Handbolti

Solberg orðaður við Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Glenn Solberg í leik með norska landsliðinu.
Glenn Solberg í leik með norska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Glenn Solberg er í norskum fjölmiðlum orðaður við þýska úrvalsdeildarfélagið Kiel þar sem landi hans, Börge Lund, verður lengi frá vegna meiðsla.

Solberg lagði skóna á hilluna í vor en Lund sleit hásin í leik Kiel og Barcelona í Meistaradeildinni og verður af þeim sökum frá í sex mánuði, að minnsta kosti.

Sjálfur sagði Solberg að hann hefði ekkert heyrt frá forráðamönnum Kiel en þjálfari liðsins er Alfreð Gíslason.

Ef af verður að Solberg taki fram skóna á nýju mætti jafnvel reikna með því að hann myndi fylla skarð Lund í norska landsliðinu. Ísland og Noregur mætast í undankeppni EM á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×