Fleiri fréttir

Umfjöllun: FH missti niður 2-0 forystu í jafntefli á móti Fylki

FH-ingar tóku á móti Fylkismönnum í elleftu umferð Pepsí deildar karla í gærkvöldi . Fyrir fram var búist við jöfnum og spennandi leik þar sem aðeins 1 stig skildi liðin að í töflunni. Spennan var svo sannarlega til staðar og þegar upp var staðið sættust liðin á skiptan hlut í 2-2 jafntefli. Leikurinn var ótrúlega kaflaskiptur og má segja að sá fyrri hafi verið eign heimamanna en í þeim síðari tóku gestirnir völdin.

Veigar Páll góður í 2-1 sigri Stabæk gegn Rosenborg

Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans í Molde halda sínu striki í norsku úrvalsdeildinni í fóbolta. Molde er á toppi deildarinnar eftir 3-1 sigur í dag gegn Haugesund. Veigar Páll Gunnarsson var atkvæðamikill í 2-1 sigri Stabæk gegn meistaraliði Rosenborg en Veigar hefur verið sterklega orðaður við Rosenborg að undanförnu. Stabæk er í sjötta sæti með 23 stig en Molde er með 32 stig eftir 16 umferðir.

Crouch gæti farið til QPR

Enski framherjinn Peter Crouch, leikmaður Tottenham Hotspurs, gæti verið á leiðinni til Queens Park Rangers, en frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum í dag.

Darren Clarke sigraði á Opna breska

Darren Clarke sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem lauk á Royal St. Georges vellinu á Englandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 42 ára gamli Norður-Íri sigrar á stórmóti. Clarke lék samtals á 5 höggum undir pari og var hann þremur höggum betri en Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Phil Mickelson. Clarke lék á pari vallar eða 70 höggum í dag.

Liverpool á eftir Aly Cissokho

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki vera hættur á leikmannamarkaðnum, en félagið leggur nú drög að 9 milljóna punda tilboði varnarmanninn, Aly Cissokho, frá Lyon.

Real Madrid sigraði LA Galaxy örugglega

Spænska liðið, Real Madrid, sigraði LA Galaxy, 4-1, í æfingarleik sem fram fór í Los Angeles í gær, en 57 þúsund áhorfendur sáu besta liðið í MLS-deildinni tapa gegn stjörnuprýddu liði Real Madrid.

Umfjöllun: Grindavík vann mikilvægan sigur á ÍBV

Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eyjamenn, 2-0, í nokkuð bragðdaufum leik sem fram fór á Grindavíkurvelli. Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik úr vítaspyrnu, en þar var á ferðinni Jamie McCunnie. Scott Ramsey innsiglaði sigurinn í blálokinn með frábæru marki.

Þjálfari Zilina rekinn eftir tapið gegn KR

Tapið gegn KR í Evrópukeppninni fór heldur betur illa í forráðamenn slóvenska liðsins, Žilina, en félagið hefur rekið þjálfara liðsins, Paul Hapal og því mun nýr maður stýra liðinu í síðari leiknum.

Carlos Tevez klúðraði víti og Úrúgvæ komst í undanúrslit Copa America

Úrúgvæ komst í gær í undanúrslit Copa America eftir að hafa unnið Argentínu í vítaspyrnukeppni. Diego Perez skoraði fyrir Úrúgvæ á 6. mínútu en Gonzalo Higuain jafnaði metin fyrir Argentínu skömmu síðar. Bæði lið misstu mann af leikvelli vegna rauðra spjalda en leikurinn var frekar harður og hart barist.

Aston Villa hefur lagt fram tilboð í Parker

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports mun enska úrvalsdeildarliðið, Aston Villa, hafa lagt fram 7 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Scott Parker, en hann leikur með West-Ham United.

Sandro frá í þrjá mánuði

Sandro Ranieri, miðjumaður Tottenham Hotspurs, mun líklega missa af fyrstu tveimur mánuðum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa þurft á aðgerð á hné í gær.

Ferguson: Verður erfitt að velja framherja á næsta tímabili

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur viðurkennt að það verðir erfitt að gefa öllum framherjum liðsins nægilega langan tíma á næsta keppnistímabili, en bæði Federico Macheda og Danny Welbeck eru komnir til baka frá láni.

Arsenal í þann mund að sigra kapphlaupið um Lukaku

Enski úrvalsdeildarklúbburinn, Arsenal, eiga hafa lagt fram 14 milljóna punda tilboð í undrabarnið, Romelu Lukaku, frá Anderlecht, en erkifjendurnir í Chelsea hafa einnig verið á höttunum eftir leikmanninum.

