Handbolti

Guðjón Valur er svo sannarlega á heimavelli í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson finnur sig vel í Laugardalshöllinni.
Guðjón Valur Sigurðsson finnur sig vel í Laugardalshöllinni. Mynd/Pjetur
Það spila fáir landsliðsmenn betur í Laugardalshöllinni en einmitt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 9 mörk úr 12 skotum í gær í tíu marka sigri Strákanna okkar á Portúgal í kveðjuleik sínum fyrir EM í Austurríki.

Guðjón Valur hefur nú skorað 152 mörk í 26 landsleikjum sínum í Höllinni sem gera 5,9 mörk að meðaltali í leik. Guðjón Valur hefur skorað 924 mörk í 197 landsleikjum í öðrum íþróttahúsum sem gera 4,7 mörk að meðaltali.

Guðjón Valur náði því í gær að skora 9 mörk eða fleiri í sjötta sinn í Höllinni en hann hefur skorað að minnsta kosti fimm mörk í síðustu tíu leikjum sínum á fjölum Laugardalshallarinnar.

Guðjón Valur hefur ekki aðeins spilað vel með landsliðinu í Höllinni því hann skorað 16 mörk í 38-26 sigri VfL Gummersbach á Fram í Meistaradeildinni 1. október 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×