Fleiri fréttir Kári orðaður við Álasund Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008. 23.11.2006 00:01 Tottenham leiðir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi. 23.11.2006 20:25 Chelsea tapaði fyrir Bremen Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. 22.11.2006 21:37 Bremen hefur yfir gegn Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þýska liðið Werder Bremen hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og þá hefur Barcelona yfir 1-0 gegn Levski Sofia í Búlgaríu. Ekkert mark er komið í leik Liverpool og PSV, en markaskorara kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis. 22.11.2006 20:44 Liverpool að landa ungum Argentínumanni Fréttir frá Englandi í kvöld herma að Liverpool sé við það að ganga frá lánssamningi við unga bakvörðinn Emiliano Insua frá Boca Juniors í Argentínu. Insua þessi ku vera á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni þar sem þessi 17 ára leikmaður mun fá stemminguna beint í æð. 22.11.2006 20:30 Vafasamt met hjá Spartak Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni. 22.11.2006 19:47 Fimm leikmenn tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Þrír af þeim fimm leikmönnum sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumenn Afríku spila í ensku úrvalsdeildinni. Nígeríumaðurinn Kanu hjá Portsmouth hefur tvisvar unnið til þessara verðlauna og er tilnefndur að þessu sinni. Auk hans eru þeir Didier Drogba og Michael Essien hjá Chelsea tilnefndir, en þeir koma frá Fílabeinsströndinni og Gana. 22.11.2006 19:22 Ancelotti hefur miklar áhyggjur Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hafa miklar áhyggjur af slöku gegni liðs síns á leiktíðinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir að Milan tapaði 1-0 fyrir AEK frá Aþenu í Meistaradeildinni í gær. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum, en það dregur ekki úr áhyggjum þjálfarans. 22.11.2006 19:13 Uwe Rosler tekinn við Viking Þýski þjálfarinn Uwe Rosler var í dag ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vikings í Stavangri, en hann var rekinn frá Lilleström nokkrum dögum og varð þar með áttundi þjálfarinn í deildinni tila ð taka pokann sinn á leiktíðinni. Rosler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Viking. 22.11.2006 18:44 Southgate fær að halda áfram Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti í dag að Gareth Soutgate hefði verið veitt undanþága til að sinna starfi knattspyrnustjóra Middlesbrough út keppnistímabilið þó hann hafi enn ekki aflað sér fullra réttinda til þess. 22.11.2006 18:25 Mikil pressa á Eiði Smára í kvöld Útlit er fyrir að pressan sé mikil á Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona í kvöld þegar liðið sækir Levski Sofia í Búlgaríu í Meistaradeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda og á heimasíðu félagsins í dag stendur að liðið muni treysta á að íslenski framherjinn sýni aðra eins frammistöðu og þegar hann skoraði tvö mörk gegn Mallorca í spænsku deildinni á dögunum. 22.11.2006 18:15 Kennum okkur sjálfum um tapið Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöld sé engum öðrum að kenna en leikmönnunum sjálfum, sem hafi fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færin sín. Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að mæta Benfica í lokaleiknum í riðlakeppninni. 22.11.2006 17:10 Aðgerðin á Ameobi heppnaðist vel Forráðamenn Newcastle hafa gefið það út að sóknarmaðurinn Shola Ameobi hafi nú lokið við aðgerð vegna meiðsla á mjöðm og hafi hún heppnast með miklum ágætum. Aðgerðin var framkvæmd í Colorado fylki í Bandaríkjunum, en þar á bæ eru menn ekki óvanir því að eiga við meidda leikmenn Newcastle. 22.11.2006 17:06 Ísland upp um tvö sæti Í morgun var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins FIFA en þar hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkað sig um tvö sæti síðan síðasti listi var gefinn út og situr í 93. sæti. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, heimsmeistarar Ítalíu í öðru og Argentínumenn í því þriðja. 22.11.2006 17:02 Benitez vill hirða toppsætið Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur lagt ríka áherslu á það við leikmenn sína að reyna að ná toppsætinu í C-riðli Meistaradeildarinnar í undirbúningi liðsins fyrir leikinn við PSV á Anfield í kvöld. 