Fleiri fréttir

David de Gea: Kom á óvart hvað Sir Alex er vingjarnlegur

David de Gea ætlar að njóta lífsins hjá Manchester United og segist alveg þola það að fá smá gagnrýni á sig. De Gea hefur fengið að heyra það fyrir frammistöðu sína í fyrstu leikjum Manchester United en það hefur þó ekki komið að sök því liðið hefur unnið alla leiki sína með spænska markvörðinn innanborðs.

Joe Cole: Ætla spila mig inn í enska landsliðið hjá Lille

Joe Cole ætlar að spila sig aftur inn í enska landsliðið en hann er á láni hjá frönsku meisturunum Lille eftir að Liverpool vildi ekkert með hann hafa. Cole sem er 29 ára gamall fékk aðeins níu byrjunarliðsleiki hjá Liverpool á síðustu leiktíð.

Gætu misst Meistaradeildarpeninga sína fyrir brot á rekstrareglum UEFA

Samtök stærstu knattspyrnufélaga Evrópu hafa sett saman tillögu að því hvaða refsiaðgerðum UEFA ætti að beita þegar félög brjóta nýjar rekstrareglur UEFA. Lagt er til að félög missi Meistaradeildarpeninga eða Evrópudeildarpeninga sína og verði auk þessa sett í félagsskiptabann.

Lars Olsen lítur til Íslands

Lars Olsen, fyrrum fyrirliði danska landliðsins, segist hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Hann hafi þó ekkert heyrt frá forráðamönnum KSÍ.

Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Valsmenn í vandræðum

Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Danir vilja að Michael Laudrup taki við danska landsliðinu

Danir vilja að Michael Laudrup taki við danska landsliðinu af Morten Olsen en hann fékk yfirburðarfylgi í skoðunakönnun Voxmeter meðal dönsku þjóðarinnar. Danir eru eins og Íslendingar að leita sér að framtíðarþjálfara karlalandsliðsins.

Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós

Veiðimenn, sem luku veiðum í Laxá í Kjós og Bugðu í gær, sáu nokkuð sem þeir telja ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá í framtíðinni. Þeir voru á leið niður með ánni, neðst á svokölluðu frísvæði, þegar þeir ráku augun í torkennilegan hlut í miðri ánni. Fyrst héldu þeir að um rusl eða einhvers konar rekald væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var á ferðinni gríðarstór lax sem að hluta til stóð upp úr ánni.

Laufey valin aftur í landsliðið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í dag leikmannahópinn sem spilar gegn Noregi og Belgíu í undankeppni EM.

Petr Cech og David Luiz verða báðir með Chelsea á laugardaginn

Chelsea hefur staðfest það að Tékkinn Petr Cech og Brasilíumaðurinn David Luiz munu báðir snúa til baka eftir meiðsli og spila með Chelsea-liðinu á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Cech hefur misst af síðustu tveimur leikjum en David Luiz er ekkert búinn að spila á tímabilinu.

Frakkar enn ósigraðir - Finnar mæta Rússum í dag

Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í gær þegar þeir unnu 68-64 sigur á Tyrkjum. Frakkar hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni til þessa og eru efstir í sínum milliriðli en keppni í hinum milliriðlinum hefst í dag.

Selá er við hundrað laxa markið

Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land.

Eigandi QPR vill fá Beckham

Tony Fernandes, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins QPR, hefur verið duglegur að fá nýja leikmenn til liðs við félagið og nú hefur hann beint sjónum sínum að David Beckham.

Norska landsliðið fór út á lífið eftir sigurinn á Íslandi

Norsku landsliðsmennirnir fengu leyfi til að fara út á lífið eftir sigurinn á móti Íslandi á föstudagskvöldið. Leikmennirnir mátti meira að segja neyta áfengis innan skynsamlega marka þótt að það væru aðeins fjórir dagar í gríðarlega mikilvægan leik á móti Dönum.

Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá

Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur.

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Er þetta versta vítaspyrna sögunnar?

Greyið hann Amir Sayoud hjá egypska liðinu Al Ahly átti ekki góðan dag á dögunum þótt að lið hans hafi fagnað örggum 4-0 bikarsigri á móti Kima Aswan. Amir Sayoud sem er 21 árs gamall Alsíringur er nú orðinn heimsfrægur á netinu fyrir víti sitt í leiknum sem margir hafa kallað verstu vítaspyrnu allra tíma.

Stíf fundarhöld í NBA-deilunni

Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka.

Mertesacker: Eins og fyrsti skóladagurinn

Þýski varnarmaðurinn Per Mertesacker er orðinn mjög spenntur fyrir því að hefja störf hjá nýju félagi, Arsenal, en hann var keyptur til liðsins frá Werder Bremen í Þýskalandi.

Meireles: Áhugi Villas-Boas kveikti í mér

Raul Neireles, sem gekk í raðir Chelsea frá Liverpool fyrir viku síðan, segir í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagsins að hann hafi aldrei lýst því yfir að hann vildi fara frá Liverpool.

KFR og KV upp í 2. deild

Knattspyrnuliðin KFR og KV tryggðu sér í kvöld sæti í 2. deild karla en liðin höfðu betur í sínum viðureignum í undanúrslitum 3. deildarinnar.

Sakar Kristinn um hlutdrægni

Marius Zaliukas, leikmaður litháíska landsliðsins, segir að Kristinn Jakobsson hafi dæmt með Skotumm í leik liðanna á Hampden Park á þriðjudagskvöldið.

Sir Alex Ferguson: Mourinho minnir mig á sjálfan mig þegar ég var ungur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur komið vini sínum José Mourinho, þjálfara Real Madrid, til varnar en Portúgalinn hefur fengið harða gagnrýni í heimalandinu fyrir framkomu sína á dögunum þar sem að hann potaði í auga Tito Vilanova, aðstoðarmanns hjá Barcelona.

Sara Björk skoraði í sigurleik

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Malmö sem vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig.

Ólafur: Veigar braut agareglur

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur staðfest að Veigar Páll Gunnarsson braut agareglur fyrir leik liðsins gegn Kýpur í gær.

Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson.

Enn einn góður dagur í Stóru Laxá

Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu.

Dularfullu flugur sumarsins 2011?

Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því.

98 sm lax úr Húseyjarkvísl

Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni.

Birgir missir af mótinu í Kasakstan - vegabréfsáritunin í ólagi

Ekkert verður af því að Birgir Leifur Hafþórsson leiki á áskorendamótaröðinni í þessari viku eins og til stóð. Birgir var kominn til Frankfurt í Þýskalandi þegar í ljós kom að vegabréfsáritun hans til Kasakstan þar sem mótið fer fram var ekki í lagi.

Webber segir undraverða stemmningu á Monza

Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt.

Sjá næstu 50 fréttir