Fleiri fréttir

Arnór inn fyrir Arnór

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.

Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?

Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.

Hún hefur algjörlega helgað körfuboltanum líf sitt

Hildur Sigurðardóttir hefur spilað frábærlega með toppliði Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur og komst í vikunni í fámennan hóp kvenna sem hafa skorað yfir 4.000 stig í efstu deild. Hildur tók líka toppsæti af Jóni Arnari Ingvarssyni en engn hefur nú gefið fleiri stoðsendingar í efstu deild á Íslandi.

Real Madrid fór á kostum

Real Madrid vann sannfærandi 5-0 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Þar með jafna liðið toppliðin Atletico Madrid og Barcelona að stigum.

City skoraði fjögur gegn Cardiff

Manchester City hélt áfram að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði í dag betur gegn nýliðum Cardiff City á heimavelli, 4-2.

Botnliðið vann Stoke | Úrslit dagsins

Nýliðar Crystal Palace kom sér úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Stoke í dag en fimm leikjum er nú nýlokið í deildinni.

Bara einn "grófari" en Sverre á EM

Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins, hefur fengið fimmtán refsistig í fyrstu þremur leikjum íslenska landsliðsins á EM í handbolta í Danmörku.

Ísland á tvo menn meðal þeirra fimm markahæstu á EM

Ísland átti tvo af fimm markahæstu leikmönnum riðlakeppninnar á EM í handbolta en henni lauk í kvöld með leikjum í C- og D-riðli. Milliriðill eitt fer síðan af stað á morgun og þá á Ísland leik á móti Austurríki.

Frakkar sendu Serba heim - Pólverjar og Rússar áfram

Frakkland fer með fullt hús inn í milliriðil tvö eftir þriggja marka sigur á Serbum í kvöld, 31-28, í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Serbar eru aftur á móti á heimleið eftir riðlakeppnina aðeins tveimur árum eftir að þeir fóru alla leið í úrslitaleik EM.

KR-konur fyrstar inn í undanúrslitin

KR er komið áfram í undanúrslit Powerade-bikars kvenna í körfubolta eftir tólf stiga sigur á Grindavík, 73-61, í Röstinni í kvöld. Vesturbæjarliðið komst síðast svona langt í bikarnum árið 2011.

McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi

Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi.

Króatar með fjögur stig inn í milliriðil

Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en þetta var í raun fyrsti leikur liðanna í milliriðli.

Patrekur með í fótbolta á æfingu Austurríkismanna - myndir

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, eru mættir með lið sín til Herning en Ísland og Austurríki mætast á morgun í fyrstu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku.

De Bruyne að verða leikmaður Wolfsburg

Kevin De Bruyne, leikmaður Chelsea, hefur gengist undir læknisskoðun hjá þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg og mun líklega skrifa undir samning við félagið á sunnudaginn.

Strákarnir komnir til Herning

Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli EM á morgun. Þeir fluttu sig frá Álaborg í dag yfir til smábæjarins Herning en þar er engu að síður flottasta handboltahöll Danmerkur, Jyske Bank Boxen eða bara Boxið.

Gaupi fór yfir EM með þeim Ásgeiri, Rúnari, Aroni og Canellas

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð tvö, fékk menn til að fara yfir frammistöðuna í riðlakeppninni og meta möguleika íslenska handboltalandsliðsins í milliriðlinum á EM í Danmörku en fyrsti leikur Íslands er á móti Austurríki á morgun.

Van Persie styður Moyes

Robin Van Persie, leikmaður Manchester United, lýsir yfir stuðningi við David Moyes, knattspyrnustjóra United, í viðtali á Sky Sports.

Omeyer klár í slaginn með Frökkum

Markvörðurinn Thierry Omeyer er kominn í franska hópinn á Evrópumótinu í Danmörku en hann hefur ekki tekið þátt á mótinu hingað til.

Ertu eiginkona veiðimanns?

Því hefur verið fleygt fram af og til að þegar nær dregur veiðitímabilinu dragist athygli veiðimanna alltaf meira og meira að veiðidóti.

NBA í nótt: Brooklyn Nets vann í London

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í gær og í nótt en einn þeirra fór fram í London. Ákveðin hefð hefur myndast í NBA-deildinni að leika nokkra leiki í borginni á hverju ári.

Guðrún Brá gengur til liðs við Fresno State

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi.

Spænsku nautabanarnir of sterkir

Strákarnir okkar gáfu allt sem þeir áttu gegn heimsmeisturunum og voru ekki fjarri því að leggja spænsku risana. Þeir halda nú í milliriðil í Herning með eitt stig í farteskinu og það stig gæti reynst afar dýrmætt.

Reed með eins höggs forystu í Kaliforníu

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tók forystuna á Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 63 höggum eða níu höggum undir pari.

Helena klikkaði á öllum þrettán skotunum sínum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu Aluinvent Miskolc eru svo gott sem úr leik í EuroCup kvenna eftir 32 stiga tap í fyrri leiknum á móti tyrkneska liðinu Istanbul Universitesi, 55-87, í sextán liða úrslitum keppninnar.

Messi sá um að afgreiða Getafe

Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 útisigri á Getafe í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Tveir banvænir sprettir Spánverja - myndir

Íslenska landsliðið varð að sætta sig við annað sætið í B-riðli og að taka bara eitt stig með sér í milliriðilinn eftir fimm marka tap á móti heimsmeisturum Spánverja í kvöld, 28-33, í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Danmörku.

"Hvernig fór boltinn ekki inn?“

Bikarævintýri Kidderminster Harriers heldur áfram í enska bikarnum en liðið sló út Peterborough United á dögunum.

Sjá næstu 50 fréttir