Fleiri fréttir

Portsmouth kaupir Lauren

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell.

Fastasta skot allra tíma?

Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi.

Real Madrid - Betis í beinni í kvöld

Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum.

Engin örvænting í herbúðum Chelsea

Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins.

Thatcher skammast sín fyrir árásina

Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton.

Birmingham neitaði West Ham

Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld.

Heinze vill ekki fara frá United

Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze.

Saviola á leið til Juventus?

Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri.

Benitez að missa áhugann á Neill

Breska blaðið Daily Mirror heldur því fram í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sé að gefast upp á því að reyna að fá til sín varnarmanninn Lucas Neill hjá Blackburn. Sagan segir að Neill hafi meiri áhuga á að ganga í raðir West Ham þar sem honum hafi verið boðinn betri samningur, en óvíst er að hann fari þangað eftir að félagið keypti Calum Davenport frá Tottenham í dag.

Rossi lánaður til Parma

Framherjinn ungi Giuseppe Rossi hjá Manchester United hefur verið lánaður til síns gamla félags Parma á Ítalíu til loka keppnistímabilsins. Rossi hefur verið í láni hjá Newcastle síðan í sumar, en fékk þar aðeins þrisvar að leika í byrjunarliði þrátt fyrir meiðsli lykilmanna þar á bæ. Rossi er aðeins 19 ára gamall.

Enska úrvalsdeildin hagnast

Sigurvegararnir í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eiga von á góðum bónusum eftir að tilkynnt var að deildin hefði náð erlendum sjónvarpssamningum fyrir 625 milljónir punda. Þetta þýðir að liðið sem hirðir efsta sætið á næsta ári mun fá aukalega um 50 milljónir punda í vasann. Samningurinn gildir út árið 2010.

Wolves hafnar tilboði Souness og félaga

Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Wolves hafa hafnað yfirtökutilboði frá hópi fjárfesta undir forystu fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness. Tilboð hópsins var að sögn talsmanna Wolves of lágt og því verður áfram leitað eftir kaupendum.

Ben Haim fer ekki til Chelsea

Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið muni ekki reyna frekar að fá til sín varnarmanninn Tal Ben Haim frá Bolton, en viðræður milli félaganna um kaupverðið sigldu í strand. Haim verður samningslaus í sumar.

Calum Davenport til West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham festi í dag kaup á miðverðinum Calum Davenport frá grönnum sínum í Tottenham fyrir óuppgefna upphæð. Davenport gekk í raðir Tottenham frá Coventry árið 2004 en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við West Ham.

Birmingham burstaði Newcastle

Þrír leikir fóru fram í enska bikarnum í kvöld, en hér var um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninar. Ekkert vantaði upp á dramatíkina frekar en venjulega í elstu bikarkeppni í heimi.

Dómarinn er fífl

Dómarinn sem dæmdi gilt markið sem Maradona skoraði með höndinni gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, er fífl. Þetta segir annar línuvörðurinn í leiknum.

Newcastle - Birmingham í beinni á Sýn

Þrír leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í kvöld en hér er um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninnar. Leikur Newcastle og Birmingham verður sýndur á Sýn klukkan 19:50 en auk þess tekur Fulham á móti Leicester og Tottenham mætir Cardiff. Leikur Valencia og Getafe í spænska bikarnum er svo í beinni á Sýna Extra klukkan 19:55.

Heinze orðaður við Tottenham

Argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hjá Manchester United hefur nú verið sterklega orðaður við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en talið er að United sé tilbúið að selja hann fyrir um 5 milljónir punda ef félagið nær að krækja í ungstirnið Gareth Bale frá Southampton. Heinze hefur ekki náð sér á strik síðan hann kom úr erfiðum hnémeiðslum og hefur misst sæti sitt í hendur Patrice Evra.

Allardyce ósáttur að missa af Dunn

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er afar óhress með ákvörðun varnarmannsins David Dunn að ganga í raðir Blackburn á elleftu stundu eftir að hann hafði gengist undir læknisskoðun og var við það að fara til Bolton.

Fangzhuo framlengir við United

Kínverski framherjinn Dong Fangzhuo hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og er því samningsbundinn til ársins 2010. Fangzhuo er 21 árs gamall og hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Anderlecht síðan hann gekk í raðir United árið 2004. Hann er nýkominn með atvinnuleyfi á Englandi.

Milan gerir tilboð í Ronaldo

Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008.

Ancelotti ekki á leið til Chelsea

Forráðamenn AC Milan hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þjálfari liðsins Carlo Ancelotti sé hvergi á förum í ljósi frétta á Englandi sem hermdu að Ancelotti yrði eftirmaður Jose Mourinho hjá Chelsea. Fréttir á borð við þessa eru farnar að skjóta upp kollinum eftir að fréttist að Mourinho væri hugsanlega á förum frá Chelsea.

Styður Jafet og vill í stjórn KSÍ

Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður greindi Fréttablaðinu frá því í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til formanns KSÍ en hann býður sig engu að síður fram til setu í stjórn KSÍ.

Spiluðum Rocky-lögin fyrir og eftir leik

Áhorfendur og leikmenn Everton og Reading fengu óvænta heimsókn um liðna helgi er bandaríski stórleikarinn Sylvester Stallone var meðal áhorfenda. Fyrir leikinn gekk hann út á miðjan völlinn með Everton-trefil á lofti og fékk gríðarlega góðar viðtökur frá stuðningsmönnum liðsins.

