Fleiri fréttir

Taylor hættir sem þjálfari ungmennaliðs Englendinga

Peter Taylor hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga til þess að einbeita sér að þjálfun enska fyrstu deildar liðsins Crystal Palace. Taylor hefur þjálfað ungmennaliðið í nærri þrjú ár en hann þjálfaði það einnig á árabilinu 1996-1999.

Tomasson lánaður til Stuttgart

Hinn íslenskættaði Dani Jon Dahl Tomasson hefur verið lánaður til spænska liðsins Villareal þar sem eftir er tímabilsins en hann hefur verið á mála hjá þýska liðinu Stuttgart.

Kewell vonast til að verða klár fyrir leikina gegn Barcelona

Harry Kewell, hin meiðslum hráði leikmaður Liverpool vonast til að vera orðinn heill heilsu fyrir leikina gegn Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Kewell hefur ekkert spilað á yfirstandandi leiktíð eftir að hann meiddist á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrra.

Villidýrið gekk laust á White Hart Lane

Brasilíumaðurinn Julio Baptista setti á svið sýningu í kvöld þegar Tottenham og Arsenal skildu jöfn í fyrri undanúrslitaleik sínum í enska deildarbikarnum. Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir í leiknum, en það var Baptista sem sá um tilþrifin eftir það - ekki ósvipað og gegn Liverpool í 8-liða úrslitunum á dögunum.

Engar breytingar fyrirhugaðar hjá Wenger

Arsene Wenger var að vonum ánægður með baráttuanda varaliðs síns í kvöld sem var óheppið að fara ekki með öll stigin frá White Hart Lane þegar Tottenham og Arsenal skildu jöfn í fyrri leik sínum í undanúrslitum deildarbikarsins. Hann segir ungliða sína hafa unnið sér inn að spila síðari leikinn á heimavelli.

Við vorum þreyttir

Martin Jol, stjóri Tottenham, sagði að þreyta leikmanna hefði verið helsta ástæða þess að hans menn misstu niður 2-0 forystu gegn varaliði Arsenal í enska deildarbikarnum í kvöld. Tottenham var yfirspilað á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að halda jöfnu gegn spræku liði gestanna.

Hasselbaink sektaður fyrir ummæli í ævisögu sinni

Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Charlton hefur verið sektaður og gefin ströng viðvörun af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín í garð fyrrum félaga sinna í Chelsea í nýútkominni ævisögu sinni.

Chicago á höttunum eftir Zidane

Forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins Chicago Fire hafa viðurkennt að þeir hafi gert Frakkanum Zinedine Zidane tilboð um að koma og spila með félaginu, en hann er ekki eini leikmaðurinn sem fengið hefur símtal frá borg vindanna undanfarið.

Tomasson lánaður til Villarreal

Spænska liðið Villarreal gekk í dag frá lánssamningi við danska framherjann Joh Dahl Tomasson frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson, sem er af íslensku bergi brotinn, verður hjá spænska liðinu út leiktíðina.

Barcelona varð að sætta sig við jafntefli

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona urðu að sætta sig við eitt stig í kvöld þegar liðið mætti Betis á útivelli í leik sem frestað var í haust. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Rafael Marquez tryggði Barcelona stig með góðu marki á 61. mínútu.

Tottenham hefur yfir gegn Arsenal

Tottenham hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til leiklés í fyrri leik liðsins gegn grönnunum í Arsenal í enska deildarbikarnum. Dimitar Berbatov kom Tottenham yfir snemma leiks og síðara mark liðsins á White Hart Lane var sjálfsmark Julio Baptista. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Harðar Magnússonar.

Diaby í liði Arsenal í fyrsta sinn í 8 mánuði

Nú er fyrri undanúrslitaleikur Tottenham og Arsenal í enska deildarbikarnum að hefjast í beinni útsendingu á Sýn. Abu Diaby er kominn í byrjunarlið Arsenal eftir átta mánaða fjarveru vegna meiðsla og þeir Didier Zokora og Aaron Lennon koma inn í lið Tottenham á ný.

Eiður á bekknum gegn Betis

Nú er leikur Real Betis og Barcelona í spænsku deildinni kominn í gang og er hann sýndur beint á Sýn Extra. Þetta er frestaður leikur síðan Barcelona tók þátt í HM félagsliða í haust. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona að þessu sinni.

Man City á eftir Mido

Breska sjónvarpið greinir frá því nú síðdegis að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City sé að íhuga að bjóða í framherjann Mido hjá Tottenham. Mido er ekki í náðinni hjá Martin Jol knattspyrnustjóra og hefur óstöðugt form hans og vandræði utan vallar orðið til þessa að hann er væntanlega á leið frá félaginu. Mido hefur einnig verið orðaður við félög á Spáni, en verðmiðinn sem settur hefur verið á hann hefur fælt hugsanlega kaupendur frá.

Ballack hefði átt að fara til United

Frans "Keisari" Beckhenbauer, forseti Bayern Munchen, hefur aldrei setið á skoðunum sínum og í dag sagði hann að Michael Ballack hefði aldrei átt að fara til Chelsea heldur hefði verið nær fyrir hann að ganga í raðir Manchester United.

Terry framlengir ef Mourinho verður áfram

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti í gærkvöld að verið væri að leggja lokahönd á nýjan samning handa fyrirliðanum John Terry. Nýr samningur hans er talinn verða einhver sá stærsti í sögu úrvalsdeildarinnar, en því er haldið fram að Terry vilji aðeins framlengja ef hann fái tryggingu fyrir því að Jose Mourinho verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea.

Rocky veitti leikmönnum Watford innblástur

Adrian Boothroyd, stjóri Watford í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið nýja myndin um Rocky sem veitti leikmönnum sínum innblástur í gærkvöld þegar liðið vann afar sjaldgæfan og mikilvægan sigur. Boothroyd segist vonast til að lið Watford nái að setja á svið endurkomu á borð við þá sem hnefaleikahetjan Rocky hefur nú boðið áhorfendum á hvíta tjaldinu upp á í þrjá áratugi.

Del Piero afþakkaði að fara til Man Utd í sumar

Framherjinn Alessandro Del Piero hjá Juventus sagði í viðtali við breska blaðið The Sun í dag að honum hefði boðist að ganga í raðir Manchester United í sumar. "United hafði samband við mig og ég hefði geta farið til Englands, en ég ákvað að vera áfram í Torinu. Ég var upp með mér yfir áhuga United, en ég hef verið 13 ár í Tórínó og hér vil ég ljúka ferlinum, "sagði Del Piero og sagðist búast ivð því að Sir Alex Ferguson myndi skilja ákvörðun sína.

Baros var nálægt því að ganga í raðir Chelsea

Tékkneski framherjinn Milan Baros hefur viðurkennt að hann hafi verið hársbreidd frá því að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea á dögunum, en ekkert hafi orðið af viðskiptunum eftir að Shaun Wright-Phillips vildi ekki fara til Aston Villa í skiptum félaganna.

Barcelona hefur boðið í Rossi

Umboðsmaður framherjans Giuseppe Rossi hjá Manchester United segir að Barcelona hafi fyrir nokkru gert 4,1 milljón punda tilboð í leikmanninn. Rossi er nú sem lánsmaður hjá gamla liðinu sínu Parma á Ítalíu og fór á kostum þar í sínum fyrsta leik um helgina.

Simon Davies til Fulham

Kantmaðurinn Simon Davies hefur gengið í raðir Fulham frá Everton fyrir óuppgefna upphæð, en Davies hefur ekki átt sæti í liði Everton undanfarið. Hann er 27 ára landsliðsmaður Wales og sló í gegn hjá Tottenham á sínum tíma.

Martin Jol ögrar liði sínu

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur nú sent leikmönnum sínum skýr skilaboð í fjölmiðlum fyrir leikina gegn erkifjendunum í Arsenal í enska deildarbikarnum. Fyrri leikur liðanna verður sýndur beint á Sýn í kvöld.

