Fleiri fréttir

Hamar á toppnum eftir 60 stiga sigur á Fjölni

Lið Hamars er á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir leiki kvöldsins. Liðið vann þriðja sigur sinn í röð í deildinni með því að gjörsigra Fjölni 95-34 í kvöld.

Benitez hefur áhyggjur af meiðslum lykilmanna

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með 1-1 jafnteflið sem hans menn gerðu við Atletico í Madríd í kvöld. Þá hefur hann áhyggjur af meiðslum nokkurra lykilmanna fyrir mikilvægan leik gegn Chelsea í deildinni um næstu helgi.

Terry: Ég gat ekki einu sinni fagnað

John Terry fyrirliði Chelsea gat leyft sér að brosa í kvöld eftir að hans menn komu sér í hugguleg mál í Meistaradeildinni með 1-0 sigri á Roma á Stamford Bridge.

Rúnar Páll ráðinn þjálfari HK

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá eins árs samningi við Rúnar Pál Sigmundsson um að þjálfa liðið í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Atletico og Liverpool skildu jöfn

Liverpool mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 1-0 sigur á Roma á heimavelli.

Windass: Hull getur náð Evrópusæti

Gamla brýnið Dean Windass hjá Hull City segir ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái Evrópusæti í úrvalsdeildinni í vetur. Hull hefur komið gríðarlega á óvart og situr í þriðja sæti deildarinnar.

Vill skora 100. markið á Goodison

Framherjann Wayne Rooney hjá Manchester United langar mikið að skora 100. markið sitt á ferlinum á gamla heimavellinum Goodison Park í Liverpool um næstu helgi.

Framkvæmdastjórar tippa á Lakers

Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar.

Páll aðstoðar Ólaf hjá Fylki

Páll Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki og verður hann þar með Ólafi Þórðarsyni innan handar.

Ronaldo enn heitur fyrir City

Brasilíumaðurinn Ronaldo er enn spenntur fyrir því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City.

Solberg orðaður við Kiel

Glenn Solberg er í norskum fjölmiðlum orðaður við þýska úrvalsdeildarfélagið Kiel þar sem landi hans, Börge Lund, verður lengi frá vegna meiðsla.

Petrov frá í þrjá til fjóra mánuði

Martin Petrov, leikmaður Manchester City, verður frá keppni fram í febrúar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í landsleik Búlgaríu og Georgíu.

Kobe Bryant meiddur á hné

Kobe Bryant meiddist á hné í leik með LA Lakers í gær og er óvitað hversu lengi hann verður frá vegna meiðslanna.

Tíu hlutir sem þú þarft að vita um Amr Zaki

Amr Zaki er nýjasta stjarnan í ensku úrvalsdeildinni en þessum egypska framherja skaust upp á stjörnuhimininn nú í haust. Hann leikur með Wigan og hefur skorað sjö mörk í átta deildarleikjum til þessa á tímabilinu.

Leikmenn Portsmouth sendir á skólabekk

Portsmouth hefur ákveðið að sumir erlendra leikmanna félagsins skuli fara á enskunámskeið þar sem í ljós hefur komið að ekki allir skilja fyrirmæli Harry Redknapp knattspyrnustjóra.

Mörg Meistaradeildarmet nálægt því að falla

Flest mörk á einu kvöldi, fljótastur að skora þrennu, sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og næstflest mörk í einum leik. Það voru ófá metin sem voru nálægt því að falla í Meistaradeild Evrópu í gær.

Liverpool yfir í hálfleik

Liverpool hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Atletico Madrid þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum í Meistaradeildinni.

Barton gæti leikið gegn Sunderland

Joey Barton gæti leikið með aðalliði Newcastle að nýju á laugardag eftir að hafa tekið út leikbann. Barton var settur í bann fyrir að ráðast á Osmaune Dabo á æfingasvæðinu.

Walcott: Erum á flugi

Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum.

Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu

Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin.

Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum

Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti.

Helgi Valur og félagar upp að hlið Kalmar

Helgi Valur Daníelsson og félagar í Elfsborg unnu öruggan 4-1 sigur á Trelleborg í sænska boltanum í kvöld. Þar með komst Elfsborg upp að hlið Kalmar á toppi deildarinnar.

Burnley vann Coventry

Það var Íslendingaslagur í ensku 1. deildinni í kvöld þegar Coventry tók á móti Burnley. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og Jóhannes Karl í byrjunarliði Burnley.

Markaregn í Meistaradeildinni

Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Þremur umferðum er nú lokið í helming af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins.

Hallgrímur gerir GAIS gagntilboð

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, hafnaði fyrsta samningstilboði sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS. Frá þessu er greint á vefsíðu Víkurfrétta.

Toure frá í tvær vikur

Kolo Toure, varnarmaður Arsenal, verður frá vegna meiðsla á öxl næstu tvær vikurnar. Hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Everton um síðustu helgi.

Ronaldo með en ekki Ferdinand

Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Manchester United sem er þessa stundina að leika gegn Glasgow Celtic í Meistaradeildinni. Búist var við því að Ronaldo yrði hvíldur í leiknum en svo er ekki.

Jafntefli í Pétursborg

Zenit frá Pétursborg og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu.

Alonso: Getum ekki alltaf treyst á heppnina

Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, varar við því að lukkan verði ekki alltaf með liðinu. Nánast allt hefur fallið með Liverpool á leiktíðinni og liðið náð að tryggja sér sigur undir lokin í fjórgang.

Tímamótasamningur FIA og Formúlu 1 liða

FIA og forráðamenn Formúlu 1 liða gerðu tímamótasamning í dag til að draga verulega úr kostnaði vegna mósthalds og þátttöku í Formúlu 1. Stærstu keppnisliðin hafa kostað til allt að 400 miljónum dala á ársgrundvelli.

Ramos fær meiri tíma en ekki Comolli

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fundaði með knattspyrnustjóranum Juande Ramos í gær. Hann fullvissaði Ramos um að ekki stæði til að láta hann fara þrátt fyrir afleitt gengi í upphafi tímabils.

Kylfusveinninn Tiger Woods

Tiger Woods snéri aftur á golfvöllinn í gær en sem kylfusveinn. Tiger er að jafna sig eftir krossbandslit en hann var kylfusveinn fyrir hinn 59 ára gamla John Abel á Torrey Pines vellinum.

Yfirlýsing frá Viggó

Viggó Sigurðsson sendir frá sér yfirlýsingu í dag vegna ummæla sem höfð voru eftir honum í Morgunblaðinu á dögunum.

Tveir stuðningsmenn Juventus létust

Tveir stuðningsmenn ítalska úrvalsdeildarfélagsins Juventus létust í umferðarslysi í dag. Þeir voru í rútu sem var á leið á Ólympíuleikvanginn í Tórínó en Juventus tekur á móti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Sol fær sérmeðferð hjá Redknapp

Sol Campbell, leikmaður Portsmouth, fær að hvíla sig á mánudögum eftir leiki ef honum finnst hann þurfa á því að halda.

Sjá næstu 50 fréttir