22.11.2006 16:56 Þrír leikir í beinni á Sýn í kvöld Keppni í Meistaradeild Evrópu heldur áfram með miklum látum í kvöld og sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með þrjá leiki í beinni útsendingu. Leikur Werder Bremen og Chelsea verður í beinni á Sýn klukkan 19:30, Liverpool - PSV verður í beinni á Sýn Extra og Levski - Barcelona verður í beinni á Sýn Extra 2 á sama tíma. 22.11.2006 15:04 Myndavélar verða notaðar á næsta ári Sepp Blatter, forseti FIFA, gaf það út í gær að notast verði við myndavélar til að skera úr um það hvort boltinn fer inn fyrir marklínu í heimsmeistarakeppni félagsliða á næsta ári. Til stóð að nota slíkan búnað á HM í sumar en hætt var við það eftir að búnaðurinn þótti ekki nógu langt kominn. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að reyna hann frekar og stefnt er á að koma þessari tækni inn á öll stórmót í nánustu framtíð. 22.11.2006 14:52 Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City. 22.11.2006 14:45 Gamlir refir íhuga að hætta Ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að einhver skörð verði væntanlega höggvin í stórlið AC Milan í vor, því þeir Paolo Maldini og Alessandro Corstacurta hallist að því að leggja skóna á hilluna. Þá er einnig reiknað með því að brasilíski bakvörðurinn Cafu sé að spila sína síðustu leiktíð með liðinu. 22.11.2006 14:40 Roy Carroll í meðferð Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans. 22.11.2006 14:38 Vissi að Saha næði ekki að skora Neil Lennon, fyrirliði Glasgow Celtic, hefur gefið það upp að Gary Neville hjá Manchester United hafi komið til sín skömmu áður en Louis Saha tók vítaspyrnuna á lokamínútum leiks liðanna í Meistaradeildinni í gær og sagt sér að Saha myndi ekki skora úr henni. 22.11.2006 14:30 Anton Ferdinand ákærður fyrir líkamsárás Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham hefur verið kærður fyrir líkamsárás á næturklúbbi í London í síðasta mánuði. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í dag. 22.11.2006 14:27 Mourinho ætlar að spila til sigurs Jose Mourinho segir sína menn í Chelsea ætla að sækja til sigurs gegn Werder Breen í Meistaradeildinni í kvöld, þó sigur gæti í raun orðið til þess að hjálpa erkifjendunum Barcelona að komast áfram upp úr riðlinum. 22.11.2006 13:43 Áfall að tapa þessum leik Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn. 21.11.2006 23:20 Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust. 21.11.2006 21:48 Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar. 21.11.2006 20:39 Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli. 21.11.2006 19:45 Platini situr ekki á skoðunum sínum Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Frakka sem þrisvar var sæmdur Gullskónum sem leikmaður, segir að Fabio Cannavaro eigi alls ekki skilið að verða sæmdur verðlaununum í ár. Víst þykir að Cannavaro muni verða sæmdur verðlaununum í lok mánaðarins, en fréttir þess efnis hafa lekið í fjölmiðla að undanförnu. 21.11.2006 17:28 Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16 Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05 Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30. 21.11.2006 14:51 Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2. 21.11.2006 14:37 Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu. 21.11.2006 14:28 Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38 Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar. 20.11.2006 20:03 Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15 Real Madrid býður í táning frá Argentínu River Plate í Argentínu hefur hafnað 7 milljón punda tilboði frá Real Madrid í táninginn Gonzalo Higuain, sem þykir eitt mesta efnið í Argentínu um þessar mundir. Huguin er til sölu, en aðeins fyrir rétt verð. 20.11.2006 16:30 Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. 20.11.2006 15:00 Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. 20.11.2006 14:30 Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45 Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00 Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. 20.11.2006 09:15 Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. 20.11.2006 08:30 Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 19.11.2006 20:08 Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. 19.11.2006 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Kári orðaður við Álasund Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008. 23.11.2006 00:01
