Fleiri fréttir

Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla

Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn.

Sjö þjóðir geta elt Ísland inn á EM í Frakklandi í kvöld

Undankeppni EM í fótbolta 2016 fer aftur af stað í kvöld og það er mikið undir hjá nokkrum þjóðum í leikjum dagsins. Þýskaland, Pólland, Norður-Írland, Rúmenía, Portúgal, Danmörk og Albanía geta nefnilega öll tryggt sér sæti á EM í Frakklandi með hagstæðum úrslitum í kvöld.

FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar.

Eric “Eazy” Wise með Grindavík í vetur

Grindvíkingar hafa fundið nýjan bandarískan leikmann fyrir tímabilið í Dominos-deild karla í körfubolta en karfan.is sagði fyrst frá því að Grindavík hafi samið við Eric Wise.

Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar

Kristinn Jónsson var besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar að mati Fréttablaðsins og Vísis. Blikar áttu þrjá bestu leikmennina í einkunnagjöfinni og besta vörn deildarinnar á sex leikmenn meðal þeirra 30 bestu. Fréttablaðið gerir upp sumarið.

Megum ekki láta neitt koma okkur úr jafnvægi

Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Makedóníu og Slóveníu í lok október í næstu leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Það vantaði upp á að klára færin í síðasta leik og það á að laga.

Katrín lék allan leikinn í tapi Liverpool

Katrín Ómarsdóttir lék allan leikinn fyrir Liverpool sem tapaði 1-0 fyrir ítalska liðinu Brescia á útivelli í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Sex íslensk mörk í jafntefli Nimes og Créteil

Nimes, lið þeirra Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Snorra Steins Guðjónssonar, gerði 30-30 jafntefli við Créteil á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Öruggt hjá Barcelona

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í enn einum stórsigri Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í kvöld voru fórnarlömbin Adelma en leiknum lyktaði með níu marka sigri Börsunga, 28-37.

Annað tap Hauks og félaga

Haukur Helgi Pálsson skoraði fimm stig og tók þrjú fráköst þegar Mitteldeutscher tapaði með 14 stiga mun, 89-75, fyrir Telekom Baskets Bonn, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Jakob stigahæstur í sigri Borås

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Borås Basket sem vann 11 stiga sigur, 82-71, á Malbas í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Blatter settur í 90 daga bann

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters.

Harpa: Komið gott af rússneskum liðum

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir að Stjörnukonur séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en annað árið í röð mæta Garðbæinga rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra.

Túnin víða svört af gæs

Þrátt fyrir að gæsaveiðitímabilið hafi hafist 20. ágúst eru margar skyttur sem bíða með að skjóta þangað til í byrjun október.

Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League

Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir