Fleiri fréttir

Lagerbäck byrjar gegn Noregi

Í dag voru ákveðnir leikdagar fyrir undankeppni HM 2014. Fyrsti alvöru leikur Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið verður á Laugardalsvelli gegn Noregi þann 7. september næstkomandi.

Villas-Boas: Verðum að komast aftur á sigurbraut

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á morgun og stjórinn, Andre Villas-Boas, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea enda þurfi liðið sárlega að rétta úr kútnum eftir dapurt gengi upp á síðkastið.

Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt?

Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina.

Heimsmeistarinn í 400 metra hlaupi vill ekki sjá fótbolta á ÓL

Margir breskir íþróttamenn eru ekkert allt of hrifnir af því að Bretland ætli að tefla fram fótboltaliði á Ólympíuleikunum næsta sumar. Þeir óttast að fótboltaliðið muni skyggja á árangur annarra breskra íþróttamanna á leikunum.

Blóðugur niðurskurður hjá Stabæk | Íslendingarnir á förum?

Framtíðin er ekki björt hjá norska fótboltaliðinu Stabæk en tveir Íslendingar eru á mála hjá félaginu, þeir Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson. Stabæk varð norskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins árið 2008 en frá þeim tíma hefur fjárhagur liðsins versnað til muna. Forráðamenn liðsins gera ráð fyrir að skera niður kostnað um allt 50% á næsta rekstrarári eða sem nemur um 700 milljónum ísl. kr.

Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011

Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011.

Aguero vill verða álíka hetja og tengdapabbi hans

Sergio Aguero, leikmaður Man. City, vill verða álíka mikil stjarna hjá félaginu og tengdafaðir hans, Diego Maradona, var hjá Napoli á sínum tíma. City mætir Napoli í Meistaradeildinni í kvöld á Ítalíu.

Beckham ekki búinn að ræða við PSG

David Beckham segir við Sky Sports í dag að hann sé ekki að ljúga neinu þegar hann segist ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um framtíð sína. Hann er þess utan ekkert búinn að ræða við PSG en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðustu misseri.

Ferguson ánægður með strákana sína

Þó svo Man. Utd hafi ekki verið að spila neinn sambabolta á síðustu vikum hefur liðið verið að klára sína leiki og stjórinn, Sir Alex Ferguson, er ánægður með það hvernig liðið hefur brugðist við skellinum gegn Man. City fyrir nokkrum vikum.

Mancini býst við einkar erfiðum leik í kvöld

Man. City getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld takist liðinu að leggja Napoli af velli. Roberto Mancini, stjóri City, býst þó við einstaklega erfiðum leik.

Tólfti leikurinn, tólfti sigurinn - myndir

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í karlakörfunni með 83-78 sigri á Fjölni í Dalhúsum í Grafarvogi í gær en Grindavík er eina liðið sem hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Heiðar stendur við ákvörðunina

Heiðar Helguson segir ólíklegt að hann muni gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið en síðast spilaði hann í 4-0 tapi Íslands gegn Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum.

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Manchester-liðin mega ekki tapa í kvöld

Manchester City og Manchester United hafa verið í nokkrum sérflokki í ensku úrvalsdeildinni í vetur en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðunum í Meistaradeildinni. Bæði lið eiga það nú sameiginlegt að mega ekki tapa leikjum sínum í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Manchester United tekur þá á móti Benfica á Old Trafford en Manchester City heimsækir ítalska liðið Napoli. Liðin eru bæði í öruggu sæti eins og er en það gæti breyst snögglega í kvöld.

Casillas sýnir magnaðan spilagaldur

Markverði Real Madrid, Iker Casillas, er ýmislegt til lista lagt líkt og hann sýnir í ótrúlegu myndbandi sem fylgir þessari frétt.

Redknapp: Frábært að vera kominn til baka

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, stýrði liðinu á nýjan leik í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en Redknapp er nýkominn úr hjartaaðferð. Þetta var áttundi deildarsigur Tottenham í síðustu níu leikjum.

Tottenham upp í þriðja sætið - tvenna frá Adebayor

Tottenham komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Aston Villa á White Hart Lane í kvöld en Harry Redknapp, stjóri liðsins, var mættur á nýjan leik á hliðarlínuna eftir hjartaaðgerð. Emmanuel Adebayor skoraði bæði mörk Tottenham í leiknum.

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Keflvíkingar tryggðu sér úrslitaleik á móti Njarðvík

Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Valsmönnum, 115-93, í Vodafonehöllinni í kvöld í Lengjubikar karla og tryggðu sér með því hreinan úrslitaleik á móti Njarðvík um sigur í D-riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum keppninnar.

