Fleiri fréttir

Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna

Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin.

Morten Olsen: Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var náttúrulega í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Danir skoruðu eina mark leiskins á 24. mínútu en Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins.

Willems sló metið hans Scifo - yngstur til að spila á EM

Jetro Willems, vinstri bakvörður Hollendinga setti nýtt met í dag þegar hann var í byrjunarliði Hollands á móti Danmörku í fyrsta leik liðanna í B-riðli EM í fótbolta. Willems er nú yngsti leikmaðurinn til að spila í úrslitakeppni EM frá upphafi.

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012.

KR-ingar unnu sinn hundraðasta bikarsigur á Skaganum í gær

KR-ingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær með því að vinna 2-0 sigur á ÍA upp á Akranesi. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR og komu þau bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Gomez með sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal

Mario Gomez tryggði Þjóðverjum 1-0 sigur á Portúgal á EM í kvöld með frábærum skalla 18 mínútum fyrir leikslok en þetta var fyrsta leikur liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Þjóðverjar eru á toppi riðilsins ásamt Dönum sem unnu Hollendinga óvænt fyrr í dag.

Danir unnu mjög óvæntan sigur á Hollendingum

Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti.

Þjálfari Indriða er hættur

Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní.

Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United

Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið.

Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM

Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja.

Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki.

Dauðariðillinn á EM af stað í dag

Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals.

Fyrsti dagurinn á EM í myndum

Rússar eru á toppi A-riðils Evrópumótsins í fótbolta eftir frábæran 4-1 sigur á Tékkum í kvöld en Evrópukeppnin hófst með tveimur leikjum í dag og fóru þeir báðir fram í Póllandi. Pólverjar og Grikkir höfðu áður gert 1-1 jafntefli í dramatískum opnunarleik.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2

Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði.

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Bikarinn á loft hjá Arnóri og félögum

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Fredericia 1-0 á útivelli í lokaumferð b-deildar danska fótboltans í kvöld. Leikmenn Esbjerg gátu fagnað frábæru tímabili í leikslok og bikarinn fór á loft.

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

Nýi United-maðurinn skoraði í stórsigri Japana

Shinji Kagawa hélt upp á samning við enska stórliðið Manchester United með því að skora eitt marka japanska landsliðsins í 6-0 stórsigri á Jórdaníu í undankeppni FIFA í dag. United mun kaupa Kagawa frá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund og verður hann fyrsti Japaninn sem spilar fyrir Manchester United.

Defoe snýr aftur til Póllands á laugardag

Reiknað er með því að Jermaine Defoe, framherji enska landsliðsins, snúi aftur í æfingarbúðir enska landsliðsins á morgun. Defoe þurfti frá að hverfa þar sem faðir hans varð bráðkvaddur á Englandi.

Modric sterklega orðaður við United

Luka Modric, miðjumaður Tottenham og króatíska landsliðsins, er enn á ný orðaður við Manchester United í breska götublaðinu The Sun í dag.

Rússar skoruðu fjögur mörk hjá Petr Cech

Rússar eru til alls líklegir í EM í fótbolta í ár eftir 4-1 sigur á Tékkum í seinni leik dagsins í A-riðli. Hinn 21 árs gamli Alan Dzagoev skoraði tvö mörk fyrir Rússa og Roman Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og bæði skoraði og lagði upp mark. Petr Cech, markvörður Tékka og Evrópumeistara Chelsea, þurfti því að sækja boltann fjórum sinnum í markið sitt í kvöld.

Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM

Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins.

Steve Clarke tekinn við West Brom

Steve Clarke er tekinn við stjórnartaumunum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Bromwich Albion. Clarke skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Smuda: Lewandowski á leið til United

Francieszek Smuda, landsliðsþjálfari Póllands í knattspyrnu, segir í viðtali við Reuters-fréttastofuna að skærasta stjarna liðsins, Robert Lewandowski, sé á leið til Manchester United.

Baros klár í slaginn með Tékkum

Milan Baros virðist hafa jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Tékkum þegar þeir mæta Rússum á EM 2012 í kvöld.

Jósef Kristinn mögulega frá út tímabilið

Jósef Kristinn Jósefsson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, verður mögulega frá keppni út yfirstandandi leiktíð. Jósef gekkt undir aðgerð vegna þrálátra hnémeiðsla í vikunni og óvíst með framhaldið.

Hollendingar hóta að ganga af velli

Mark van Bommel, landsliðsfyrirliði Hollands, segir að hann muni leiða sitt af vellinum verði leikmenn liðsins fyrir kynþáttaníði á meðan mótinu stendur.

Rangnick hafnaði West Brom

Þjóðverjinn Ralf Rangnick verður ekki næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins West Brom. Steve Clarke þykir nú líklegastur til að fá starfið eins og áður hefur komið fram.

Viðar Örn bjargaði Selfyssingum

Selfoss hafði naumlega betur gegn 2. deildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Kári til liðs við Rotherham

Kári Árnason hefur gert tveggja ára samning við enska D-deildarliðið Rotherham en hann lék síðast með Aberdeen í Skotlandi.

KB komst áfram í 16-liða úrslitin

3. deildarlið KB úr Breiðholti varð fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu.

Hughton tekinn við Norwich

Enska úrvalsdeildarfélagið Norwich hefur ráðið Írann Chris Hughton sem knattspyrnustjóra. Hughton tekur við liðinu af Paul Lambert sem færði sig yfir til Aston Villa.

Sjá næstu 50 fréttir