Tottenham leiðir í hálfleik Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Bayer Leverkusen þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi. Það var fyrrum leikmaður Leverkusen, Búlgarinn Dimitar Berbatov, sem skoraði mark gestanna skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og á VefTV hér á Vísi. 23.11.2006 20:25
Chelsea tapaði fyrir Bremen Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. 22.11.2006 21:37
Bremen hefur yfir gegn Chelsea Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Þýska liðið Werder Bremen hefur yfir 1-0 gegn Chelsea á heimavelli sínum og þá hefur Barcelona yfir 1-0 gegn Levski Sofia í Búlgaríu. Ekkert mark er komið í leik Liverpool og PSV, en markaskorara kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðu Vísis. 22.11.2006 20:44
Liverpool að landa ungum Argentínumanni Fréttir frá Englandi í kvöld herma að Liverpool sé við það að ganga frá lánssamningi við unga bakvörðinn Emiliano Insua frá Boca Juniors í Argentínu. Insua þessi ku vera á Anfield í kvöld þegar Liverpool mætir PSV í Meistaradeildinni þar sem þessi 17 ára leikmaður mun fá stemminguna beint í æð. 22.11.2006 20:30
Vafasamt met hjá Spartak Bayern Munchen fór langt með að tryggja sér efsta sætið í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Spartak í Moskvu á gervigrasvelli liðsins. Spartak setti vafasamt met með jafnteflinu, því liðið hefur nú spilað 22 leiki án sigurs í Meistaradeildinni. 22.11.2006 19:47
Fimm leikmenn tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Þrír af þeim fimm leikmönnum sem tilnefndir hafa verið sem knattspyrnumenn Afríku spila í ensku úrvalsdeildinni. Nígeríumaðurinn Kanu hjá Portsmouth hefur tvisvar unnið til þessara verðlauna og er tilnefndur að þessu sinni. Auk hans eru þeir Didier Drogba og Michael Essien hjá Chelsea tilnefndir, en þeir koma frá Fílabeinsströndinni og Gana. 22.11.2006 19:22
Ancelotti hefur miklar áhyggjur Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist hafa miklar áhyggjur af slöku gegni liðs síns á leiktíðinni. Þessi ummæli lét hann falla eftir að Milan tapaði 1-0 fyrir AEK frá Aþenu í Meistaradeildinni í gær. Milan hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum, en það dregur ekki úr áhyggjum þjálfarans. 22.11.2006 19:13
Uwe Rosler tekinn við Viking Þýski þjálfarinn Uwe Rosler var í dag ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Vikings í Stavangri, en hann var rekinn frá Lilleström nokkrum dögum og varð þar með áttundi þjálfarinn í deildinni tila ð taka pokann sinn á leiktíðinni. Rosler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Viking. 22.11.2006 18:44
Southgate fær að halda áfram Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu tilkynnti í dag að Gareth Soutgate hefði verið veitt undanþága til að sinna starfi knattspyrnustjóra Middlesbrough út keppnistímabilið þó hann hafi enn ekki aflað sér fullra réttinda til þess. 22.11.2006 18:25
Mikil pressa á Eiði Smára í kvöld Útlit er fyrir að pressan sé mikil á Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona í kvöld þegar liðið sækir Levski Sofia í Búlgaríu í Meistaradeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda og á heimasíðu félagsins í dag stendur að liðið muni treysta á að íslenski framherjinn sýni aðra eins frammistöðu og þegar hann skoraði tvö mörk gegn Mallorca í spænsku deildinni á dögunum. 22.11.2006 18:15
Kennum okkur sjálfum um tapið Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni í gærkvöld sé engum öðrum að kenna en leikmönnunum sjálfum, sem hafi fengið á baukinn fyrir að nýta ekki færin sín. Hann hefur ekki stórar áhyggjur af því að mæta Benfica í lokaleiknum í riðlakeppninni. 22.11.2006 17:10
Aðgerðin á Ameobi heppnaðist vel Forráðamenn Newcastle hafa gefið það út að sóknarmaðurinn Shola Ameobi hafi nú lokið við aðgerð vegna meiðsla á mjöðm og hafi hún heppnast með miklum ágætum. Aðgerðin var framkvæmd í Colorado fylki í Bandaríkjunum, en þar á bæ eru menn ekki óvanir því að eiga við meidda leikmenn Newcastle. 22.11.2006 17:06
Ísland upp um tvö sæti Í morgun var birtur nýr styrkleikalisti Alþjóða Knattspyrnusambandsins FIFA en þar hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hækkað sig um tvö sæti síðan síðasti listi var gefinn út og situr í 93. sæti. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, heimsmeistarar Ítalíu í öðru og Argentínumenn í því þriðja. 22.11.2006 17:02
Benitez vill hirða toppsætið Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur lagt ríka áherslu á það við leikmenn sína að reyna að ná toppsætinu í C-riðli Meistaradeildarinnar í undirbúningi liðsins fyrir leikinn við PSV á Anfield í kvöld. 22.11.2006 16:56
