Handbolti

Gylfi og Ingimundur höfðu betur í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir GWD Minden.
Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir GWD Minden. Mynd/Heimasíða WHV

GWD Minden vann 33-29 sigur á Grosswallstadt í þýska handboltanum í dag en Íslendingar spila með báðum þessum liðum. Grosswallstadt var 16-15 yfir í hálfleik.

Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir GWD Minden í leiknum en Ingimundur Ingimundarson einbeitti sér að varnarleiknum og komst ekki á blað. Einar Hólmgeirsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt.

Gylfi skoraði tvö af mörkum sínum þegar GWD Minden breytti stöðunni úr 24-25 í 25-30 á sex mínútna kafla undir lok leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×