Fleiri fréttir

Zaki loksins mættur

Amr Zaki er loksins mættur til vinnu sinnar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wigan. Þetta er í fimmta sinn sem hann mætir einhverjum dögum of seint til baka úr landsliðsfríi.

Bröndby lagði meistarana

Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby sem vann 2-0 sigur á Danmerkurumeisturum Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Shakhtar Donetsk í ágætum málum

Einum leik er lokið í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Shakhtar Donetsk vann 2-0 sigur á Marseille frá Frakklandi á heimavelli sínum í Úkraínu.

Rétt hjá mér að gefa Terry gult

Danski dómarinn Claus Bo Larsen segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að gefa John Terry, fyrirliða Chelsea, áminningu í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær.

Jón Arnór með 23 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum

Jón Arnór Stefánsson hefur oft verið meira áberandi í stigaskorun KR-liðsins en í fyrstu tveimur leikjunum á móti Grindavík í lokaúrslitum Iceland Express deild karla. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Verður Nick Bradford kannski bara rólegur í kvöld?

Nick Bradford hefur farinn mikinn í báðum leikjum sínum í DHL-Höllinni í vetur, var með 27 stig í undanúrslitaleik Subwaybikarsins og skoraði 38 stig í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum. Það hefur þó ekki dugað því Grindavík hefur tapað báðum leikjunum. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Grindvíkingar hafa lítið ráðið við Fannar í DHL-Höllinni

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-inga, hefur leikið mjög vel í heimaleikjunum í Grindavík í vetur en KR-liðið hefur unnið þá alla. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld.

Benedikt: Jakob verður flottur í kvöld

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir að liðið sé ekki með áskrift að sigri á heimavelli sínum þar sem liðið mætir Grindavík í kvöld.

Friðrik: Allir með og engar afsakanir

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að allir helstu leikmenn liðsins verði með gegn KR í kvöld og að það dugi nú engar afsakanir.

Skoska drykkjumálinu lokið

Skoska knattspyrnusambandið mun ekki aðhafast meira í málinu sem varð til þess að Barry Ferguson og Allan McGregor voru settir í ævilangt bann hjá landsliðinu.

Gunnar Heiðar og Kári ekki með

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Kári Árnason voru ekki í leikmannahópi Esbjerg sem tapaði, 2-1, fyrir OB á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Óttast að nárameiðsli Gerrard hafi tekið sig upp

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði frá í einhvern tíma vegna meiðsla en óttast er að nárameiðsli hans hafi tekið sig upp í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu í gær.

Masters-mótið hafið

Nú þegar eru fyrstu kylfingarnir farnir af stað á fyrsta keppnisdegi Masters-mótsins sem fer fram í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum.

Tímabilið búið hjá Gallas

William Gallas mun ekki koma meira við sögu í leikjum Arsenal á þessu tímabili en hann meiddist á hné í leik liðsins gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þrijðudagskvöldið.

Lövenkrands lofar Malouda

Daninn Peter Lövenkrands, leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir að Florent Malouda, leikmaður Chelsea, sé mikill fagmaður og lofaði hann í hástert.

Staða Klinsmann í hættu

Þýskir fjölmiðlar spá því að staða Jürgen Klinsmann, knattspyrnustjóra Bayern München, sé í mikilli hættu eftir að liðið beið afhroð í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær.

Kaka lofar því að vera áfram hjá Milan

Brasilíumaðurinn Kaka segir þær fregnir ekki rétta að hann sé á leiðinni til Real Madrid nú í sumar. Þetta kom fram í viðtali við hann í Gazzetta dello Sport í dag.

Sven-Göran hafnaði Portsmouth

Tord Grip, aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, segir að þeir hafi hafnað boði um að taka við knattspyrnustjórn Portsmouth.

Forráðamenn City neita fréttum um Mourinho

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City hafa þverneitað þeim fregnum sem birtust í morgun þess efnis að félagið hafi reynt að fá Jose Mourinho til að taka við knattspyrnustjórn liðsins.

Guardiola: Erum ekki komnir áfram

Pep Guardiola hefur varað leikmenn sína við því að þeir eru ekki enn komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 sigur Barcelona á Bayern München í kvöld.

Úrslitin komu Hiddink á óvart

Guus Hiddink sagði að sigur sinna manna í Chelsea á Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjarn en úrslitin hafi komið sér á óvart.

