Fleiri fréttir

Rijkaard lítur á björtu hliðarnar

Eiður Smári Guðjohnsen átti góðan leik fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Glasgow Rangers á útivelli. Hann var mikið í boltanum og barðist vel fyrir liðið.

Garðar ráðinn til Leiknis

Garðar Gunnar Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Leiknis í Breiðholti á nýjan leik. Garðar hætti þjálfun liðsins fyrir ári síðan en er nú kominn aftur á heimavöll.

Wenger í sjöunda himni

„Það gjörsamlega féll allt með okkur í þessum leik. Við skoruðum okkar fyrsta mark úr okkar fyrsta færi. Þá var ekki aftur snúið," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir magnaðan 7-0 sigur liðsins á Slavia Prag í kvöld.

Frábær sóknarleikur

„Sóknarleikurinn sem við sýndum í kvöld var hreint frábær. Í raun hefðum við átt að skora miklu fleiri mörk," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 4-2 útisigurinn gegn Dynamo Kiev.

Arsenal fór á kostum

Ensku liðin Manchester United og Arsenal náðu sér vel á strik í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Sérstaklega Arsenal sem virðist óstöðvandi og fór á kostum gegn Slavia Prag með 7-0 sigri.

Mikið að gerast á íslenska markaðnum

Það er mikið að gerast á íslenska leikmannamarkaðnum þessa dagana. Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn ungi, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Breiðabliks og mun skrifa undir fjögurra ára samning við KR.

Legg mig allan fram fyrir Chelsea

Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, segist vera ánægður hjá félaginu. „Það er erfitt að leggja sig allan fram fyrir félag sem maður er ekki ánægður hjá. Ég legg mig allan fram fyrir Chelsea því ég er ánægður," sagði Drogba.

Dyring kominn í Fylki

Danski sóknarmaðurinn Allan Dyring hefur skrifað undir eins árs samning við Fylki. Dyring er 28 ára en hann hefur síðustu tvö ár verið í herbúðum FH. Hann var úti í kuldanum hjá Hafnarfjarðarliðinu í sumar og samdi um starfslok við liðið eftir tímabilið.

Inter náði í þrjú stig til Moskvu

Inter gerði góða ferð til Moskvu og vann CSKA 2-1 á útivelli í G-riðli Meistaradeildarinnar. Varnarmaðurinn Walter Samuel skoraði sigurmarkið í leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka, eftir hræðileg mistök hjá markverði heimamanna.

Megson efstur á blaði

Gary Megson, knattspyrnustjóri Leicester, er líklegastur til að taka við Bolton samkvæmt heimildum BBC. Graeme Souness fór á fund með stjórn Bolton í síðustu viku en hann ákvað að ganga ekki að samningi félagsins.

Eiður hentar vel á miðjuna

Spænskir sparkmiðlar gera mikið úr því að Eiður Smári Guðjohnsen verði nú í byrjunarliði Barcelona í fyrsta skipti í rúma fjóra mánuði þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.

Ragnar tilnefndur sem varnarmaður ársins

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er einn af fjórum leikmönnum sem koma til greina sem varnarmaður ársins í sænska fótboltanum. Tilnefningarnar hafa verið kynntar en lokahóf knattspyrnumanna í Svíþjóð verður þann 12. nóvember.

Figo spilar sinn 100. leik

Nú klukkan 16:30 hefst bein útsending Sýnar frá leik CSKA Moskvu og Inter Milan í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Enginn ítalskur leikmaður er í byrjunarliði Inter í dag og aðeins tveir á varamannabekknum.

Wenger gerir lítið úr mér

Þolinmæði markvarðarins Jens Lehmann hjá Arsenal virðist vera á þrotum ef marka má sjónvarpsviðtal sem kappinn gaf á stöð í heimalandi sínu. Lehmann segist vera orðinn leiður á niðurlægingunni sem fylgi því að fá ekki að spila.

Tölfræði úr ensku úrvalsdeildinni

Enska úrvalsdeildin heldur utan um marga skemmtilega töfræðiþætti sem ekki eru alltaf í umræðunni. Paul Scholes hjá Manchester United er þannig t.d. í algjörum sérflokki þegar kemur að fjölda sendinga.

500/1 að Gazza taki við Tottenham

Veðbankar á Englandi hafa nú mikið að gera við að taka við veðmálum um það hver verði ráðinn næsti stjóri Tottenham, fari svo að Martin Jol verði rekinn.

Juventus að bjóða í Lampard?

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að fulltrúi ítalska félagsins Juventus sé nú í Lundúnum þar sem hann sé að leggja fram formlegt kauptilboð í Frank Lampard hjá Chelsea.

Hermann einn leikjahæsti Norðurlandabúinn

Hermann Hreiðarsson er á leið með að verða einn leikreyndasti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann á að baki 270 leiki í deildinni og vantar aðeins fimm leiki til að fara í fjórða sætið.

Scholes ekki með í Kænugarði

Miðjumaðurinn Paul Scholes verður ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim í Meistaradeildinni eftir að hann meiddist á hné á æfingu í gærkvöld. Hann tók fyrstu vél heim til Manchester þar sem hann mun fara í myndatöku. Þetta eru fjórðu meiðsli kappans til þessa á leiktíðinni.

Eiður missti næstum af fluginu

Eiður Smári Guðjohnsen var nærri búinn að missa af fluginu til Glasgow með félögum sínum í Barcelona ef marka má fréttir í spænskum miðlum í dag.

Eiður verður í byrjunarliði Barcelona

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur staðfest að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliðinu á Ibrox í kvöld þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.