Fletcher hefur ekki enn náð fyrri styrk

Skoski miðjumaðurinn, Darren Fletcher, gæti misst af byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United, en hann er enn að jafna sig á vírussýkingu sem hann fékk fyrr á árinu.

Svíar hirtu bronsið á HM

Svíar unnu til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna eftir að hafa lagt Frakka, 2-1, í leiknum um þriðja sætið.

Nýr Bandaríkjamaður á leiðinni í Hólminn

Körfuknattleiksdeild, Snæfells í Stykkishólmi, hefur gengið frá samningi við bandaríska leikmanninn, Quincy Hankins Cole fyrir næstkomandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kári: Menn verða að fara taka ábyrgð á sjálfum sér

„Þetta var án efa mest svekkjandi tap okkar í sumar,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir leikinn gegn Stjörnunni í dag, en Blikar þurftu að sætta sig við tap, 3-2, þar sem sigurmark leiksins kom á þriðju mínútu uppbótartímans.

Garðar: Er að drepast í löppunum, gat bara skallað í dag

„Frábært að ná að landa þremur stigum eftir að hafa lent 2-1 undir,“ sagði Garðar Jóhannsson, hetja Stjörnumanna, eftir leikinn í dag, en Garðar skoraði sigurmark leiksins á lokandartakinu og Stjarnan vann góðan sigur, 3-2, gegn Blikum í Garðabæ.

Ólafur: Færðum þeim sigurinn á silfurfati

„Þetta var jafn svekkjandi fyrir okkur eins og þetta var gleðilegt fyrir Stjörnuna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í dag.

Bjarni: Ætlum okkur að vera í efri hlutanum

"Þetta gefur manni svakalegt kick að skora sigurmarkið svona í lokin í virkilega jöfnum leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í dag. Stjarnan vann magnaðan sigur, 3-2, gegn Breiðabliki með marki á lokaandartökum leiksins.

Corinthians býður 40 milljónir punda í Tevez

Það er ekki hægt að segja að lognmolla ríki í kringum knattspyrnumanninn, Carlos Tevez, en hann vill ólmur komast frá Man. City. Nú hefur Corinthians lagt fram nýtt tilboð í Argentínumanninn.

Walcott: Vonandi fæ ég tækifæri sem framherji

Enski landsliðsmaðurinn, Theo Walcott, vill fá að spreyta sig í framlínunni hjá félagsliði sínu Arsenal, en hann hefur verið notaður sem kantmaður síðustu ár hjá félaginu.

Doni er orðinn leikmaður Liverpool

Liverpool hefur formlega tilkynnt um kaupin á Alexander Doni, brasilíska markvörðin frá Roma, en félagskiptaferlið tók sinn tíma.

Dirk Nowitzki valinn íþróttamaður ársins af ESPN

NBA leikmaðurinn, Dirk Nowitzki , fékk í síðustu viku afhent virtu ESPY verðlaunin fyrir frammistöðu sína á tímabilinu með Dallas Mavericks, en Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn Miami Heat.

Fer Eiður Smári til AEK eftir allt?

Mikil óvissa ríkir um vistaskipti Eiðs Smára Guðjohnsen, en hann gekkst undir læknisskoðun hjá West-Ham United í gær og átti samkvæmt öllu að skrifa undir eins árs samning við Lundúnarliðið í dag.

Grunaði FIFA um græsku

Færeyingar eiga landa sínum, Jákupi Emil Hansen, 28 ára gömlum stjórnmálafræðinema, mikið að þakka. Þökk sé útreikningum og þrautseigju hans neyddist Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til þess að leiðrétta heimslista sinn. Færeyjar fóru upp fyrir Wales og bendir flest til þess að frændur okkar verði af þeim sökum í 5. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í lok mánaðarins.

Blikabani á leið til Hamburg

Hamburg og Rosenborg tilkynntu í dag að Per Ciljan Skjelbred myndi ganga í raðir þýska félagsins í næsta mánuði. Leikmaðurinn sókndjarfi skoraði gegn Breiðablik í vikunni.

Ibaka fær spænskan ríkisborgararétt

Serge Ibaka, framherji Oklahoma Thunder, hefur fengið spænskan ríkisborgararétt og mun hjálpa Spánverjum að verja Evrópumeistaratitil sinn í sumar.

Tiger að verða blankur?

Það er mikil umræða um það í dag hvort fjárhagsstaða Tiger Woods sé slæm og menn velta því jafnvel upp hvort hann sé að verða blankur.

Sjá næstu 50 fréttir