Fleiri fréttir

Alfreð náði yfirhöndinni í einvíginu gegn Guðmundi

Kiel vann nokkuð þægilegan sigur á Rhein-Neckar Löwen í stórslag liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 33-25. Þetta var 21. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum í deildinni sem er vitanlega met. Yfirburðir Kiel eru með ólíkindum.

Tiger komst naumlega áfram

Tiger Woods slapp naumlega við neyðarlegt tap í fyrstu umferð í heimsmótinu í holukeppni sem hófst í dag. Hann hafði betur gegn Spánverjanum Gonzalo Fernandez-Castano.

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Galopin barátta um þriðja sætið | toppliðin unnu

Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík og Njarðvík, efstu tvö lið deildarinnar, unnu bæði sína leiki í kvöld en næstu þrjú lið á eftir eru nú jöfn að stigum.

Aðeins eitt íslenskt mark í sigri AG

Arnór Atlason var eini Íslendingurinn sem komst á blað í öruggum sigri AG Kaupmannahafnar á Skive, 28-17, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gerrard: Loksins úrslitaleikur á Wembley | Æskudraumurinn rætist

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur leitt sitt lið til sigurs í tveimur úrslitaleikjum enska bikarsins, tveimur úrslitaleikjum enska deildabikarsins, einum úrslitaleik í UEFA-bikarnum og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn þessara úrslitaleikja hefur hinsvegar verið á Wembley.

Aron Pálmarsson ræddi um handbolta og Chelsea í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, var í viðtali í Boltanum á X-inu 977 við Valtý Björn Valtýsson. Aron, sem leikur með Kiel í efstu deild í Þýskalandi verður í eldlínunni í dag þegar lið hans tekur á móti Rhein-Neckar Löwen kemur í heimsókn í dag.

City fór létt með Evrópumeistara Porto

Manchester City komst auðveldlega áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA í kvöld eftir 4-0 sigur á Porto á heimavelli og 6-1 samanlagðan sigur.

Tveir erlendir varnarmenn hætta í Pepsi-deildinni

Færeyingurinn Jónas Þór Næs og Daninn Nikolaj Hagelskjær Pedersen stóðu sig báðir vel með liðum sínum í Pepsi-deildinni síðasta sumar en vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að þeir verði ekki áfram á Íslandi í sumar.

Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag

Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti.

Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona

Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.

Ross Brawn: Draumurinn að Schumacher sigri aftur

Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir það vera draum sinn að Michael Schumacher standi aftur á efsta þrepi verðlaunapallsins í mótum ársins. Brawn stýrði líka Ferrari í sigurtíð Schumachers þar.

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Villas-Boas: Hefðum átt að verjast betur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld að varnarleikur liðsins hefði verið slakur.

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

West Ham aftur á toppinn

West Ham kom sér aftur á topp ensku B-deildarinnar með 4-1 sigri á Blackpool í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni.

Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli

Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1.

Stórt tap hjá Team Tvis í Danmörku

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir komust báðar á blað þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði nokkuð stórt fyrir FC Mitdjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Íslenska landsliðið fimmta besta í Evrópu

Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2014 í handbolta. Ísland er í fimmta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

John Terry þarf að fara í aðgerð á hné | Frá í tvo mánuði

John Terry, fyrirliði Chelsea, þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa haldið honum frá keppni síðustu þrjár vikur. Terry glímir við meiðsli á hægra hné en forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hann gæti spilað á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld.

Xavi býst við því að Guardiola verði áfram hjá Barcelona

Xavi, leikstjórnandi Barcelona-liðsins, er viss um að þjálfarinn Pep Guardiola skrifi undir nýjan samning við félagið. Guardiola hefur ekki gefið neitt út um framhaldið og spænskir fjölmiðlar fjalla flestir um málið á hverjum degi.

Sjá næstu 50 fréttir