Fleiri fréttir

Ferguson gæti hvílt Ronaldo

Svo gæti farið að Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hvíli Cristiano Ronaldo er United tekur á móti Celtic í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Dómarinn ætlar að endurmeta rauða spjaldið

Rob Styles knattspyrnudómari ætlar að skoða aftur atvikið sem varð til þess að Habib Beye, leikmaður Newcastle, var rekinn af velli í leiknum gegn Manchester City í gærkvöldi.

United og Arsenal yfir í hálfleik

Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin Manchester United og Arsenal hafa yfir í sínum leikjum.

Mourinho ætlar aftur til Englands

Jose Mourinho ætlar að snúa aftur í enska boltann þegar verkefni hans með Inter á Ítalíu er lokið. Mourinho tók við Inter í sumar af Roberto Mancini.

Grindavík vann í Njarðvík

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld en það unnust útisigrar í þeim öllum. Grannaslagur var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti Grindavík en leikurinn fór 84-98.

Bilic: Er ekki að taka við Tottenham

Slaven Bilic segir þær sögur ekki sannar að hann sé að fara að taka við Tottenham. Slúðurblöðin á Englandi hafa orðað hann við stöðuna en byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið afleit.

Fall blasir við Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson skoraði annað marka Sundsvall sem tapaði 2-3 á heimavelli gegn Gefle í sænska boltanum í kvöld. Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur en eftir þetta tap blasir ekkert annað en fall við Íslendingaliðinu Sundsvall.

Markvörðurinn Asenjo eftirsóttur af stórliðum

Real Valladolid á Spáni er tilbúið að hlusta á tilboð í markvörðinn Sergio Asenjo. Mörg stórlið í Evrópu fylgjast með Asenjo sem ætlar að taka ákvörðun um framtíð sína í desember.

Kári skoraði í tapi AGF

Kári Árnason skoraði mark AGF sem tapaði fyrir Midtjylland 2-1 í danska boltanum í kvöld. Kári minnkaði muninn á 73. mínútu en lengra komst hans lið ekki.

Benítez hefur áhuga á Zaki

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í dag að hann sé að fylgjast með egypska sóknarmanninum Ami Zaki sem skoraði tvö mörk á Anfield á laugardag.

Zanetti: Getum unnið alla

Javier Zanetti, fyrirliði Inter, telur að liðið geti unnið hvaða andstæðing sem er eftir 4-0 sigurinn á Roma í gær. Inter slátraði Roma í viðureign toppliða síðasta tímabils.

Helgin á Englandi - Myndir

Risarnir fjórir í enska boltanum unnu sína leiki í enska boltanum um helgina. Arsenal og Liverpool lentu bæði undir en sýndu mikinn karakter með því að innbyrða öll stigin þrjú.

Gylfi vill sanna sig hjá Shrewsbury

Gylfi Þór Sigurðsson segist opinn fyrir þeim möguleika að vera áfram hjá enska D-deildarliðinu Shrewsbury en þangað var hann lánaður í síðustu viku frá Reading.

Björn Bergmann: Spila áfram í gulu

Björn Bergmann Sigurðarson sagði í samtali við Vísi í dag að ekki skemmdi fyrir að hans nýja félag í Noregi skartaði sömu litum í búningum sínum og uppeldisfélagið á Skipaskaga.

McLaren kvartar ekki undan Ferrari

Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær.

Ívar tekur ábyrgð á sjálfsmarkinu

Ívar Ingimarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark um helgina þegar að hans menn í Reading töpuðu fyrir Preston, 2-1, í ensku B-deildinni.

Evra ekki með United

Patrice Evra verður ekki með Manchester United gegn Celtic í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Leikmenn Tottenham styðja Ramos

Jonathan Woodgate, leikmaður hjá Tottenham, segir að leikmenn standi heilshugar að baki Juande Ramos, knattspyrnustjóra liðsins.

Toure ekki með Arsenal til Tyrklands

Kolo Toure mun ekki spila með Arsenal gegn Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu annað kvöld þar sem hann meiddist í leik Arsenal og Everton um helgina.

