Fleiri fréttir

Sven-Göran með góða leikmenn en ekki gott lið

Vahid Halihodzic segir að liðsandinn hjá landsliði Fílabeinsstrandarinnar sé ekki nægilega góður. Halihodzic var rekinn sem þjálfari liðsins eftir að það olli vonbrigðum á Afríkumótinu.

Diouf keyrði án ökuréttinda

El Hadji Diouf er þekktur vandræðapési og nú hefur hann verið ákærður fyrir að keyra án ökuréttinda og trygginga. Þessi leikmaður Blackburn var stöðvaður af lögreglunni í september síðastliðnum.

Sjötta kvennaliðið til þess að breyta silfri í gull

Kvennalið KR varð í gær sjötta kvennaliðið sem nær því að breyta silfurverðlaunum frá árinu áður í gull árið eftir. KR-konur unnu þá 84-79 sigur á Hamar í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru

KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

„Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

Roma vill framlengja við Ranieri

Claudio Ranieri hefur fengið nýtt samningstilboð frá Roma sem vill framlengja samningi sínum við þjálfarann sem fyrst.

Hamilton hress með eigin frammistöðu

Bretinn Lewis Hamilton hefur farið mikinn í síðustu tveimur Formúlu 1 mótum, eftir að hafa ræst aftarlega á ráslínu í tvígang. Hann var ellefti á ráslínu í Ástralíu og tuttugasti í Malasíu, en vann sig upp listann með hörkuakstri í kappakstrinum á sunnudaginn. Varð sjött

Mourinho tilbúinn fyrir Barcelona

Portúgalinn José Mourinho, þjálfari Inter, er hvergi banginn fyrir undanúrslitaleikina gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fögnuður KR-stúlkna - myndir

KR varð Íslandsmeistari í Iceland Express-deild kvenna í gær eftir spennuþrunginn oddaleik í DHL-höllinni.

Wenger: Verðum að versla í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir tapið gegn Barcelona í gær að félagið yrði að stykja sig til að taka næsta skref og vinna titla.

Barátta Sutil og Hamilton vakti athygli og Force India verðlaunað

Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009.

NBA: Ótrúlegur leikur hjá Utah og Oklahoma

Leikur Oklahoma og Utah í nótt snérist upp í einvígi Kevin Durant og Deron Williams. Báðir tóku síðan lokaskot sinna liða í ótrúlegum leik. Williams hitti en Durant ekki og því vann Utah.

Pep Guardiola: Var ekki bara Messi sem lék vel

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að fyrsta mark Lionel Messi gegn Arsenal hafi breytt leiknum. Messi skoraði öll fjögur mörk spænska liðsins í ótrúlegum 4-1 sigri.

Kristrún: Stolt í svona liði

„Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

„Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

Wenger: Messi langbestur í heiminum

Menn keppast við að hrósa hinum argentínska Lionel Messi eftir að hann skoraði öll fjögur mörk Barcelona í 4-1 sigrinum gegn Arsenal í kvöld.

Arjen Robben: Ég er til í slaginn

„Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.

Jose Mourinho: Við getum unnið þessa keppni

„Þetta lið getur unnið Meistaradeildina," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter, eftir að Ítalíumeistararnir unnu fyrirhafnarlítinn sigur á CSKA í Moskvu í kvöld.

Gourcuff til í að fylgja Blanc frá Bordeaux

Hinn magnaði leikmaður Bordeaux, Yoann Gourcuff, ætlar ekki að gera langtímasamning við félagið og segist vera til í að fylgja þjálfaranum Laurent Blanc fari svo að hann semji við eitthvað stórlið.

Matt Kuchar og KJ Choi spila með Tiger

Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Rio vill klára ferilinn hjá United

Landsliðsfyrirliði Englands, Rio Ferdinand, hefur lýst því yfir að hann vonist til þess að spila með Man. Utd þar til hann leggur skóna á hilluna.

Kuranyi sagður vera á leið til Juventus

Samkvæmt fregnum frá Ítalíu þá er þýski framherjinn Kevin Kuranyi á leið til Juventus frá Schalke en ítalska félagið hefur verið lengi á eftir leikmanninum.

Sneijder spilar gegn CSKA

Wesley Sneijder meiddist ekki alvarlega á æfingu Inter í gær og hann mun spila með liðinu gegn CSKA Moskva á gervigrasinu í dag.

Jackson sektaður fyrir að gagnrýna dómara

Hinn goðsagnakenndi þjálfari LA Lakers, Phil Jackson, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og San Antonio um helgina og lét þá heyra það eftir leikinn.

Kubica og Renault í toppslagnum

Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu.

Julia Demirer og Unnur Tara efstar eftir fyrstu fjóra leikina

KR og Hamar leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst klukkan 19.15.

Ferguson: Útilokað að Rooney spili

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, staðfesti endanlega nú áðan að það væri ekki nokkur möguleiki á því að Wayne Rooney spili gegn FC Bayern annað kvöld.

Vidic: Verðum að þjappa okkur saman

Serbinn Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að leikmenn liðsins verði að þjappa sér saman ef tímabilið eigi ekki að enda í einum stórum vonbrigðum.

Sjá næstu 50 fréttir