Viðburðarrík helgi í enska boltanum - myndir

Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað um helgina eftir landsleikjafrí og eftir helgina er Manchester City eina ósigraða liðið í deildinni. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og því er City áfram með fimm stiga forskot á United.

Grindvíkingar lentu í vandræðum í Grafarvoginum

Grindvíkingar lentu í vandræðum með Fjölni í Grafarvogi í kvöld í fimmtu umferð Lengjubikars karla í körfubolta en unnu að lokum 83-78 sigur. Grindavík var með tíu stiga forskot í hálfleik en Fjölnir kom sér aftur inn í leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 20-9.

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

Pedro de la Rosa keppir með HRT liðinu næstu tvö árin

Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður.

Pelé: Það eru engir kynþáttafordómar í fótboltaheiminum

Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur heldur betur fengið bandamann í Pelé sem deilir þeirri skoðun forsetans að kynþáttaníð sé ekkert stórmál í knattspyrnuheiminum. Reyndar gengur Pelé skrefi lengri og segir að það séu engir kynþáttarfordómar í boltanum.

Pato verður í liði Milan gegn Barcelona

Brasilíumaðurinn Pato snéri aftur í lið AC Milan um helgina eftir tvo mánuði utan vallar vegna meiðsla. Pato snéri aftur með látum og verður væntanlega í liði Milan gegn Barcelona í Meistaradeildinni á kostnað landa síns, Robinho.

Tippari græddi 109 milljónir á marki Johnson

Ótrúlega getspakur maður frá Möltu varð 109 milljónum króna ríkari er Glen Johnson tryggði Liverpool sigur á Chelsea. Til þess að vinna milljónirnar 109 lagði Maltverjinn aðeins 160 krónur undir.

Rooney spilar líklega á morgun

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn á að Wayne Rooney geti spilað Meistaradeildarleikinn mikilvæga gegn Benfica á morgun. Rooney gat ekki æft með liðinu í morgun.

Fjölskyldustemning hjá Real Madrid

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil segir að lykillinn á bak við gott gengi Real Madrid í vetur sé sá að Jose Mourinho sé búinn að byggja fjölskyldustemningu hjá liðinu.

Eboue grýttur í Tyrklandi

Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Galatasaray, fékk að kynnast því í gær að það er ekkert sældarlíf að spila í tyrkneska boltanum.

Mótlætið fer í taugarnar á Maradona

Lið Diego Maradona í Sádi Arabíu, Al Wasl, hefur ekki gengið sem skildi upp á síðkastið og mótlætið er byrjað að fara í taugarnar á þjálfaranum. Maradona var alveg brjálaður út í þjálfara Al Ain eftir að Al Ain hafði lagt Al Wasl af velli, 1-0.

Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin á tímabilinu

Liðin í ensku úrvalsdeildinni skorað rúmlega 350 mörk það sem af er tímabilinu. Mörg þeirra eru stórglæsileg. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason sýndu þau fallegustu að þeirra mati í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær.

Rooney ekki með á æfingu í morgun

Wayne Rooney æfði ekki með félögum sínum í Man. Utd í morgun og það vekur upp spurningar um hvort hann verði í standi til þess að spila gegn Benfica í Meistaradeildinni á morgun.

Mancini: Við erum á pari við Barcelona

Roberto Mancini, stjóri Man. City, veit að hann er með gott lið í höndunum og hann segir nú að sitt lið sé ekkert síðra en Barcelona og Real Madrid.

Sunnudagsmessan: Heiðar Helguson skorar og skorar

Heiðar Helguson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri QPR í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn. Heiðar fékk mikið höfuðhögg strax í upphafi leiks þegar hnéð á varnarmanninum Robert Huth í liði Stoke hafnaði í andliti íslenska framherjans. Heiðar lét það ekki á sig fá og jafnaði hann metin fyrir QPR með glæsilegu skallamarki á 22. mínútu.

Gleði hjá Beckham og félögum - myndaveisla

David Beckham, Robbie Keane, Landon Donovan og félagar í LA Galaxy urðu meistarar í MLS-deildinni í nótt er liðið lagði Houston Dynamo, 1-0, í úrslitaleik deildarinnar.

De Jong vill vera áfram hjá Man. City

Hollenski miðjumaðurinn Nigel de Jong segist hafa í hyggju að spila áfram með Man. City og hefur ekki neinar áhyggjur af samningamálum sínum.

Redknapp verður á bekknum í kvöld

Hinn 64 ára gamli Harry Redknapp verður á bekknum hjá Tottenham í kvöld gegn Aston Villa þó svo hann hafi gengist undir hjartaaðgerð fyrir skömmu síðan.

Sjá næstu 50 fréttir