Savage fótbrotinn

Blackburn varð fyrir miklu áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Robbie Savage þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik í tapinu gegn Watford og í ljós kom að hann er fótbrotinn. Líklegt þykir að hann muni því ekki koma meira við sögu á leiktíðinni.

Þriðji sigur Watford í deildinni

Watford unnu sér inn geysimikilvæg stig í botnbaráttunni á Englandi með 2-1 sigri á Blackburn á heimavelli í kvöld. Brett Emerton varð fyrir því óláni að skora í eigið mark þegar Watford komust yfir snemma leiks en Suður-Afríkumaðurinn Benny McCarthy jafnaði fyrir Blackburn fyrir hálfleik. Varnarmaðurinn Jay Demerit tryggði hinsvegar Watford sigurinn mikilvæga um miðjan síðari hálfleikinn. Þetta er einungis þriðji sigur Watford í deildinni og sitja þeir áfram á botninum eftir leikinn.

Chelsea í úrslit deildarbikarsins

Chelsea sigruðu Wycombe næsta örugglega í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld 4-0. Andriy Shevchenko skoraði fyrstu tvö mörk Englandsmeistaranna, en Frank Lampard innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Spánverji á láni til West Ham

West Ham gengu í kvöld frá lánssamningi við Kepa Blanco, spænskan framherja sem er á mála hjá Sevilla á Spáni. Blanco verður hjá Hömrunum það sem eftir er tímabils og eiga þeir þá kost á að tryggja sér þjónustu hans til frambúðar.

Ashley Young til Aston Villa

Aston Villa gengu í kvöld frá kaupunum á U-21 landsliðsmanninum Ashley Young frá Watford á 9.65 milljónir punda sem er metupphæð hjá félaginu.

Sagan ekki á bandi Tottenham

Ef tekið er mið af sögunni á Tottenham ekki mikla möguleika á að vinna granna sína í Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en liðin mætast í fyrri leik sínum á White Hart Lane annað kvöld. Tottenham hefur ekki unnið sigur í 15 leikjum gegn grönnum sínum.

Einvígi Davíðs og Golíats á Sýn í kvöld

Síðari undanúrslitaleikur Chelsea og Wycombe í enska deildarbikarnum verður sýndur beint sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Öskubuskulið Wycombe náði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli sínum og leitast við að gera hið ómögulega á Stamford Bridge í kvöld.

Nistelrooy hættur að gefa kost á sér

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gaf það út í gær að hann væri hættur að gefa kost á sér í hollenska landsliðið á meðan Marco Van Basten réði þar ríkjum. Nistelrooy á að baki 54 landsleiki en hefur ekki verið í liðinu síðan hann lenti í deilum við Van Basten í sumar, en Nistelrooy var ekki sáttur við að eiga ekki fast sæti í liði Hollendinga.

Wenger hefur fulla trú á kjúklingunum

Arsene Wenger ætlar ekki að breyta út af vananum annað kvöld þegar Arsenal sæki granna sína í Tottenham heim á White Hart Lane í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þar mun Arsenal tefla fram svipuðu liði og burstaði Liverpool í keppninni á dögunum.

Tilboði West Ham neitað

1. deildarlið Birmingham neitaði í dag nýju og endurbættu 6 milljón punda tilboði West Ham í varnarmanninn Matthew Upson. Steve Bruce knattspyrnustjóri er staðráðinn í að halda í Upson til loka leiktíðar, en Birmingham er í ágætri aðstöðu til að komast upp um deild í vor.

Tottenham kaupir Ricardo Rocha

Tottenham gekk í dag frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Rocha frá Benfica. Rocha er 28 ára gamall miðvörður og fréttir herma að hann hafi kostað enska félagið um 4 milljónir punda.

