Fullt af íslenskum kylfingum að keppa fyrir bandaríska háskóla í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 16:00 Gísli Sveinbergsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sunna Víðisdóttir. Mynd/GSÍmyndir.net Fjölmargir íslenskir kylfingar eru að keppa fyrir bandarísk háskólalið á þessu tímabili og eru þau hjá skólum víðsvegar um Bandaríkin. Golfsambandið tók saman hvernig hefur gengið hjá íslensku kylfingunum í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu.Gísli Sveinbergsson úr Keili og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5. til 6. október síðastliðinn. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék samtals á sautján höggum undir pari og var heilum tuttugu höggum á undan næsta sveit. Gísli lék hringina þrjá á einu höggi undir pari eða á samtals 215 höggum (73-73-69). Gísli deildi hann sjöunda sætinu á þessu móti en sigurvegarinn lék á átta höggum undir pari. Bjarki endaði í 32. sæti á 223 höggum (75-71-77) eða sjö höggum yfir pari.Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4. til 6. október. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á 212 höggum (74-67-71) eða fjórum höggum undir pari. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á fjórum höggum yfir pari eftir að hafa leikið á þremur undir pari á lokahringnum. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu.Rúnar Arnórsson úr Keili lék með Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á fimmtán höggum yfir pari eða samtals 155 höggum (77-78). Skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt.Ari Magnússon úr GKG og Theodór Emil Karlsson úr GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti. Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75).Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum.Sunna Víðisdóttir úr GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt. Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fjölmargir íslenskir kylfingar eru að keppa fyrir bandarísk háskólalið á þessu tímabili og eru þau hjá skólum víðsvegar um Bandaríkin. Golfsambandið tók saman hvernig hefur gengið hjá íslensku kylfingunum í bandaríska háskólagolfinu að undanförnu.Gísli Sveinbergsson úr Keili og Bjarki Pétursson úr GB voru báðir í sigurliði Kent State á móti sem fram fór í Cleveland 5. til 6. október síðastliðinn. Sigur Kent í liðakeppninni var gríðarlega öruggur en sveitin lék samtals á sautján höggum undir pari og var heilum tuttugu höggum á undan næsta sveit. Gísli lék hringina þrjá á einu höggi undir pari eða á samtals 215 höggum (73-73-69). Gísli deildi hann sjöunda sætinu á þessu móti en sigurvegarinn lék á átta höggum undir pari. Bjarki endaði í 32. sæti á 223 höggum (75-71-77) eða sjö höggum yfir pari.Haraldur Franklín Magnús úr GR endaði í fjórða sæti á móti sem fram fór í Mexíkó dagana 4. til 6. október. Haraldur leikur fyrir Louisiana háskólann og endaði hann á 212 höggum (74-67-71) eða fjórum höggum undir pari. Ragnar Garðarssonúr GKG er í sama skólaliði og Haraldur Franklín. Ragnar bætti sig verulega á lokahringnum og endaði í 18. sæti á fjórum höggum yfir pari eftir að hafa leikið á þremur undir pari á lokahringnum. Louisiana endaði í fjórða sæti í liðakeppninni og voru Haraldur og Ragnar með tvö bestu skorin í liðinu.Rúnar Arnórsson úr Keili lék með Minnesota State skólanum á McDonalds mótinu sem fram fór í Connecticut. Rúnar endaði í 54. sæti á fimmtán höggum yfir pari eða samtals 155 höggum (77-78). Skólalið hans endaði í þriðja sæti af alls fimmtán liðum sem tóku þátt.Ari Magnússon úr GKG og Theodór Emil Karlsson úr GM hafa leikið á tveimur mótum með Arkansas Monticello liðinu. Á fyrra mótinu sem fram fór um miðjan september endaði Theodór í 18. sæti á 221 höggum (72-73-76) og Ari lék á (79-81-73). Liðið endaði í fimmta sæti á þessu móti. Á síðara mótinu sem fram fór í lok september endaði UAM í þriðja sæti. Theodór endaði í fimmta sæti á 147 höggum (76-71) en Ari lék á 157 högugm og endaði í 34. sæti (82-75).Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék með Fresno State skólaliðinu á Rose City mótinu sem fram fór í lok september. Guðrún bætti sig verulega þegar á leið mótið en hún endaði í 16. sæti á 222 höggum (80-71-71). Fresno endaði í þriðja sæti af alls 15 liðum.Sunna Víðisdóttir úr GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG léku með Elon liðinu á Lady Pirate mótinu sem fram fór í lok september. Sunna endaði í 18. sæti á 231 höggi (76-77-78), Gunnhildur endaði í 62. sæti á +32, 248 högg, (82-86-80). Elon endaði í þriðja sæti af alls 17 liðum sem tóku þátt.
Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira