Ingi Þór um skíðaferð Ívars: „Strákunum finnst þetta óvirðing við sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2017 12:30 Ingi Þór Steinþórsson skilur að menn þurfi frí en finnst tímapunkturinn skrítinn. vísir/ernir „Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
„Mér finnst þetta hálf sorglegt. Persónulega gæti ég ekki farið í frí frá liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Domino´s-deild karla í körfubolta, um skíðaferð Ívars Ásgrímssonar, þjálfara Hauka, sem er þess valdandi að hann missir af leik liðanna á fimmtudaginn. Ívar, sem kom Haukum í úrslitaeinvígið á síðustu leiktíð en berst nú við fallið tæpu ári síðar, pantaði sér ferðina síðasta sumar. Hann er mjög ósáttur við umfjöllun Domino´s-Körfuboltakvölds um ferðina og skrifaði út af henni langan pistil á Facebook-síðu sína. Þar segir Ívar meðal annars: „Þessi ferð var ákveðin í sumar og var tíminn valinn sérstaklega, ekki fyrir bikarhelgi og nægur tími fyrir úrslitakeppni. Þessi leikur sem ég missi af, heimaleikur, hefði kannski verið sá leikur sem ég gæti verið frá.“ Leikurinn sem Ívar „gæti verið frá“ er þessi leikur gegn Snæfelli sem er ekki búið að vinna leik á tímabilinu en því var spáð botnsætinu og sást í raun síðasta sumar hvert stefndi miðað við leikmannamál Hólmara.Viðtal sem Hjörtur Hjartarson tók við Inga Þór verður spilað í Akraborginni í dag en þar spyr Hjörtur hvort skilaboðin með að velja þennan tímapunkt fyrir ferðina séu ekki undirliggjandi hjá Ívari. „Þau eru bara vatn á okkar myllu. Við erum búnir að spila ágætlega að undanförnu og erum að leita að okkar fyrsta sigri. Fyrst og fremst erum við að reyna að spila betur og betur,“ segir Ingi Þór sem segir að svona hlutur kæmi aldrei til greina hjá honum. „Þetta eru aðstæður sem ég persónulega myndi ekki setja mitt lið og mína leikmenn í. Það eru mjög fáir þjálfarar í deildinni sem myndu gera þetta, þó ég hafi nú ekki rætt við þá alla. Mér finnst þessi staða vera miður.“ Ingi Þór spyr sig hvort eitt gangi yfir alla hjá Haukunum. Hvað ef stjörnuleikmaður eins og Emil Barja myndi langa í fríið á miðju tímabili? „Hvað ef Emil Barja myndi tilkynna það að hann ætlaði að skella sér í vikufrí með unnustu sinni? Ég hugsa að það yrði ekki tekið létt á því. Mér finnst þetta ekki gott fordæmi. Menn sem eru þarna í stjórnunarstöðu þurfa að setja gott fordæmi,“ segir Ingi Þór og bætir við: „Strákunum [mínum] finnst þetta óvirðing við sig og nú er það þeirra að nýta sér það.“Allt viðtalið verður spilað í Akraborginni sem er á X977 á hverjum virkum degi á milli 16 og 18.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30 Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19 Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Ívari finnst umfjöllunin um skíðaferðina ósanngjörn: Eins og ég sé glæpamaður að flýja afbrot Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, skrifar í kvöld pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann gagnrýnir þá umfjöllun sem ferð hann erlendis á skíði hefur fengið á fjölmiðlum undanfarna daga. 26. febrúar 2017 20:30
Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar Ekki er víst hvort Ívar Ásgrímsson stýri Haukum gegn Snæfelli í Domino's deild karla eftir viku. 24. febrúar 2017 17:19
Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“ Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport. 25. febrúar 2017 23:30