Fleiri fréttir

Dýrt tap hjá Füchse Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin máttu þola tap, 24-29, á heimavelli gegn ungverska liðinu MKb Veszprém í Meistaradeildinni í kvöld.

Bayern ætlar ekki að selja í janúar

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, hefur útilokað að félagið muni selja leikmenn þegar að opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin næstu.

Bento: Við verðum ekki Evrópumeistarar

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgals, sagði eftir 6-2 sigur sinna manna á Bosníu í gær að Portúgal sé ekki eitt þeirra liða sem er hvað líklegast til að verða Evrópumeistari í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Tiger og gamli kylfusveinninn saman í ráshóp

Tiger Woods og Adam Scott hafa verið dregnir saman í holl í Forsetabikarnum í golfi en augu flestra munu sjálfsagt beinast að Tiger og Steve Williams, kylfusveini Scott.

Zlatan fær falleinkunn hjá enskum blaðamönnum

Zlatan Ibrahimovic hefur aldrei átt í vandræðum með að hrósa sjálfum sér. Ibrahimovic heillaði ekki enska íþróttafréttamenn í vináttuleik Svía og Englands í gær. Og flestir enskir fjölmiðlar gefa framherjanum falleinkunn, og helstu einkenni fótboltamannsins séu leti og hroki.

Williams staðfestir viðræður við Raikkönen

Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen

Trapattoni: Við getum gert eins og Grikkir

Giovanni Trapattoni er þjóðhetja á Írlandi eftir að hafa komið landsliðinu á sitt fyrsta stórmót í áratug. Írar unnu 5-1 samanlagðan sigur á Eistlendingum í umspili fyrir EM 2012 í Póllandi og Úkraínu á næsta ári.

Fram og Valur mætast í bikarnum

Kvennalið Fram og Vals mætast í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en dregið var í bæði karla- og kvennaflokki nú í hádeginu.

Bókin Stórlaxar komin út

Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum.

John Terry ætlar ekki að hætta

John Terry segir að það komi ekki til greina að gefa fyrirliðastöðu enska landsliðsins frá sér sjálfviljugur en hann hefur mátt standa í ýmsu síðustu daga og vikurnar.

Guðmundur Reynir á leið í Harvard

Einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta sumar, KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, er að öllum líkindum á leið til Bandaríkjanna eftir áramót þar sem hann hefur komist inn í skiptinám í hinum heimsfræga Harvard-háskóla.

Jóhannes: Ég hef enn engin svör fengið

Jóhannes Valgeirsson hefur ekki dæmt leik á vegum Knattspyrnusambands Íslands á þessu ári. Hann frétti það í fjölmiðlum í mars á þessu ári að hann hefði verið tekinn af dómaralista KSÍ. Hann segist ekki vita hvaða ástæður liggi þar að baki.

Ronaldo hetja Portúgal sem komst á EM

Portúgal tryggði sér í kvöld síðasta farseðilinn á EM í knattspyrnu með 6-2 sigri á Bosníumönnum í hreint mögnuðum leik. Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala líkt og svo oft áður.

Villa bjargaði Spánverjum frá niðurlægingu

Heimsmeistarar Spánverja ollu miklum vonbrigðum annan leikinn í röð er þeir sóttu Kosta Ríka heim í kvöld. Spánverjar mörðu jafntefli með marki í uppbótartíma.

Capello: Lærðum að spila án Rooney

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var ánægður með sigur Englands á Svíum í kvöld og segist hafa lært mikið um það hvernig lífið er hjá enska landsliðinu án Wayne Rooney í síðustu tveim leikjum.

Þjóðverjar völtuðu yfir Hollendinga

Hollendingar fengu á baukinn í Hamborg í kvöld er þeir sóttu heim frábært lið Þjóðverja sem hreinlega yfirspilaði hollenska liðið. Lokatölur 3-0 fyrir Þýskaland.

Danir skelltu Finnum

Daniel Agger og Nicklas Bendtner hristu af sér sögusagnir um fyllerí og dólgslæti er þeir skoruðu mörk Dana í 2-1 sigri á Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Logi magnaður í mikilvægum sigri

Logi Gunnarsson skoraði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar þegar lið hans, Solna Vikings, vann magnaðan sigur á Uppsala Basket, 89-85, eftir framlengdan leik í kvöld. Logi var í lykilhlutverki hjá Solna.

Formúlu 1 lið að meta hæfileika ungra ökumanna

Formúlu 1 lið gáfu ungum ökumönnum tækifæri á Formúlu 1 tveimur æfingum í Abú Dabí í dag og verða æfingar næstu tvo daga til viðbótar. Liðin nota æfingarnar til að meta hæfileika ungra ökumanna með framtíðina í huga eða til að prófa ýmislegt í búnaði bíla sinna.

Ólafur Örn samdi við Grindavík

Grindvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar staðfest var að Ólafur Örn Bjarnason hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net í dag.

AC Milan vill fá Drogba

Ítalska félagið AC Milan hefur lýst yfir áhuga á að fá framherjann Didier Drogba lánaðan frá Chelsea í janúar. Það eru framherjavandræði í Mílanó þar sem Antonio Cassano verður lengi frá eftir að hafa farið í hjartaaðgerð.

Írar á stórmót í fyrsta sinn síðan 2002

Það var mikil gleði í Dublin í kvöld þegar Írar tryggðu sér sæti á EM næsta sumar. Írar gerðu þá jafntefli, 1-1, gegn Eistum en þar sem Írar unnu fyrri leikinn 0-4 þá komust þeir örugglega áfram.

Tékkar skildu Svartfellinga eftir heima

Petr Jiracek var hetja Tékka í kvöld er þeir tryggðu sér farseðilinn á EM með 0-1 útisigri gegn Svartfellingum. Tékkar unnu fyrri leikinn, 2-0, og vinna því rimmuna 3-0 samanlagt.

Ginola ætlar að kæra Houllier

"David er algjörlega brjálaður. Houllier þarf að hætta að tala svona og hætta að níðast á Ginola," sagði talsmaður David Ginola en Houllier lætur leikmanninn fyrrverandi víst heyra það í nýrri bók sem heitir: "Coaches's secrets".

Odemwingie ætlar ekki að fara til Anzhi

Peter Odemwingie, framherji West Brom í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann sé á leið til rússneska félagsins Anzhi Mahachkala.

Magnús gaf áhorfendum snakkpoka - myndir

Magnús Þór Gunnarsson og félagar í körfuboltaliði Keflavíkur gáfu áhorfendum á leik sínum gegn Hamri í gær Lay's snakkpoka eins og til stóð.

Rjúpnahelgi framundan

Nú styttist í þriðju helgina í rjúpu og veðurspáin er víst alveg með ágætum víðast hvar um landið alla helgina. Reikna má með mikilli umferðveiðimanna víðast hvar og eru menn hvattir til að sýna tillitsemi og hófsemi við veiðarnar.

SVFR framlengir í dölunum

Um helgina voru framlengdir leigusamningar SVFR við Laxá í Dölum og Fáskrúð. Að sögn Bjarna Júlíussonar formanns SVFR er mikil ánægja meðal stjórnar félagsins með þessa nýju samninga.

Þrír úrvalsdeildarslagir í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla í dag og verða þrír úrvalsdeildarslagir í umferðinni. Bikarmeistarar KR fengu Mostra frá Stykkishólmi.

Sjá næstu 50 fréttir