Fleiri fréttir

Aston Villa gerir tilboð í N'Zogbia

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur gert tilboð í kantmann Wigan, Charles N'Zogbia. BBC greinir frá þessu. N'Zogbia myndi fylla í skarðið sem kantmaðurinn Stewart Downing skilur eftir en hann er á leið til Liverpool.

Hreindýraveiðar hófust í dag

Veiðar á hreindýrum hófust í dag en eingöngu á tarfa. Veiðin á kúnum hefst 1. ágúst og í ár eins og í fyrra eru kálfarnir friðaðir. Frést hefur af einum felldum tarf á svæði 7 í Búlandsdal en erfitt hefur verið að finna dýrin sökum lélegra veiðiskilyrða.

Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá

Ytri Rangá er í ágætis málum þessa daganna. 23 laxar komu á land í gær sem er með betri dögum sumarsins en 5 laxar komnir á land í morgun. Stefán sölustjóri hjá Laxá var við veiðar í gærkvöldi og sagði ánna líta vel út og sá nokkuð af laxi að ganga í gegnum í ánna.

Wenger segir síðasta tímabil það erfiðasta á ferlinum

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal svaraði spurningum blaðamanna í Malasíu í gær en Arsenal er á æfingaferðalagi í Asíu. Wenger segir lið sitt nógu gott til þess að ná góðum árangri á næsta tímabili. Þá hafi síðasta tímabil hans með Arsenal verið hans erfiðasta á ferlinum.

Áhugaverð reglubreyting í enska boltanum

Enska úrvalsdeildin hefur breytt reglum sínum er varðar rétt félaga til þess að stilla upp liðum sínum eftir hentugleika. Á síðustu tímabilum hafa Blackpool og Wolves hlotið sektir fyrir að stilla upp "veiku byrjunarliði“ í leikjum sínum.

Yfirlýsing frá Breiðablik vegna félagaskipta Elfars Freys

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna félagaskipta Elfars Freys Helgasonar til AEK Aþenu. Blikar voru ósáttir við framgöngu gríska félagsins en Elfar Freyr spilaði ekki með liðinu gegn Rosenborg í Þrándheimi líkt og þeir höfðu reiknað með.

Drátturinn í Evrópudeildinni - Mótherjar FH og KR

Nú fyrir stundu var dregið í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu og voru íslensku liðin KR og FH í hattinum. KR fer til Wales eða Georgíu og FH til Svíþjóðar eða Finnlands takist þeim að leggja andstæðinga sína að velli í 2. umferð.

Tom Watson fór holu í höggi

Gamli refurinn Tom Watson fór holu í höggi á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í morgun. Draumahöggið átti Watson á sjöttu holu vallarins sem er 163 metra löng par þrjú hola.

Naumt tap U20 karlaliðsins í körfu gegn Bosníu

Karlalandslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut fyrir Bosníu 78-82 í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumóts U20 landsliða í Bosníu í gær.

Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang

Það voru góðar féttir sem bárust af svæði 1-2 í Stóru lax-á í Hreppum seint í gærkveldi en veiðimaður sem þar var að landaði 3 grálúsugum smálöxum á um 20 mínútna kafla. Taldi hann sig hafa séð nokkuð af laxi straua upp eftir ánni en hann var við veiðar á neðri svæðunum.

Mögulegir mótherjar KR og FH - dregið á eftir

KR-ingar og FH-ingar geta grætt á því að hafa dregist gegn sterkum mótherjum í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í knattspyrnu. C.D. Nacional og MSK Zilina eru metin það sterk af UEFA að slái íslensku liðin þau úr keppni eru þau í efri styrkleikaflokki í keppninni. Dregið verður í keppninni á eftir.

Ekkert tilboð frá Juventus í Tevez

Manchester City segja ekkert hæft í því að ítalska knattspyrnufélagið Juventus hafi gert boð í Carlos Tevez. Forseti brasilíska knattspyrnufélagsins Corinthians, Andres Sanchez, lét hafa eftir sér að Juventus hefði gert 45 milljóna punda tilboð í Tevez eða sem nemur 7,5 milljörðum króna.

Falcao skrifar undir samning til 2015

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao, einn eftirsóttasti sóknarmaður Evrópu um þessar mundir, hefur skrifað undir nýjan samning við Porto. Í samningnum kemur fram að Falcao megi yfirgefa portúgalska liðið komi tilboð upp á 45 milljónir evra í hann eða sem nemur um 8,5 milljörðum króna.

Dalglish heim frá Asíu - gengið frá samingi við Downing

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool flaug í gærkvöld til Englands frá Asíu þar sem Liverpool er á æfingaferð. Dalglish ætlar að nýta heimferðina til þess að sigla samningnum við Stewart Downing í höfn.

KR-ingar fóru á kostum - myndir

KR-ingar unnu frækinn sigur á slóvakíska liðinu MSK Zilina er liðin mættust á KR-vellinum í Evrópudeild UEFA. Leiknum lyktaði með 3-0 sigri Vesturbæinga.

FH óheppið að vinna ekki Nacional - myndir

FH spilaði líkega sinn besta leik í sumar er portúgalska liðið Nacional kom í heimsókn í Kaplakrikann. Leikurinn var í Evrópudeild UEFA og endaði með 1-1 jafntefli.

Stuðningsmenn Bayern sömdu reglur fyrir Neuer

Harðkjarna stuðningsmenn Bayern Munchen taka það ekki í mál að sætta sig við markvörðinn Manuel Neuer sem markvörð liðsins. Neuer kom til liðsins frá Schalke og er yfirlýstur stuðningsmaður liðsins og það kunna harðkjarnastuðningsmennirnir ekki að meta.

Magnús Már: Ég hleyp utan í hann og fæ víti

Magnús Már Lúðvíksson hefur farið á kostum í hægri bakverðinum í sumar. Magnús átti stóran þátt í þriðja marki KR-inga. Magnús fékk boltann úr stuttri hornspyrnu, lék inn á teiginn og féll eftir samstuð við varnarmann Zilina.

Macheda ætlar ekki að yfirgefa Man. Utd

Ítalinn ungi Federico Macheda hjá Man. Utd segist ekki vera að leita eftir því að komast frá félaginu. Þessi 19 ára strákur lék seinni hluta síðasta tímabils með Sampdoria.

Heimir: Eigum enn möguleika

"Við spiluðum virkilega vel í þessum leik og fengum mörg fín færi,"sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir leikinn.

Shaq verður með Barkley í sjónvarpinu

Shaquille O´Neal ætlar ekki að sitja auðum höndum næsta vetur þó svo skórnir séu farnir upp í hilluna góðu. Shaq er búinn að skrifa undir samning við TNT og verður með þeim Charles Barkley og Kenny Smith í þættinum Inside the NBA.

Tvítugur áhugamaður jafnaði við Bjorn

Hinn tvitugi, enski áhugamaður, Tom Lewis, gerði sér lítið fyrir og jafnaði árangur Danans Thomas Bjorn á opna breska meistaramótinu í golfi í dag.

Werder Bremen bannar leikmönnum að fá sér húðflúr

Þýska knattspyrnufélagið Werder Bremen hafa ákveðið að meina leikmönnum sínum að fá sér húðflúr. Ástæðan er hættan við að leikmenn missi af leikjum vegna sýkingar af völdum nýrra húðflúra.

Poulsen fer ekki frá Liverpool

Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að skjólstæðingur sinn sé ekki á förum frá Liverpool. Poulsen hefur verið orðaður við FCK síðustu daga.

54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá

Víðidalsá er í góðum málum þessa daganna en laxinn virðist vera að láta sjá sig af meira mæli. Síðasta holl kláraði í 54 löxum en það er talsvert meira en hollið á undan sem kláraði í 3 löxum.

Björn á slæmar minningar frá Sandwich

Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár.

Boateng á leið til Bayern München

Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er á leið til Bayern München. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og reiknað með því að Boateng skrifi undir fjögurra ára samning.

Inter og United komast að samkomulagi - Ferguson blæs á sögusagnir

Enski vefmiðillinn Goal.com greinir frá því að Manchester United og Inter hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á Wesley Sneijder. Kaupverðið er talið rúmar 35 milljónir punda eða sem nemur 6.6 milljörðum íslenskra króna. Sir Alex Ferguson neitar sögusögnum af Sneijder í bandarískum fjölmiðlum.

Mjög gott í Straumunum og Norðurá

Síðasta tveggja daga holl í Straumunum fékk 37 laxa á tvær stangir. Þeir sem tóku við létu sitt ekki eftir liggja og voru komnir með sextán laxa í morgun.

Umfjöllun: FH á enn möguleika fyrir síðari leikinn

FH gerði jafntefli við C.D. Nacional í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld, en sá síðari fer fram í Portúgal í næstu viku. Freyr Bjarnason skoraði eina mark FH í leiknum í kvöld, en það kom á 67. mínútu með skalla.

Þjálfari Zilina ánægður með gluggatjöldin

MSK Ziliana frá Slóvakíu mæta KR í annarri umferð í forkeppni Evrópudeildar í kanttspyrnu í kvöld. Á heimasíðu slóvaska félagsins segist þjálfari Zilina afar ánægður með gluggatjöldin á hótelinu í Reykjavík.

Mikið líf í Elliðaánum

Líflegt er við Elliðaárnar þessa dagana en áin er komin í 317 laxa og tala bara hækkar á hverjum degi. Mikið líf er á flestum stöðum neðan stíflu og eitthvað af laxi farið að veiðast fyrir ofan stífluna líka. Hefðbundnir veiðistaðir uppfrá eins og Hraun og Hundasteinar skila gjarnan góðri veiði á þessum tíma en eins er töluvert að laxi í Breiðholtsstrengjunum.

Eiður Smári í læknisskoðun hjá West Ham

Enski fjölmiðillinn Talksport greindi frá því á heimasíðu sinni í morgun að Eiður Smári Guðjohnsen færi síðdegis í læknisskoðun hjá West Ham. Skoðunin fari fram á sjúkrahúsi í Essex og gangi allt eftir verði hann orðinn leikmaður West Ham.

Sjá næstu 50 fréttir