Fleiri fréttir

Ferguson ætlar að hvíla leikmenn um næstu helgi

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er þegar farinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni og hann ætlar sér að hvíla einhverjar af stjörnum liðsins um næstu helgi.

Van der Vaart ekki á förum frá Spurs

Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist ætla að halda tryggð við Tottenham þó svo liðinu hafi mistekist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni að ári.

Pepsimörkin: Ég var bara að stríða honum

„Ég var bara að stríða honum, Jói er fínn á línunni, þetta var bara grín hjá okkur og ekkert að þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að hann var spurður út í spaugilegt atvik sem átti sér stað við hliðarlínuna í leik ÍBV og Breiðabliks í fjórðu umferð Pepsideildar karla.

Einhverjir stuðningsmenn FH kölluðu leikmenn ræfla og aumingja

Ljót uppákoma átti sér stað eftir leik FH og Víkings í gær. Margir stuðningsmenn FH voru langt frá því að vera sáttir við sitt lið í gær gegn Víkingi enda var FH að leika afar illa. Flestir héldu þó ró sinni eftir leik en einhverjir þeirra misstu stjórn á skapi sínu eftir leikinn og létu leikmenn heyra það.

Slagsmál í teiti hjá West Ham

Það á ekki af West Ham að ganga. Liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og liðið gat ekki haldið kvöldverð með öllum hópnum um helgina áfallalaust. Kalla þurfti til lögreglu upp úr níu leytinu vegna slagsmála í teitinu.

Kolbeinn færist nær Ajax

Hollenska blaðið De Telegraaf greinir frá því í dag að Kolbeinn Sigþórsson sé búinn að ná samningi við Ajax og nú eigi einungis eftir að ganga frá kaupverði við félag Kolbeins, AZ Alkmaar.

Pepsimörkin: Tilþrif og mörk úr 4. umferð skreytt með dúndur tónlist

Að venju var boðið upp á öll mörkin og tilþrifin úr leikjum Pepsideildar karla í fótbolta í gær í samantektarþætti Stöðvar 2 sport. Þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason yfir gang mála í fjórðu umferð og hér má sjá samantektina – þar sem tónlist frá Rage Against the Machine réð ríkjum en lagið heitir Renegades Of Funk.

Vandræði hjá meistaraefnunum í FH - myndir

FH-ingar náðu bara 1-1 jafntefli á heimavelli á móti nýliðum Víkinga í Pepsi-deild karla í gærkvöldi og hafa því tapað 7 stigum í fyrstu fjórum umferðunum.

Pepsimörkin: Andskotans kona ertu

Jóhann Helgi Hannesson leikmaður Þórs var með sterkan norðlenskar áherslur í orðavali sínu þegar hann lét Bjarna Guðjónsson heyra það í Frostaskjólinu í gær í 3-1 sigri KR gegn nýliðinum frá Akureyri. Jóhann hefur eflaust ekki veitt því athygli að fyrir utan völlinn voru hljóðnemar fyrir útsendingu Stöðvar 2 sport og það fór ekkert á milli mála að Jóhann var ósáttur við fyrirliða KR. Atvikið var til umræðu í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem að Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason fóru yfir stöðuna.

KR-ingar í fínum málum á toppnum - myndir

KR-ingar eru á skriði í Pepsi-deild karla eftir 3-1 sigur á Þór á KR-vellinum í gær. KR-ingar eru þar með tveggja stiga forskot á toppnum og hafa náð að 10 af 12 mögulegum stigum í fyrstu fjórum leikjunum.

Guardiola: United minnir mig á Real Madrid

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, á von á erfiðum úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar liðið mætir Manchester United á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Heimir: Hugarfarið er vandamál liðsins

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var þungur á brún eftir jafnteflið gegn Víkingi í dag. Heimir kom ekki út úr búningsklefa FH fyrr en um hálftíma eftir leik þegar flestir fjölmiðlar voru farnir heim á leið.

Umfjöllun: Góð byrjun dugði KR

KR vann í kvöld 3-1 sigur á Þór á heimavelli sínum í vesturbænum og er fyrir vikið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir fjórar umferðir.

Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi

Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld.

