Fleiri fréttir

Algjör forréttindi að fá að vera með

Eftir að hafa neyðst til að hætta aðeins 27 ára gömul og ekki spilað handbolta í tvö ár hefur Stjörnukonan Rakel Dögg Bragadóttir snúið aftur á völlinn með stæl. Hún er tvöfaldur bikarmeistari, komin aftur í íslenska landsliðið og spilar af fullum krafti, bæði í vörn og sókn.

Þriðja þrennan á árinu | Sjáðu mörkin hans Harry

Harry Kane fór heim með boltann eftir leik Tottenham og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spurs vann leikinn 4-0 og skoraði Kane þrjú fyrstu mörk liðsins í leiknum og það tók hann aðeins 23 mínútur að skora þrennuna.

Zlatan færði Man Utd bikar

Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford.

Stjörnuliðin finna sig vel í bikarúrslitunum

Stjörnukonur urðu bikarmeistarar annað árið í röð um helgina og hafa þar með unnið bikarinn átta sinnum. Kvennalið Stjörnunnar lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik árið 1986 en stelpurnar úr Garðabænum náðu aðeins að vinna einn af fyrstu sjö bikarúrslitaleikjum sínum.

Draumabyrjun Stjörnukvenna skóp sigurinn

Stórkostleg byrjun Stjörnunnar lagði grunninn að sigrinum á Fram, 19-18, og öðrum bikarmeistaratitli Garðbæinga í röð. Stjörnukonur voru tilbúnar strax frá upphafsflauti á meðan Framkonur sáu sér ekki fært að byrja leikinn fyrr en eftir 20 mínútur.

Óskarinn áfram á Hlíðarenda

Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26.

Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl

Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12.

Meistararnir í Cavaliers að fá veglega aðstoð

Talið er að Cleveland Cavaliers muni tilkynna eftir helgi að leikstjórnandinn Deron Williams sé búinn að semja við liðið út tímabilið en Deron sem hefur verið valinn í stjörnuliðið fimm sinnum á ferlinum er án félags eftir að Dallas leysti hann undan samningi.

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl

Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Frábært að fá lið frá nýrri heimsálfu á Rey Cup

Von er á liði frá Suður-Ameríku í fyrsta sinn á Rey Cup í sumar en fjögur ensk lið hafa þegar staðfest þátttöku sína á þessu alþjóðlega móti sem fer fram í Laugardalnum. Guðjón Guðmundsson ræddi við formann stjórnar Rey Cup í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Orri Freyr: Varnarleikurinn er lykillinn að öllum sigrum

Guðjón Guðmundsson ræddi við bræðurna Ými og Orra Frey sem léku lykilhlutverk í sigri Valsmanna á Aftureldingu í úrslitum bikarsins í handbolta aðeins viku eftir að hafa unnið frækinn sigur ytra í Áskorendabikarnum.

Red Bull kynnir nýjan bíl

Red Bull liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber nafni RB13.

Sebastian látinn fara

Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi.

Vardy segist ekki hafa kallað eftir brottrekstri Ranieri

Jamie Vardy segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi verið meðal leikmanna sem óskuðu eftir því að Claudio Ranieri yrði rekinn sem stjóri Leicester City en hann sendi fyrrum stjóra sínum kveðju á Instagram-síðu sinni í dag.

Messi skaut Börsungum í toppsætið

Sigurmark Lionel Messi gegn Atletico Madrid undir lok venjulegs leiktíma skaut Barcelona í toppsæti spænsku deildarinnar í bili en leiknum lauk með 2-1 sigri Börsunga á Vicente Calderon.

Kane kláraði Stoke í fyrri hálfleik

Stórleikur Harry Kane gerði út um Stoke í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Kane skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri á White Hart Lane.

Gylfi deilir efsta sætinu yfir flestar stoðsendingar

Stoðsending Gylfa gegn Chelsea í gær þýðir að hann deilir efsta sæti yfir flestar stoðsendingar á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi hefur komið að helming marka Swansea á leiktíðinni.

Sonur Pele dæmdur í tólf ára fangelsi

Fyrrum markvörðurinn Edinho sem er sennilega hvað þekktastur fyrir að vera sonur brasilísku goðsagnarinnar Pele, var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi

Rickie leiðir fyrir lokahringinn

Rickie Fowler er með öruggt fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Honda Classic Championship en lokahringurinn verður í beinni á Golfstöðinni.

Spennandi stjórnarkjör hjá SVFR í gær

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur var haldinn í gær og var að venju vel sóttur en greinilegt var að kosning til stjórnar dró að félaga sem hefði líklega annars ekki mætt.

Telur Zlatan geta leikið til fertugs

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hinn 35 árs gamli Zlatan Ibrahimovic, eigi nokkur ár eftir í fremstu röð og að hann geti leikið þar til hann verður fertugur.

Sutton saknaði átvaglsins af bekknum í dag

Utandeildarlið Sutton United saknaði svo sannarlega varamarkmannsins Wayne Shaw í 3-2 sigri gegn Torquay United í dag en enginn varamarkvörður var til staðar á bekknum þegar Ross Warner, markvörður Sutton meiddist.

Körfuboltakvöld: Skítabragð sem er stórhættulegt

Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu brot sem dæmt var á Sherrod Wright í leik Keflavíkur og Hauka á fimmtudaginn en þeir voru sammála um að þetta væri skítabragð sem ætti ekki heima inn á vellinum.

Ólafur Bjarki hafði betur í Íslendingaslag

Þríeyki Íslendinganna í Aue þurftu að sætta sig við tap á heimavelli gegn Ólafi Bjarka Ragnarssyni og félögum í Eisenach í þýsku 2. deildinni í handbolta en fyrr í dag var Arnór Þór öflugur í sigri Bergischer.

Sjá næstu 50 fréttir