Benitez: Chelsea átti skilið að vinna

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði Chelsea hafa verðskuldað sigurinn í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea vann leikinn, 3-1, eftir að Liverpool komst 1-0 yfir.

Guðjón Valur með tíu mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann átta marka sigur á Minden, 28-20, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brenton hefur aðeins tvisvar spilað "betur" í lokaúrslitum

Brenton Birmingham átti frábæran leik í 100-88 sigri Grindavíkur á KR í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á mánudagskvöldið. Brenton skilað 36 framlagsstigum til síns liðs og hefur aðeins tvisvar sinnum verið með hærra framlag í hinum 25 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn.

Sölvi skoraði í tapi SönderjyskE

Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði SönderjyskE, skoraði eina mark sinna manna er það tapaði, 2-1, fyrir FC Kaupmannahöfn á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Allir meistararnir á bekknum hjá Chelsea

Chelsea mætir Liverpool á eftir á Anfield í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og það þykir mörgum skondið að Gus Hiddink, stjóri liðsins, er með alla fyrrum sigurvegara í Meistaradeildinni á bekknum hjá sér. Það er hinsvegar enginn fyrrum meistari í byrjunarliðinu.

Naumt tap hjá Kristianstad fyrir meisturunum

Kristianstad tapaði 0-1 á heimavelli fyrir sænsku meisturunum í Umeå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Allar íslensku stelpurnar þrjár voru í byrjunarliðinu.

Grant reyndi að fá Torres til Chelsea

Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það upp að hann hafi mikið reynt að krækja í framherjann Fernando Torres þegar hann var við stjórnvölinn hjá enska liðinu.

Markasúpa á Camp Nou í kvöld? - tvö markahæstu liðin mætast

Þótt að margir bíði spenntir eftir leik Liverpool og Chelsea í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar í kvöld þá er bendir allt til þess að hinn leikur kvöldsins verði mikil skemmtun með fullt af mörkum þegar tvö markahæstu lið Meistaradeildarinnar mætast.

Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla

Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois.

Tiltekt hjá Tékkum

Nóg hefur verið að gera á skrifstofu tékkneska knattspyrnusambandsins í dag. Sambandið hefur rekið landsliðsþjálfarann Petr Rada og sett sex leikmenn í bann vegna agabrota.

Adriano: Ég hef það fínt

Brasilíumaðurinn Adriano hjá Inter Milan segist hafa það fínt í heimalandi sínu og blæs á kjaftasögur sem sagðar hafa verið af honum í brasilísku pressunni undanfarna daga.

Belgar reka Vandereycken

Belgíska knattspyrnusambandið hefur sagt upp samningi við landsliðsþjálfarann Rene Vandereycken eftir lélegt gengi liðsins í síðustu tveimur leikjum.

Milan og Barcelona spila góðgerðaleik

Forráðamenn Barcelona á Spáni hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum vegna hamfaranna í L´Aguila á Ítalíu og ætla að koma á góðgerðaleik við AC Milan til að safna fé handa fórnarlömbum jarðskjálftanna. Yfir 250 manns hafa týnt lífi í náttúruhamförunum.

Galaxy finnur staðgengil Beckham

Bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy hefur fundið mann til að leysa David Beckham af hólmi á meðan hann er að spila með AC Milan á Ítalíu eftir því sem fram kemur á BBC.

Woods er bjartsýnn

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er fullur sjálfstrausts fyrir US Masters mótið í golfi þó hann sé rétt að komast af stað eftir langt hlé eftir hnéuppskurð.

Hiddink lofar sóknarleik á Anfield

Guus Hiddink knattspyrnustjóri Chelsea ætlar ekki að leggjast í skotgrafirnar með sínum mönnum þegar þeir sækja Liverpool heim á Anfield í kvöld.

Benitez ögrar fyrirliða sínum

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur verið í fantaformi með liði sínu að undanförnu. Rafa Benitez knattspyrnustjóri liðsins segir að miðjumaðurinn standi frammi fyrir mikilli áskorun í einvíginu við Chelsea í Meistaradeildinni sem hefst í kvöld.

Porto hefur ekki tapað heima fyrir ensku liði

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir sér fulla grein fyrir því erfiða verkefni sem bíður hans manna í síðari leiknum við Porto á Estadio de Dragao í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir