Fleiri fréttir

Úrslitaleikir fjóra daga í röð í Kórnum

Úrslitaleikurinn í Meistarakeppni karla fer ekki fram á grasi eins og áður hafði verið tilkynnt. Leikurinn sem fram fer á mánudaginn var færður af Kaplakrikavelli og inn í Kórinn þar sem er spilað á gervigrasi.

Ekki verið skoruðu fleiri mörk í El Clásico í 48 ár

Það voru skoruð átta mörk í El Clásico milli Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni fótbolta þegar liðin mættust á Bernabéu í gær. Barcelona vann leikinn 6-2 og náði sjö stiga forskoti á toppnum.

Tvö mörk og miklir yfirburðir hjá Liverpool

Liverpool er 2-0 yfir á móti Newcastle í hálfleik á leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það lítur því út fyrir að Liverpool minnki forskot Manchester United aftur í þrjú stig.

Gerrard í byrjunarliðinu en Torres er ekki í hópnum

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12.30. Liverpool er sex stigum á eftir Manchester United og verður að vinna leikinn.

Boston vann oddaleikinn á móti Chicago í nótt

Boston Celtics vann Chicago Bulls 109-99 í oddaleik í Boston í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Meistarar Boston eru þar með komnir áfram í undanúrslit Austurdeildarinnar þar sem þeir mætir Orlando Magic.

Birkir Ívar: Bauð mér bjór fyrir hverja sendingu fram

Birkir Ívar Guðmundsson átti mjög góðan leik í marki Hauka þegar þeir komust í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu á móti Val með 28-25 sigri á Ásvöllum í gær. Birkir Ívar varði 18 skot í leiknum þar af voru tvö víti.

Marvin og Bárður valdir bestir í 1. deild karla

Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars, og Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis fengu stærstu verðlaunin fyrir 1. deild karla á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands í gærkvöldi. Marvin var valinn besti leikmaðurinn en Bárður var kosinn besti þjálfari deildarinnar.

Fullkomið hjá Fylkisstelpunum í Lengjubikarnum

Fylkiskonur gulltryggðu sér endanlega sigur í b-deild Lengjubikars kvenna með 3-0 sigri á ÍBV á Fylkisvelli. Fylkisliðið vann alla fimm leiki sína og fékk ekki á sig mark í keppninni.

Jón Arnór og Signý voru valin best á lokahófi KKÍ

Jón Arnór Stefánsson, bakbvörður úr KR og Signý Hermannsdóttir, miðherji úr Val, voru kosin bestu leikmenn Iceland Express deildanna á lokahófi KKÍ sem stendur nú yfir á Broadway. Þetta er í fyrsta sinn sem Signý Hermannsdóttir er kosin best en Jón Arnór Stefánsson hlaut þessi sömu verðlaun fyrir sjö árum síðan.

Inter komið með tíu stiga forskot á Ítalíu

Inter Milan er komið með tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur á Lazio á San Siro í Mílanó í kvöld. Inter hefur nú tíu stigum meira en nágrannarnir í AC Milan sem eiga leik inni.

Kristján Einar keppir í Valencia

Kristján Einar Kristjánsson hefur náð samkomulagi við kostendur og Formúlu 3 liðið West Tec um að keppa í opnu Formúlu 3 mótaröðinni sem er ný mótaröð sem fer að stórum hluta fram á Spáni. Kristján keppir á sunnudag í fyrsta mótinu á braut í Valencia.

Rakel: Vitum að við getum alveg unnið titilinn í sumar

„Þetta er alveg frábært," sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir að hún var nýbúin að lyfta fyrsta stóra bikar kvennaliðs félagsins. Þór/KA vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Mikilvægur sigur hjá Emil og félögum í Reggina

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í 2-1 útisigri Reggina á Bologna í fallbaráttuslag í ítölsku A-deildinni í kvöld. Bæði liðin sitja áfram í fallsæti eftir leikinn.

Ólafur kominn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real tryggðu sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta eftir 31-29 sigur á HSV Hamburg í seinni undanúrslitaleik liðanna í Quijote-höllinni í Ciudad Real. Ciudad vann 63-60 samanlagt.

Barcelona skoraði sex mörk í stórsigri á Real í El Clasico

Barcelona er komið með aðra höndina á spænska meistaratitilinn eftir frábæra frammistöðu og 6-2 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid á Bernabeu í Madrid í kvöld. Barcelona er nú með sjö stiga forskot á Real Madrid þegar aðeins fjórir leikir eru eftir.

Kári: Þetta kallast að svara fyrir sig

Haukarnir unnu öruggan sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla í handbolta. Haukamaðurinn Kári Kristjánsson var í miklum ham í leiknum.

Haukarnir sýndu meistaratakta í þriggja marka sigri á Val

Haukarnir eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir 28-25 sigur á Val í þriðja úrslitaleik liðanna í N1 deild karla á Ásvöllum í dag. Haukar eru komnir í 2-1 og geta tryggt sér titilinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið.

Sir Alex Ferguson: Við spiluðu vel í dag

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður eftir 2-0 sigur á Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni en sigurinn færði liðinu sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins tólf stig eru eftir í pottinum.

Manchester United skrefi nær enska meistaratitlinum

Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Middlesbrough í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. United-liðið er þar með komið með sex stiga forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir.

Arsene Wenger gerir átta breytingar á liði Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ákveðið að gera átta breytingar á liðinu sem tapaði á móti Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en Arsenal er að fara að spila við Portsmouth á Fratton Park klukkan tvö.

Mateja Zver með liði Þór/KA í Kórnum í dag?

Slóvenski framherjinn Mateja Zver kom til landsins í gær og verður hugsanlega með Þór/KA í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í Kórnum í dag. Þór/KA mætir þá Stjörnunni í úrslitaleik og getur þar unnið sinn fyrsta stóra titil.

Grindvíkingar treysta á ungan heimamann

Grindvíkingar hafa fundið sér þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en á heimasíðu félagsins kemur fram að Jóhann Þór Ólafsson muni þjálfa kvennaliðið næsta vetur.

Macheda í byrjunarliði Manchester United

Alex Ferguson hefur tilkynnt byrjunarliði sitt fyrir leikinn á móti Middlesbrough sem hefst klukkan 11.45. Ítalski táningurinn Federico Macheda er í byrjunarliðinu en Cristiano Ronaldo er á bekknum.

Sjá næstu 50 fréttir