Íslenski markaðurinn mun rjúka upp um 50 prósent

Norski rithöfundurinn Ingebrigt Steen Jensen á von á því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn muni rjúka upp eftir að þeir Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason tryggðu Stabæk norska meistaratitilinn.

Björn Bergmann samdi við Lilleström

Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström til næstu þriggja ára. Hann verður þar með átjándi íslenski atvinnumaðurinn sem er á mála hjá norsku félagsliði.

KR-ingar ekki ánægðir með tilboð GAIS

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, segir að félagið eigi enn í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS um möguleg kaup síðarnefnda félagsins á Guðjóni Baldvinssyni.

Pálmi: Þetta toppaði allt

Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær.

Ramos: Ástandið er hræðilegt

Juando Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að ástandið hjá félaginu sé hræðilegt en félagið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Elísabet: Gamall draumur að rætast

Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF.

Elísabet tekur við Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag.

Sigurður: Þetta var þeirra dagur

"Það er eðlilegt að menn haldi upp á þetta, það er ekki á hverjum degi sem menn vinna stóran sigur á Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi þegar hann gekk af velli innan um káta KR-inga í kvöld.

Jón Arnór: Þetta var aldrei spurning

"Við vorum miklu betri, þetta var aldrei spurning," sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi eftir að hans menn í KR unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í kvöld.

Zlatan skoraði tvö í sigri Inter

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði tvívegis í kvöld þegar lið hans Inter skaust á toppinn í ítölsku A-deildinni með 4-0 sigri á Roma.

Valencia hélt toppsætinu

Valencia er enn á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 sigur a´Numancia í dag. David Villa skoraði tvö mörk fyrir Valencia og hefur skorað átta mörk í sjö leikjum í vetur.

Fram burstaði Hellas

Fram vann í kvöld öruggan 33-22 sigur á hollenska liðinu Hellas í EHF keppninni í handbolta. Þetta var síðari leikur liðanna í keppninni en Fram vann þann fyrri með níu marka mun. Davíð Svansson markvörður var besti maður Fram líkt og í fyrri leiknum og varði yfir 20 skot í markinu.

Pálmi Rafn tryggði Stabæk titilinn

Pálmi Rafn Pálmason var hetja Stabæk í dag þegar liðið vann Brann 2-1 og fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn í Noregi.

Besta byrjun nýliða í 115 ár

Kraftaverkalið Hull City hefur heldur betur stimplað sig inn í sögubækurnar með frábærri byrjun sinni í ensku úrvalsdeildinni.

Frábær sigur hjá Haukum

Haukar unnu í dag frækinn 27-26 sigur á ungverska liðinu Veszprém í Meistaradeildinni í handbolta. Haukar höfðu yfir í hálfleik 16-10 og juku enn á forskotið í síðari hálfleik, en eins og búast mátti við náðu gestirnir að saxa á forskotið.

Ófarir Tottenham halda áfram

Stoke City jók enn á ófarir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag með 2-1 sigri á Lundúnaliðinu á heimavelli. Stoke vann annan sigur sinn á leiktíðinni en Tottenham hefur ekki byrjað jafn illa í sögu félagsins.

Hull í þriðja sæti eftir sigur á West Ham

Hull City heldur áfram að slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í dag bætti liðið enn einum sigrinum gegn Lundúnaliði í safnið þegar það lagði West Ham 1-0.

Meistaraefnin taka á móti meisturunum

Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum.

Ronaldinho skoraði tvö í sigri Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvívegis fyrir lið sitt AC Milan í dag þegar það lagði Sampdoria 3-0 á San Siro. Mikil meiðsli í herbúðum Milan komu ekki í veg fyrir öruggan sigur liðsins en á sama tíma tapaði topplið Lazio 3-1 fyrir Bologna.

City sýnir Zaki áhuga

Manchester City hefur hug á að kaupa egypska sóknarmanninn Amr Zaki sem slegið hefur í gegn sem lánsmaður hjá Wigan í úrvalsdeildinni.

Hamilton: Trúi því ég verði meistari

Lewis Hamilton og McLare höfðu yfirburði í mótinu í Singapúr og hefur trú á því að honum takist að landa titilinum í lokamótinu eftir tvær vikur.

Sjá næstu 50 fréttir