Þrír leikir í beinni á Sýn í kvöld Keppni í Meistaradeild Evrópu heldur áfram með miklum látum í kvöld og sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með þrjá leiki í beinni útsendingu. Leikur Werder Bremen og Chelsea verður í beinni á Sýn klukkan 19:30, Liverpool - PSV verður í beinni á Sýn Extra og Levski - Barcelona verður í beinni á Sýn Extra 2 á sama tíma. 22.11.2006 15:04
Myndavélar verða notaðar á næsta ári Sepp Blatter, forseti FIFA, gaf það út í gær að notast verði við myndavélar til að skera úr um það hvort boltinn fer inn fyrir marklínu í heimsmeistarakeppni félagsliða á næsta ári. Til stóð að nota slíkan búnað á HM í sumar en hætt var við það eftir að búnaðurinn þótti ekki nógu langt kominn. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að reyna hann frekar og stefnt er á að koma þessari tækni inn á öll stórmót í nánustu framtíð. 22.11.2006 14:52
Joey Barton hefur ekki áhyggjur af landsliðinu Miðjumaðurinn skrautlegi Joey Barton hjá Manchester City segist ekki hafa stórar áhyggjur af því þó hann hljóti ekki náð fyrir augum Steve McClaren hjá enska landsliðinu og segist heldur vilja vinna titla með liði City. 22.11.2006 14:45
Gamlir refir íhuga að hætta Ítalska dagblaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því í dag að einhver skörð verði væntanlega höggvin í stórlið AC Milan í vor, því þeir Paolo Maldini og Alessandro Corstacurta hallist að því að leggja skóna á hilluna. Þá er einnig reiknað með því að brasilíski bakvörðurinn Cafu sé að spila sína síðustu leiktíð með liðinu. 22.11.2006 14:40
Roy Carroll í meðferð Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans. 22.11.2006 14:38
Vissi að Saha næði ekki að skora Neil Lennon, fyrirliði Glasgow Celtic, hefur gefið það upp að Gary Neville hjá Manchester United hafi komið til sín skömmu áður en Louis Saha tók vítaspyrnuna á lokamínútum leiks liðanna í Meistaradeildinni í gær og sagt sér að Saha myndi ekki skora úr henni. 22.11.2006 14:30
Anton Ferdinand ákærður fyrir líkamsárás Varnarmaðurinn Anton Ferdinand hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham hefur verið kærður fyrir líkamsárás á næturklúbbi í London í síðasta mánuði. Breska sjónvarpið greinir frá þessu í dag. 22.11.2006 14:27
Mourinho ætlar að spila til sigurs Jose Mourinho segir sína menn í Chelsea ætla að sækja til sigurs gegn Werder Breen í Meistaradeildinni í kvöld, þó sigur gæti í raun orðið til þess að hjálpa erkifjendunum Barcelona að komast áfram upp úr riðlinum. 22.11.2006 13:43
Áfall að tapa þessum leik Sir Alex Ferguson segir að það hafi verið algjört áfall fyrir sig og sína menn í Manchester United að tapa fyrir Celtic í Meistaradeildinni í kvöld, en enska liðið hafði tögl og haldir áður en frábær aukaspyrna Japanans Nakamura tryggði Celtic sigurinn. 21.11.2006 23:20
Nakamura tryggði Celtic sigur á Man Utd Manchester United tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Glasgow Celtic í Skotlandi. Enska liðið var mun betri aðilinn í leiknum en eins og til að kóróna slæmt kvöld hjá liðinu, misnotaði Louis Saha vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Það var japanski aukaspyrnusérfræðingurinn Nakamura sem tryggði Celtic sigur með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna í haust. 21.11.2006 21:48
Hamburg yfir gegn Arsenal í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sjö sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið Hamburg hefur yfir 1-0 gegn Arsenal á Emirates þar sem Rafael van der Vaart skoraði strax á 4. mínútu og Lyon hefur yfir 2-1 gegn Real Madrid á Bernabeu. Enn er markalaust í baráttunni um Bretland á Celtic Park, en stöðuna í leikjum kvöldsins má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi og svo eru þrír leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar. 21.11.2006 20:39
Porto tók CSKA Moskvu í kennslustund Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Porto vann öruggan og sannfærandi útisigur á CSKA Moskvu 2-0 með mörkum frá Ricardo Quaresma og Lucho Gonzalés og er liðið fyrir vikið komið í toppsætið í G-riðli. 21.11.2006 19:45
Platini situr ekki á skoðunum sínum Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Frakka sem þrisvar var sæmdur Gullskónum sem leikmaður, segir að Fabio Cannavaro eigi alls ekki skilið að verða sæmdur verðlaununum í ár. Víst þykir að Cannavaro muni verða sæmdur verðlaununum í lok mánaðarins, en fréttir þess efnis hafa lekið í fjölmiðla að undanförnu. 21.11.2006 17:28
