Fleiri fréttir

Framarar í bikarúrslitaleikinn í tíunda skipti - myndir

Framarar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í kvöld með dramatískum eins marks sigri á HK, 24-23, í Digranesi. Framarar eru þar með komnir í Höllina í tíunda skiptið en þeir hafa ekki unnið bikarinn síðan 2000 eða í tólf ár.

Lennon skoraði fimm mörk á móti KR | Fram Reykjavíkurmeistari

Steven Lennon var í miklu stuði í kvöld þegar Fram tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn eftir 5-0 stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum KR í úrslitaleik mótsins í Egilshöllinni. Lennon skoraði öll fimm mörkin þar af þrjú þeirra í fyrri hálfleiknum.

Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega

Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík – KR 95-83

Keflvíkingar komust upp í 2. sætið Iceland Express deildar karla eftir tólf stiga sigur á KR, 95-83, í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem þeir unnu 35-17.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73

Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því.

Tindastóll vann ÍR í Seljaskóla | Skoruðu 10 síðustu stigin

Tindastóll hitaði upp fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Keflavík um næstu helgi með því að vinna fjögurra stiga sigur á ÍR, 96-92, í spennandi leik í Seljaskóla í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Frábær byrjun Solna dugði ekki - sigurgangan á enda

Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Solna Vikings sem tapaði naumlega fyrir toppliði Sodertelje Kings, 84-87, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Solna Vikings var búið að vinna sjö leiki í röð og var komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Beckenbauer: Robben er eigingjarn

Franz Beckenbauer er ekki í aðdáendaklúbbi Hollendingsins Arjen Robben, sem leikur með Bayern Munchen. Beckenbauer segir að Robben sé allt of eigingjarn.

Lakers að spá í Arenas

Fyrrum stjörnuleikmaðurinn Gilbert Arenas reynir nú allt hvað hann getur til þess að koma sér aftur inn í NBA-deildina. Hann hefur verið án félags síðan Orlando losaði sig við hann í byrjun desember.

Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár.

Skosku meistararnir í Rangers á leiðinni í greiðslustöðvun

Skosku meistararnir Glasgow Rangers eru í það vondum málum fjárhagslega að félagið hefur nú tilkynnt að það sé á leiðinni í greiðslustöðvun á næstunni. Rangers stendur í málaferlum vegna skattaskulda og það mál spilar lykilhlutverk í slæmri fjárhagsstöðu félagsins.

Eiður Smári fer í myndatöku á miðvikudaginn

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni í myndatöku á miðvikudaginn þar sem kemur í ljós hversu vel beinin í fæti hans hafa gróið en Eiður Smári tvíbrotnaði á fæti í leik með AEK Aþenu á móti Olympiacos þann 15. október. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Van Basten að taka við Heerenveen

Hollenska goðsögnin Marco van Basten mun taka við stjórnartaumunum hjá Heerenveen í sumar. Þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf síðan hann hætti með Ajax árið 2009.

Ranieri: Stjórnin stendur með mér

Claudio Ranieri gekk ágætlega að rífa Inter upp eftir að hann tók við liðinu snemma í vetur. Upp á síðkastið hefur síðan farið að síga á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Capello ekki heyrt frá Anzhi né öðru félagi

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekkert hafa heyrt frá rússneska félaginu Anzhi sem hann er nú orðaður við í ljósi þess að hann er atvinnulaus.

"Bílarnir 2012 eins og Heidi Klum án barms"

Mikil umræða hefur skapast um nýstárlega hönnun F1 bílanna í ár. Ljótur framendi, of mjó dekk og of lítill afturvængur er það sem stingur sérfræðinga sérstaklega í augun.

Ronaldo: Við erum ekki búnir að vinna neitt

Real Madrid er komið í afar vænlega stöðu í spænsku úrvalsdeildinni eftir helgina. Madridarliðið er nú með tíu stiga forskot á Barcelona og margir á því að liðið sé nú þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Nýr bíll HRT stenst ekki árekstrarpróf og ekur ekki fyrr en í mars

Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár.

Tevez er klár í að spila með City á nýjan leik

Sambandið á milli Roberto Mancini, stjóra Man. City, og Carlos Tevez, leikmanns Man. City, er að þiðna og ekki loku fyrir það skotið að Tevez muni klæðast búningi félagsins á nýjan leik fljótlega.

Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér

Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur.

McCarthy rekinn frá Wolves

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

King vill ekki missa Redknapp

Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni

Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.

Redknapp vill fá Scholes aftur í landsliðið

Harry Redknapp segir að það væri best fyrir enska landsliðið að fá Paul Scholes í liðið á nýjan leik. Hann segir að Steven Gerrard og Scott Parker gætu báðir tekið að sér fyrirliðahlutverk landsliðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Þór Þ 80-88

Þór frá Þorlákshöfn vann átta stiga sigur, 88-80, á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Gestirnir náðu undirtökunum strax í fyrsta leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi.

Auðvelt hjá Keflvíkingum

Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 93-69, í Iceland Express-deild kvenna í dag. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér.

Afar mikilvægur sigur hjá Degi og félögum

Füchse Berlin vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Liðið hafði þá betur gegn rússneska félaginu Chekovskie Medvedi, 31-28.

Þriðja tap Inter í fjórum leikjum

Allt gengur á afturfótunum hjá Inter á Ítalíu um þessar mundir en í þetta sinn mátti liðið sætta sig við tap fyrir nýliðum Novara á heimavelli, 1-0.

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.

Jón Arnór stigahæstur í sigri CAI Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig og tók sex fráköst þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði sigur gegn Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 75-72.

Sjá næstu 50 fréttir