Walcott gæti byrjað í kvöld

Líklegt þykir að framherjinn ungi Theo Walcott verði í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Slavia Prag í H-riðli.

Tíundi leikur Dynamo án sigurs?

Manchester United á fyrir höndum erfiða heimsókn til Kænugarðs í kvöld þegar liðið sækir Dynamo Kiev heim. Heimamenn hafa þó ekki náð að landa sigri í síðustu níu leikjum í röð í keppninni - þar af fjórum heimaleikjum í röð.

Eiður gæti byrjað í Glasgow

Barcelona sækir Glasgow Rangers heim í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Ef marka má spænska miðla má allt eins gera ráð fyrir að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði spænska liðsins.

Torres fer ekki til Istanbul

Liverpool verður án framherjans Fernando Torres í leiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni annað kvöld. Torres er enn meiddur á læri og var heldur ekki með þegar Liverpool lék við granna sína í Everton um helgina.

Jol: Berbatov er ekki í fýlu

Bresku blöðin gerðu sér mat úr því í morgun að framherjinn Dimitar Berbatov hefði farið í fýlu af því hann var ekki í byrjunarliði Tottenham gegn Newcastle í gærkvöldi, en Martin Jol gaf skýringu á því í morgun.

Besta lið sem ég hef spilað með

William Gallas hrífst mjög af unglingasveit Arsene Wenger hjá Arsenal og segir liðið sé það besta sem hann hafi spilað með á ferlinum - betra en tvöfaldir meistarar Chelsea sem hann lék með áður.

Meistaradeildin í kvöld

Í kvöld hefst þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og því verður mikið um dýrðir á sjónvarpsrásum Sýnar eins og venjulega.

Ipswich býður Beckham til æfinga

Jim Magilton, stjóri Ipswich, hefur boðið David Beckham að æfa með sínum mönnum til að halda sér í formi. LA Galaxy er nú komið í frí í MLS deildinni en Beckham spilaði ekki nema 360 mínútur á tímabilinu vegna meiðsla og þarf að halda sér í formi svo hann sé inni í myndinni með enska landsliðinu.

Jol: Við getum enn rétt úr kútnum

Martin Jol stjóri Tottenham lætur það ekki hafa áhrif á sig þó lið hans sé fast í botnbaráttu eftir enn eitt tapið í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sterklega orðaður við Þrótt

Þróttarar ætla sér stóra hluti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þeir hafa þegar fengið Sigmund Kristjánsson frá KR og annar uppalinn Þróttari, Hjálmar Þórarinsson, hefur mikinn áhuga á að gera slíkt hið sama samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Ekki heyrt frá Grindavík

Óli Stefán Flóventsson hugsar sér til hreyfings þessa dagana en hann er að losna undan samningi við Grindavík.

Get ekki neitað því að ég er mjög sár

Varnarmaðurinn Auðun Helgason mun ekki spila með FH á næstu leiktíð. Samningur hans við félagið er á enda runninn og FH mun ekki bjóða honum nýjan samning.

Þetta er mikil áskorun

FH gekk frá samningum við tvo sterka leikmenn í gær; varnarmanninn Höskuld Eiríksson frá Víkingi, eins og getið er um ofar á síðunni, og svo við framherjann Jónas Grana Garðarsson sem var markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar.

Eiður í byrjunarliðinu gegn Rangers?

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona í kvöld sem mætir Glasgow Rangers í Skotlandi. Vonir standa til að Eiður verði loksins í byrjunarliði Barcelona en hann leysti Deco af hólmi um síðustu helgi er Portúgalinn meiddist og stóð sig vel.

United í góðum málum

Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ekkert mark hefur verið skorað í leikjunum í E-riðli þar sem Eiður Smári Guðjohnsen var loksins í byrjunarliði Barcelona.

Guðmundur Benediktsson framlengir samning við Val

„Á meðan maður hefur ennþá gaman af því að spila fótbolta og hefur fína heilsu þá er engin ástæða til að hætta," segir Guðmundur Benediktsson sem hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals um eitt ár.

Vidic í byrjunarliðinu

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic verður í byrjunarliði Manchester United í leiknum gegn Dynamo Kiev á morgun. Vidic er nýbyrjaður að æfa aftur eftir meiðsli sem hann hlaut í leik gegn Wigan fyrr í þessum mánuði.

Óvíst með Zlatan

Sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic er með flensu og óvíst hvort hann geti leikið með ítalska liðinu Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter leikur gegn CSKA í Moskvu og hefst leikurinn klukkan 16:30.

Newcastle vann Tottenham

Tottenham er enn í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið fór fýluferð til Newcastle í dag. Heimamenn unnu 3-1 sigur og styrktu stöðu sína í áttunda sæti deildarinnar.

Jónas Grani og Höskuldur í FH

Jónas Grani Garðarsson, markakóngur Landsbankadeildarinnar, er á leið til FH á nýjan leik. Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Jónas skoraði þrettán mörk í átján leikjum fyrir Fram í deildinni í sumar.

Theodór Elmar með Celtic til Portúgal

Theodór Elmar Bjarnason er í leikmannahópi Glasgow Celtic sem mætir Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Leikurinn fer fram á heimavelli Benfica í Portúgal.

Brann norskur meistari

Viking hjálpaði Brann að tryggja sér norska meistaratitilinn í kvöld. Viking vann 2-1 sigur á Stabæk og þar með er ljóst að Íslendingaliðið Brann er orðið norskur meistari.

Sigrar hjá Djurgården og Gautaborg

Djurgården og Gautaborg unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en lokaumferðin verður leikin næsta sunnudag. Bæði lið hafa 46 stig en Kalmar er með 45 stig í þriðja sæti.

Sjá næstu 50 fréttir