Of mikil pressa á útlendingunum Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að útlenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sé ekki sýnd næg þolinmæði og bendir á að stuðningsmenn geri óraunhæfar væntingar til manna sem eru að rífa fjölskyldu sína upp og flytja búferlum til landa með gjörólíka menningu. 21.11.2006 16:16
Áfrýjunum Tottenham og Blackburn vísað frá Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Blackburn höfðu ekki erindi sem erfiði í áfrýjunum sínum á rauðu spjöldin sem þeir Hossam Ghaly og Tugay fengu að líta í viðureign liðanna á sunnudaginn. Stjórar beggja liða gagnrýndu dómgæslu Phil Dowd harðlega eftir leikinn, enda má færa rök fyrir því að bæði rauðu spjöldin hafi verið ansi vafasöm. 21.11.2006 15:05
Carlos og Guti framlengja hjá Real Madrid Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos og spænski miðjumaðurinn Guti skrifuðu báðir undir framlengingu á samningi sínum við Real Madrid í dag. Carlos 33 ára og er nú samningsbundinn Real fram til 2008 og Guti, sem er þrítugur, hefur framlengt til ársins 2010. Þeir verða væntanlega báðir í eldlínunni í kvöld þegar Real fær Lyon í heimsókn í Meistaradeildinni en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra 2 klukkan 19:30. 21.11.2006 14:51
Fjórir leikir í beinni á Sýn í dag Sjónvarpsstöðvar Sýnar verða með fjórar beinar útsendingar frá Meistaradeildinni í dag. Hátíðin hefst með leik CSKA Moskvu og Porto klukkan 17:15 á Sýn. Klukkan 19:30 hefst svo leikur Celtic og Manchester United á Sýn og á sama tíma verða leikir Arsenal og HSV á Sýn Extra og leikur Real Madrid og Lyon á Sýn Extra 2. 21.11.2006 14:37
Celtic ætti fullt erindi í ensku úrvalsdeildina Gordon Strachan og lærisveinar hans í skoska liðinu Glasgow Celtic mæta Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði Strachan að ekki væri jafn mikill munur á ensku úrvalsdeildinni og þeirri skosku og margir héldu. 21.11.2006 14:28
Greiða rúma 14 milljarða fyrir West Ham Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. 21.11.2006 13:38
Geir verður eftirlitsmaður í Meistaradeildinni Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar. 20.11.2006 20:03
Gallas verður frá í nokkrar vikur Arsenal verður án liðskrafta varnarmannsins William Gallas næstu vikurnar eftir að leikmaðurinn meiddist á æfingu á mánudag. Þetta er mikið áfall fyrir Arsenal en Gallas hefur spilað mjög vel síðustu vikur. 20.11.2006 18:15
Real Madrid býður í táning frá Argentínu River Plate í Argentínu hefur hafnað 7 milljón punda tilboði frá Real Madrid í táninginn Gonzalo Higuain, sem þykir eitt mesta efnið í Argentínu um þessar mundir. Huguin er til sölu, en aðeins fyrir rétt verð. 20.11.2006 16:30
Sao Paulo meistari í Brasilíu Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar. 20.11.2006 15:00
Engar væntingar skiluðu okkur HM-titlinum Marcello Lippi, ítalski þjálfarinn sem stýrði þjóð sinni til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, segir að litlar væntingar hafi átt stærstan þátt í að Ítalir urðu heimsmeistarar. “Það var engin pressa á okkur og það hjálpaði gríðarlega,” sagði Lippi við ítalska fjölmiðla í gær. 20.11.2006 14:30
Tevez segist ekki vera á förum frá West Ham Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez kveðst ekki vera á leið úr herbúðum West Ham, þrátt fyrir að allt bendi til þess að Eggert Magnússon og félagar gangi frá kaupum á félaginu í dag. 20.11.2006 12:45
Liverpool spilar ljótan fótbolta Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 20.11.2006 11:00
Eiði Smára líkt við Romario Eiður Smári Guðjohnsen, eða “Guddy” eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. 20.11.2006 09:15
Rijkaard ánægður með Eið Smára Eiður Smári Guðjohnsen fær mikið hrós frá stjóra sínum Frank Rijkaard fyrir frammistöðu sína með Barcelona gegn Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði 4-1 og skoraði Eiður Smári tvö markanna. 20.11.2006 08:30
Eiður Smári skoraði tvö í sigri Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen átti mjög góðan leik og skoraði tvö fyrstu mörk Barcelona þegar Spánar- og Evrópumeistararnir unnu Mallorca, 4-1, á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 19.11.2006 20:08
Áhorfendur ruddust inn á völlinn Leikur ADO Den Haag og Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag var flautaður af um miðjan síðari hálfleik eftir að hundruðir stuðningsmanna ADO ruddust inn á völlinn og létu öllum illum látum. 19.11.2006 19:00