Durant og Westbrook í hóp með kunnum köppum í gær

Kevin Durant og Russell Westbrook fóru á kostum með liði Oklahoma City Thunder í öruggum 15 stiga sigri á Memphis Grizzlies, 105-90, í nótt í hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Báðir komust í hóp með kunnum köppum með frammistöðu sinni.

Hannes: Frammistaðan okkur ekki til framdráttar

"Þetta var alls ekki ásættanlegt. Okkar frammistaða í dag er okkur ekki til framdráttar. Það er alveg ljóst," sagði Hannes Þorsteinn Sigurðsson, markaskorari FH-inga, eftir jafnteflið við Víking í kvöld.

Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig

"Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld.

Bjarni: Áttum von á mótspyrnunni

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, skoraði eitt mark sinna manna gegn Þór á KR-vellinum í kvöld. Niðurstaðan var 3-1 sigur.

Helgi Sig: Við hefðum átt að vinna

Hinn 37 ára gamli Helgi Sigurðsson var magnaður í liði Víkings í kvöld. Hann hljóp endalaust og sífellt að gera varnarmönnum FH lífið leitt með dugnaði sínum.

Ólafur Örn: Vantar herslumuninn

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur getur verið sáttur við margt í leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld þrátt fyrir 2-0 tap.

Rúnar: Gaman að mæta Þórsurum

Rúnar Kristinsson var hæstánægður með sína menn eftir 3-1 sigur á Þór á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar

Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi.

Swansea komið á Wembley eftir 3-1 sigur á Forest

Swansea City tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á Nottingham Forest í seinni undanúrslitaleik liðanna í Swansea í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Zenden á leið frá Sunderland

Bolo Zenden hefur staðfest að hann ætli að fara frá Sunderland í sumar til að framlengja knattspyrnuferil sinn enn frekar.

Aron Einar: Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt áhuga

Aron Einar Gunnarsson var í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem íslenski landsliðsmaðurinn tjáði sig um framtíð sína hjá enska félaginu Coventry. Hann er ekki alltof bjartsýnn á að spila áfram á Ricoh Arena á næsta tímabili.

Guðríður: Ég passa upp á að hann gleymi ekki stelpunum

Guðríður Guðjónsdóttir, verður áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram en mun þó fá meiri ábyrgð næsta vetur þar sem að Einar verður uppteknari sem þjálfari beggja meistaraflokka Framara. Einar tók að sér bæði störfin í dag.

Gold ætlar að finna eftirmann Grant fljótt

David Gold, stjórnarformaður West Ham, ætlar sér ekki að taka langan tíma til að ráða nýjan knattspyrnustjóra til félagsins en Avram Grant var rekinn nú um helgina.

Einar: Ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur við

Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu.

ESPN fjallar um fögn Stjörnumanna

Þó svo Stjörnumenn séu hættir að fagna á sinn einstaka hátt er ekki hætt að fjalla um þá í erlendum sjónvarpsþáttum. ESPN hefur nú birt á netinu stórskemmtilega umfjöllun sína um Stjörnustrákana og fögnin frægu.

Ísland fimmta prúðasta knattspyrnuþjóðin í Evrópu

Ísland var í fimmta sæti á lista Knattspyrnusambands Evrópu yfir prúðustu knattspyrnuþjóðir álfunnar á síðasta tímabili. Efstu þrjár þjóðirnar fá aukasæti í Evrópudeild UEFA en það fellur í hlut Noregs, Englands og Svíþjóðar.

Busquets má spila í úrslitaleiknum á Wembley

Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið Sergio Busquets, leikmanni Barcelona, grænt ljóst á að hann megi spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester United í lok mánaðarins.

Button: Lærðum að vinna sem lið í síðustu keppni

Jenson Button telur að McLaren hafi lært sína lexíu varðandi gerð keppnisáætlanna í síðasta móti, en aðferðafræðin hefur breyst nokkuð útaf nýjum dekkjum sem notuð eru á þessu keppnistímabili. McLaren keppir á Spáni um næstu helgi.

Einar tekur við karlaliði Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem tilkynnt verður um nýjan þjálfara karlaliðs félagsins.

Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans

Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli.

Valið stendur á milli Dags og Heuberger

Þýskir fjölmiðlar hafa síðustu daga greint frá því að Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, muni tilkynna í vikunni afsögn sína eftir fjórtán ár í starfi.

Sjá næstu 50 fréttir