Vildi ekki fara til West Ham

Ekki eru allir tilbúnir að ganga til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham. Ashley Young, framherji enska liðsins Watford, neitaði að fara til West Ham eftir að Eggert Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Watford um að kaupa þennan 21 árs strák fyrir 9,65 milljónir enskra punda eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

GAIS hefur áhuga á Eyjólfi

Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti við Fréttablaðið í gær að forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS hefðu sett sig í samband við félagið vegna Eyjólfs Héðinssonar. Eyjólfur æfði með GAIS í síðustu viku og hreif forráðamenn liðsins. Hann er samningsbundinn Fylki næstu tvö árin en Hörður segir málið vera á byrjunarstigi.

Saviola fór á kostum

Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld.

City í fjórðu umferð

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday í aukaleik liðanna í þriðju umferð. Darius Vassell skoraði sigurmark City sem þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum. Middlesbrough þurfti einnig að hafa mikið fyrir hlutunum þegar liðið tók á móti Hull City.

Carew eftirsóttur

Norski framherjinn John Carew hjá Lyon hefur nóg að gera þessa dagana ef marka má frétt norska dagblaðsins VG, en í samtali við blaðið í dag segist framherjinn þegar hafa neitað tilboðum frá tíu knattspyrnufélögum.

Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham

Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood.

Solano útilokar ekki að spila í Bandaríkjunum

Miðjumaðurinn skemmtilegi Nolberto Solano hjá Newcastle gagnrýndi harðlega ákvörðun David Beckham að fara til Bandaríkjanna frá Real Madrid, en segist sjálfur vel geta hugsað sér að spila í Ameríku þegar hann hættir í ensku úrvalsdeildinni.

Man City - Sheffield Wednesday í beinni í kvöld

Leikur Manchester City og Sheffield Wednesday í þriðju umferð enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:50. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leik sínum og mætir sigurvegari kvöldsins liði Southampton á heimavelli í fjórðu umferðinni. Leikur Barcleona og Alaves í spænska bikarnum verður í beinni á Sýn Extra klukkan 19:55 en þar verður Eiður Smári Guðjohnsen hvíldur að þessu sinni.

Luque fer ekki til PSV

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hefur skorað á Spánverjann Albert Luque að einbeita sér að því að vinna sér sæti í enska liðinu, því ekkert verði af för hans til PSV Eindhoven í Hollandi eins og til stóð.

Harðar deilur milli Arsenal og Tottenham

Nú er útlit fyrir að enska knattspyrnusambandið þurfi að skerast í hatramma deilu grannliðanna Arsenal og Tottenham í tengslum við miðasölu á undanúrslitaviðureignir liðanna í enska deldarbikarnum.

Beckham vill verða leikari

Fatahönnuðurinn Giorgio Armani segist viss um að David Beckham sé að fara til Bandaríkjanna til að gerast leikari en ekki knattspyrnumaður, enda hafi hann útlitið til að bera í leiklistina.

Salihamidzic fer til Juventus

Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic hjá Bayern Munchen hefur gert samkomulag við ítalska liðið Juventus um að ganga í raðir þess næsta sumar. Salihamidzic er þrítugur og hefur verið hjá Bayern síðan árið 1998. Hann hefur samþykkt að skrifa undir fjögurra ára samning við ítalska félagið.

Boro ætlar ekki að semja við Viduka í janúar

Forráðamenn Middlesbrough hafa tekið það skýrt fram að félagið muni ekki endurnýja samning sinn við framherjann Mark Viduka fyrr en eftir að janúarglugganum lokar, því samningur hans rennur ekki út fyrr en í sumar.

Riquelme með nokkur tilboð á borðinu

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu.

Ronaldo fer ekki til Milan

Brasilíski framherjinn Ronaldo mun ekki ganga í raðir AC Milan í vetur ef marka má forráðamenn ítalska félagsins, en leikmaðurinn er kominn út í kuldann hjá Fabio Capello þjálfara eins og David Beckham. Slitnað hefur upp úr viðræðum Milan og Real Madrid um kaup á Ronaldo og nú er útlit fyrir að hann verði að klára árið sem hann á eftir af samningi sínum á bekknum hjá spænska liðinu.

Rommendahl vill fara aftur heim

Danski landsliðsmaðurinn Dennis Rommendahl hjá Charlton virðist vera orðinn þreyttur á botnbaráttunni, því hann hefur kallað á FC Kaupmannahöfn í heimalandi sínu og skorar á menn þar á bæ að gera tilboð í sig.

Engin örvænting í Ferguson

Sir Alex Ferguson hefur beðið blaðamenn að halda ekki niðri í sér andanum í janúarglugganum ef þeir telji Manchester United ætla að versla mikið. Hann segir enga örvæntingu í herbúðum félagsins.

Sebastian Deisler leggur skóna á hilluna

Þýski miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að leika knattspyrnu, aðeins 27 ára að aldri. Deisler þótti einhver efnilegasti leikmaður Þýskalands á sínum tíma en hefur aldrei náð ferlinum á fullan skrið vegna meiðsla og þunglyndis. Hann sagðist hætta því hann hefði einfaldlega ekki gaman af að spila fótbolta lengur.

Everton að íhuga tilboð í Joey Barton

David Moyes, stjóri Everton, hefur staðfest að félagið hafi gert Manchester City fyrirspurn í miðjumanninn Joey Barton. Leikmaðurinn má ræða við hvert það félag sem gerir formlegt amk 5,5 milljón punda tilboð í hann, en Everton hefur enn ekki gert formlegt tilboð. City vill ekki selja leikmanninn, en svo gæti farið að Everton gerði tilboð næstu daga.

Liverpool sækir um undanþágu vegna Mascherano

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ritað FIFA bréf þar sem það sækir um undanþágu fyrir miðjumanninn Javier Mascherano hjá West Ham og vonast til að hann fái grænt ljós á að spila með þriðja liðinu á leiktíðinni. Liverpool mun líklega ganga frá lánssamningi við leikmanninn ef félagið fær málið í gegn.

Sjá næstu 50 fréttir