendan Rodgers segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi misst af tækifæri til að spila með stóru félagi undir stjóra sem hann þekkir vel þegar hann ákvað að ganga til liðs við Tottenham í gær.

City fór rétt að í máli Tevez

Khaldoon al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið hafi brugðist rétt við í málefni Carlos Tevez á síðust leiktíð.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1

Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - ÍA 2-0

Fram vann langþráðan sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Skagamenn komu í heimsókn. Steven Lennon og Sveinbjörn Jónasson skoruðu hvor sitt markið fyrir Safamýrarpilta sem komust með sigrinum úr fallsæti.

Þrjú íslensk lið hefja leik í Evrópukeppninni

FH, ÍBV og Þór spila öll sína fyrri leiki í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH-ingar spila á heimavelli en lið ÍBV og Þórs eru bæði stödd í Dyflinni á Írlandi.

Vinnuleyfi Kagawa tafðist í Filippseyjum

Örlítil bið verður á því að Shinji Kagawa geti byrjað að æfa með Manchester United þar sem gögn sem tengjast atvinnuleyfi hans í Englandi eru föst í Filippseyjum.

Birkir sagður á leið í ítalska boltann

Fótbolti.net greinir frá því í dag að lítið beri á milli í samningaviðræðum Pescara á Ítalíu og belgíska liðsins Standard Liege um landsliðsmanninn Birki Bjarnason.

Gylfi: Ég elska ensku úrvalsdeildina

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en breskir fjölmiðlar telja það vera í kringum átta milljónir punda eða sem nemur 1,6 milljörðum íslenskra króna. Samningurinn er til fimm ára.

Bein útsending: Pepsi-mörkin á Vísi

Nýliðin umferð í Pepsi-deild karla verður gerð upp í nýjasta þætti Pepsi-markanna sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Pele segir 1970-lið Brasilíu betra en spænska landsliðið

Það þarf sjaldnast að snúa upp á handlegginn á knattspyrnugoðsögninni Pele til þess að fá hann til að segja skoðun sína á hlutunum. Nú hefur sá brasilíski sagt heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 betra en nýkrýnt Evrópumeistaralið Spánverja.

Breno fékk þungan fangelsisdóm

Varnarmaðurinn Breno, fyrrum leikmaður Bayern München, var í dag dæmdur til fangelsisvistar í þrjú ár og níu mánuði eftir að hann var fundinn sekur um íkveikju.

Lucio í læknisskoðun hjá Juventus

Brasilíski miðvörðurinn Lucio er á leið til Ítalíumeistara Juventus. Félagið staðfesti að kappinn væri á leið í læknisskoðun á Twitter-síðu sinni í dag.

Gyan verður áfram hjá Al Ain

Allt útlit er fyrir að arabíska félagið Al Ain muni kaupa Ganverjann Asamoah Gyan frá Sunderland en hann var í láni hjá fyrrnefnda félaginu á síðustu leiktíð.

Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila

Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína.

Tottenham staðfestir komu Gylfa

Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag.

Aquilani æfir með Liverpool í sumar

Fátt virðist benda til annars en að Alberto Aquilani muni hefja undirbúningstímabilið með Liverpool, rétt eins og síðastliðið sumar.

Naismith samdi við Everton

Steven Naismith hefur gengið til liðs við Everton og skrifað undir fjögurra ára samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Rangers í Skotlandi.

Sjá næstu 50 fréttir