Milan kaupir Massimo Oddo frá Lazio

AC Milan gekk í dag frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Massimo Oddo frá Lazio, sem fær miðjumanninn Pasquale Foggia í staðinn og 7,75 milljónir evra. Oddo er þrítugur og er uppalinn í yngri flokkum Milan, en hefur unnið sér inn landsliðssæti síðan hann gekk í raðir Lazio árið 2002. Oddo er hægri bakvörður og mun keppa um sæti í liði Milan við gamla brýnið Cafu.

Reyna á heimleið

Claudio Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins, hefur verið leystur undan samningi sínum við Manchester City og er á leið til heimalandsins. Reyna hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og hefur ekki náð að vinna sér sæti í liði City í vetur. Hann er 33 ára gamall og gekk í raðir City frá Sunderland í ágúst árið 2003 fyrir 2,5 milljónir punda.

Ronaldo fer ekki frítt

Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan.

Blanco lánaður til West Ham

Framherjinn Kepa Blanco hjá Sevilla hefur verið lánaður til Íslendingaliðsins West Ham á Englandi til loka leiktíðar. Blanco er 23 ára gamall og vitað er að Manchester City, Charlton og Everton voru á höttunum eftir honum. Blanko hefur skorað 3 mörk í 9 leikjum fyrir Sevilla á leiktíðinni.

Neill til West Ham - Warnock til Blackburn

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn gekk í dag frá sölu á varnarmanninum Lucas Neill til West Ham og hefur nú fyllt skarð hans með kaupum á Stephen Warnock frá Liverpool. Warnock hafði aðeins spilað sjö leiki með Liverpool í vetur og var fyrir aftan þá John Arne Riise og Fabio Aurelio í goggunarröðinni.

Henry er besti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen segir í viðtali við tímarit Sky sjónvarpsstöðvarinnar að Thierry Henry hjá Arsenal sé besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. "Ég er alltaf jafn gáttaður á hæfileikum Henry," segir Owen í blaðinu sem kemur út í næsta mánuði. Owen hefur sett stefnuna á að snúa aftur úr meiðslum sínum í apríl í vor.

Carew á leið til VIlla í skiptum fyrir Baros

Eins og greint var frá í morgun er tékkneski landsliðsmaðurinn Milan Baros nú búinn að ganga frá félagaskiptum sínum frá Aston Villa til franska liðsins Lyon. Félögin hafa í hyggju að skipta á leikmönnum og ef allt gengur að óskum mun norski framherjinn John Carew fara til Villa í staðinn.

Nowotny leggur skóna á hilluna

Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Nowotny, sem er 33 ára gamall, hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu og Bayer Leverkusen. Hann spilaði 48 leiki fyrir þýska landsliðið og var nú síðast á mála hjá liði Dinamo Zagreb.

Erfiðast að venjast veðrinu

Ekki eru allir útlendingar í ensku úrvalsdeildinni lengi að smella inn í knattspyrnuna þar í landi og á meðan hvorki gengur né rekur hjá framherjanum Andriy Shevchenko hjá Chelsea, hefur Ítalinn Vincenzo Montella farið á kostum í fyrstu leikjum sínum með Fulham.

Shay Given verður frá í mánuð

Írski markvörðurinn Shay Given verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð eftir að hann tognaði á nára í leiknum við West Ham um helgina sem lauk með jafntefli 2-2. Þetta er í annað sinn sem Given meiðist gegn West Ham á þessari leiktíð. Liðið er þó ekki á flæðiskeri statt, því varamarkvörðurinn Steven Harper hefur þegar náð sér af sínum meiðslum.

Anelka vill fara aftur til Arsenal

Franski framherjinn Nicolas Anelka viðurkenndi í samtali við fjölmiðla í heimalandi sínu um helgina að hann væri vel til í að fara aftur til Arsenal, þar sem hann hóf feril sinn á Englandi á sínum tíma. Þessi ummæli hans fara eflaust öfug ofan í knattspyrnustjóra hans Sam Allardyce hjá Bolton.

Sjá næstu 50 fréttir