Fleiri fréttir

Mark Veigars dugði ekki Stabæk

Mark Veigars Páls Gunnarssonar dugði ekki fyrir Stabæk til að komast áfram í undakeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Veigar kom liði sínu yfir gegn Dnepr Mogilev.

Tvö mörk Kjartans Henry hvergi nærri nóg fyrir KR

KR er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir tap í Úkraínu gegn Karpaty. Leiknum lauk með 3-2 sigri Úkraínumannanna en Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR og jafnaði leikinn í 2-2.

Bild: Raul búinn að semja við Schalke

Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að spænski leikmaðurinn Raul sé að ganga frá tveggja ára samning við þýska liðið Schalke 04 en hann var ekki inn í framtíðaráformum Jose Mourinho á Santiago Bernabeu.

Klaas-Jan Huntelaar til Liverpool í skiptum fyrir Ryan Babel?

Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir að Liverpool sé þegar farið að undirbúa það ef Fernando Torres ákveður að fara frá liðinu. Samkvæmt heimildum blaðsins ætlar Liverpool þá að fá Klaas-Jan Huntelaar frá AC Milan og nota landa hans Ryan Babel upp í kaupverðið.

McGrady með mörg járn í eldinum

Tracy McGrady er enn að leita sér að félagi en hann æfði með LA Clippers í gær eftir að hafa farið í læknisskoðun hjá félaginu á þriðjudag.

Haraldur Freyr: Ekki viss um að Kongsvinger sé réttur kostur

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, er ekki viss um að það yrði rétt skref fyrir sig að fara frá Keflavík til Kongsvinger í Noregi. Norska úrvalsdeildarfélagið er í harðri fallbaráttu og er í næst neðsta sæti eftir 17 umferðir af 30.

Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel

Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins.

Tiger launahæsti íþróttamaður heims

Þó svo Tiger Woods hafi orðið af milljónum dollara í auglýsingatekjur þá er hann enn langlaunahæsti íþróttamaður heims samkvæmt lista Sports Illustrated.

Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011

Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því.

Viktor Unnar farinn til Selfoss

Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar.

Chris Paul vill losna - Knicks, Lakers og Magic á óskalistanum

Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta hefur óskað formlega eftir því að vera skipt til eitt af þremur eftirtöldum félögum áður en tímabilið hefst: New York Knicks, Los Angeles Lakers eða Orlando Magic.

Dan Gosling skrifaði undir fjögurra samning við Newcastle

Newcastle United hefur samið við 21 árs landsliðsmanninn Dan Gosling en hann var með lausan samning hjá Everton. Gosling skrifaði undir fjögurra ára samning en hann var búinn að spila 22 leiki fyrir Everton frá því að hann kom til liðsins í janúar 2008.

Webber sér ekki eftir ummælum

Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina.

Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher

Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu.

Massa ósáttur við eigin árangur

Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti.

Redknapp: Tottenham getur alveg orðið meistari

Harry Redknapp, stjóri Tottenham Hotspur, er sannfærður um að sitt lið geti barist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann kom liðinu frekar óvænt inn í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Berglind byrjaði Íslandsmótið á þremur fuglum í röð

Íslandsmótið í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í morgun en framundan eru fjórir spennandi golfdagar við einstakar aðstæður á þessum glæsilega velli í Grímsnesinu. Það eru kjöraðstæður til golfleiks í dag og kylfingar voru fljótir að nýta sér það.

Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts

Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi.

Liverpool gæti selt Mascherano til Inter fyrir 25 milljónir punda

Liverpool er komið í formlegar viðræður við Evrópumeistarana í Internazionale frá Mílanó um kaup ítalska liðsins á Argentínumanninum Javier Mascherano. Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er tilbúinn að selja fyrirliða argentínska landsliðsins fái félagið rétta upphæð fyrir hann.

Obertan tryggði Manchester United sigur í nótt

Frakkinn Gabriel Obertan tryggði Manchester United 1-0 sigur á Philadelphia Union í æfingaleik í nótt á Lincoln Financial Field í Philadelphia í Bandaríkjunum. Þetta var annar leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið vann 3-1 sigur á Celtic á föstudaginn var.

Íslandsmót í einstakri náttúrufegurð

Mánudaginn síðasta hélt Golfsamband Íslands, GSÍ, svokallað Pro/Am-golfmót en þar fá „venjulegir" kylfingar tækifæri til þess að spila með þeim bestu á sjálfum Íslandsmótsvellinum.

Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli.

Birgir Leifur aftur með á Íslandsmótinu

Þekktasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, verður mættur í Kiðjabergið í dag en hann tekur þá þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti síðan í Eyjum árið 2007.

Aðeins átján konur í Kiðjaberginu

Alls taka 142 kylfingar þátt í Íslandsmótinu í höggleik en athygli vekur að aðeins 18 konur eru skráðar til leiks að þessu sinni.

Bara fínt að vera litla liðið

„Við erum að skrifa sögu Breiðabliks, þetta er stærsti leikur ársins þar sem það er gríðarlega mikið í húfi fyrir mig, alla í liðinu og félagið,“ segir fyrirliðinn Kári Ársælsson um leikinn gegn Motherwell í kvöld. Blikar taka nú í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni.

Búið að selja 1000 miða af 1340

Búið er að selja um þúsund miða af þeim 1.340 sem í boði eru á leik Breiðabliks og Motherwell í kvöld. Forráðamenn Blika sögðu við Fréttablaðið í gær að um 150 stuðningsmenn Motherwell myndu horfa á leikinn úr gömlu stúkunni á Kópavogsvelli.

Fyrsti leikur Rúnars í KR-útvarpinu

KR-ingar spila í dag seinni leikinn sinn við FK Karpaty L'viv í 2. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar. FK Karpaty vann fyrri leikinn 3-0 á KR-velli í síðustu viku og KR-liðið á því ekki mikla möguleika á að komast áfram.

Oosthuizen keypti traktor fyrir sigurféð á opna breska

Louis Oosthuizen er sveitastrákur sem vann opna breska meistaramótið í golfi á dögunum. Hann var ekki lengi að byrja að eyða 850 þúsund punda verðlaunafénu sínu, hann keypti sér umsvifalaust traktor.

Stelpurnar enda á því að mæta heimsmeisturum Rússa

Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Króatíu og heimsmeistaraliði Rússlands í lokakeppni EM í handbolta sem fer fram í Noregi og Danmörku í desember. Leikaniðurröðun mótsins hefur verið gefin út.

Naumur sigur Þróttar á HK

Þróttur vann HK 3-2 í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-2 en endurkoma HK hófst of seint en annað mark HK kom í uppbótartíma.

FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu

FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals.

Sjá næstu 50 fréttir